Ásgerður Stefanía: Megum ekki bíða eftir að Blikar misstígi sig Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. júlí 2015 14:28 Það verður mikið að gera hjá Ásgerði og stöllum hennar í Stjörnunni næsta mánuðinn. vísir/valli Íslands- og bikarmeistarar Stjörnunnar eiga tvö fulltrúa í úrvalsliði fyrri umferðar Pepsi-deildar kvenna sem var tilkynnt í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar í hádeginu í dag. Það eru þær Anna Björk Kristjánsdóttir og Ásgerður Stefanía Baldursdóttir en sú síðarnefnda er fyrirliði Stjörnunnar sem er í 2. sæti deildarinnar, fjórum stigum á eftir Breiðabliki þegar sjö umferðir eru eftir af mótinu. „Maður er ekkert mikið að pæla í þessu en auðvitað er þetta viðurkenning og ég er ánægð með hana,“ sagði Ásgerður í samtali við blaðamann Vísis í dag. Þrátt fyrir að Stjarnan þurfi að vinna upp fjögurra stiga forskot Breiðabliks er Ásgerður bjartsýn á að halda Íslandsmeistaratitlinum í Garðabænum. „Það er fullt eftir af mótinu. Við þurfum að hugsa um okkur og klára okkar leiki, ekki bara bíða eftir því að Blikar misstígi sig,“ sagði Ásgerður er Stjarnan og Breiðablik mætast eftir tæpan mánuð. Ásgerður segir Stjörnukonur ekki farnar að hugsa enn um þann leik. „Nei, alls ekki. Það er svo langt í þann leik. Við eigum eftir að fara til Kýpur og spila í Meistaradeildinni í millitíðinni og á Selfoss og fleira,“ sagði Ásgerður en Stjörnukonur eru að sigla inn í þéttskipaðan ágúst-mánuð þar sem liðið leikur átta leiki á 27 dögum, að því gefnu að það vinni Fylki í undanúrslitum Borgunarbikarsins á föstudaginn. „Þetta verður ótrúlega erfiður mánuður en maður er í þessu fyrir þessa leiki og vill frekar spila en æfa. Við þurfum bara að hugsa vel um okkur og nýta hópinn eins og við getum,“ sagði Ásgerður. Nýr leikmaður bættist í lið Stjörnunnar á dögunum, hin brasilíska Francielle Manoel Alberto. Og það er óhætt að segja að hún hafi byrjað með látum en Fran (eins og hún er kölluð) skoraði þrennu í sínum fyrsta leik gegn Fylki. „Hún átti fínan leik gegn Fylki og allt liðið. Hún var réttur maður á réttum stað í leiknum en þessi stelpa býr yfir miklum gæðum og hefur mikla reynslu sem hjálpar okkur vonandi,“ sagði Ásgerður en Fran hefur leikið með brasilíska landsliðinu. „Hún hefur verið í brasilíska landsliðinu þannig að eitthvað hlýtur hún að geta. Hún er með góða ferilskrá en það eru margir góðir leikmenn sem hafa komið til Íslands og ekki höndlað fótboltann hérna. Við eigum eftir að sjá fleiri leiki með henni,“ sagði Ásgerður að lokum. Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Breiðablik með fimm fulltrúa í liði fyrri umferðarinnar | Fanndís valin best Breiðablik á alls sex fulltrúa í liði fyrri umferðar Pepsi deildar kvenna, þar á meðal Fanndísi Friðriksdóttir sem var valin besti leikmaður fyrri umferðarinnar. 22. júlí 2015 12:19 Gætu spilað átta leiki á 27 dögum Íslands- og bikarmeistarar Stjörnunnar fara til Kýpur og leika þar þrjá leiki á sex dögum í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. 26. júní 2015 06:00 Þorsteinn: Vil helst fá viðurkenninguna eftir tvo mánuði Breiðablik fékk flestar viðurkenningar á hófi sem KSÍ hélt í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar í hádeginu en þar voru veittar viðurkenningar fyrir fyrri umferð Pepsi-deildar kvenna. 22. júlí 2015 13:24 Mest lesið Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Sjá meira
Íslands- og bikarmeistarar Stjörnunnar eiga tvö fulltrúa í úrvalsliði fyrri umferðar Pepsi-deildar kvenna sem var tilkynnt í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar í hádeginu í dag. Það eru þær Anna Björk Kristjánsdóttir og Ásgerður Stefanía Baldursdóttir en sú síðarnefnda er fyrirliði Stjörnunnar sem er í 2. sæti deildarinnar, fjórum stigum á eftir Breiðabliki þegar sjö umferðir eru eftir af mótinu. „Maður er ekkert mikið að pæla í þessu en auðvitað er þetta viðurkenning og ég er ánægð með hana,“ sagði Ásgerður í samtali við blaðamann Vísis í dag. Þrátt fyrir að Stjarnan þurfi að vinna upp fjögurra stiga forskot Breiðabliks er Ásgerður bjartsýn á að halda Íslandsmeistaratitlinum í Garðabænum. „Það er fullt eftir af mótinu. Við þurfum að hugsa um okkur og klára okkar leiki, ekki bara bíða eftir því að Blikar misstígi sig,“ sagði Ásgerður er Stjarnan og Breiðablik mætast eftir tæpan mánuð. Ásgerður segir Stjörnukonur ekki farnar að hugsa enn um þann leik. „Nei, alls ekki. Það er svo langt í þann leik. Við eigum eftir að fara til Kýpur og spila í Meistaradeildinni í millitíðinni og á Selfoss og fleira,“ sagði Ásgerður en Stjörnukonur eru að sigla inn í þéttskipaðan ágúst-mánuð þar sem liðið leikur átta leiki á 27 dögum, að því gefnu að það vinni Fylki í undanúrslitum Borgunarbikarsins á föstudaginn. „Þetta verður ótrúlega erfiður mánuður en maður er í þessu fyrir þessa leiki og vill frekar spila en æfa. Við þurfum bara að hugsa vel um okkur og nýta hópinn eins og við getum,“ sagði Ásgerður. Nýr leikmaður bættist í lið Stjörnunnar á dögunum, hin brasilíska Francielle Manoel Alberto. Og það er óhætt að segja að hún hafi byrjað með látum en Fran (eins og hún er kölluð) skoraði þrennu í sínum fyrsta leik gegn Fylki. „Hún átti fínan leik gegn Fylki og allt liðið. Hún var réttur maður á réttum stað í leiknum en þessi stelpa býr yfir miklum gæðum og hefur mikla reynslu sem hjálpar okkur vonandi,“ sagði Ásgerður en Fran hefur leikið með brasilíska landsliðinu. „Hún hefur verið í brasilíska landsliðinu þannig að eitthvað hlýtur hún að geta. Hún er með góða ferilskrá en það eru margir góðir leikmenn sem hafa komið til Íslands og ekki höndlað fótboltann hérna. Við eigum eftir að sjá fleiri leiki með henni,“ sagði Ásgerður að lokum.
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Breiðablik með fimm fulltrúa í liði fyrri umferðarinnar | Fanndís valin best Breiðablik á alls sex fulltrúa í liði fyrri umferðar Pepsi deildar kvenna, þar á meðal Fanndísi Friðriksdóttir sem var valin besti leikmaður fyrri umferðarinnar. 22. júlí 2015 12:19 Gætu spilað átta leiki á 27 dögum Íslands- og bikarmeistarar Stjörnunnar fara til Kýpur og leika þar þrjá leiki á sex dögum í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. 26. júní 2015 06:00 Þorsteinn: Vil helst fá viðurkenninguna eftir tvo mánuði Breiðablik fékk flestar viðurkenningar á hófi sem KSÍ hélt í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar í hádeginu en þar voru veittar viðurkenningar fyrir fyrri umferð Pepsi-deildar kvenna. 22. júlí 2015 13:24 Mest lesið Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Sjá meira
Breiðablik með fimm fulltrúa í liði fyrri umferðarinnar | Fanndís valin best Breiðablik á alls sex fulltrúa í liði fyrri umferðar Pepsi deildar kvenna, þar á meðal Fanndísi Friðriksdóttir sem var valin besti leikmaður fyrri umferðarinnar. 22. júlí 2015 12:19
Gætu spilað átta leiki á 27 dögum Íslands- og bikarmeistarar Stjörnunnar fara til Kýpur og leika þar þrjá leiki á sex dögum í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. 26. júní 2015 06:00
Þorsteinn: Vil helst fá viðurkenninguna eftir tvo mánuði Breiðablik fékk flestar viðurkenningar á hófi sem KSÍ hélt í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar í hádeginu en þar voru veittar viðurkenningar fyrir fyrri umferð Pepsi-deildar kvenna. 22. júlí 2015 13:24