Sara Björk Gunnarsdóttir var í byrjunarliði Rosengård að vanda þegar liðið tapaði fyrir Linköpings, 2-1, í 9. umferð sænsku úrvalsdeildar kvenna í fótbolta í kvöld.
Markalaust var í hálfleik en Natasa Andonova kom meisturum Rosengård yfir með marki á 49. mínútu, 1-0.
Þannig stóðu leikar fram á 87. mínútu þegar Claudia Neto jafnaði metin fyrir Linköpings, 1-1, og heimakonur tryggðu sér svo sigurinn með marki Mariann Gajhede Knudsen í uppbótartíma, 2-1.
Með sigrinum jafnaði Linköpings topplið Rosengård að stigum, en þau eru bæði með 22 stig, stigi á undan Eskilstuna United.
Sara Björk spilaði allan leikinn fyrir Rosengård.
Stelpurnar í Rósagarðinum töpuðu í toppslag
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið

„Við erum búnir að brenna skipin“
Íslenski boltinn


„Við bara brotnum“
Körfubolti

„Þetta er fyrir utan teig“
Íslenski boltinn

„Eru greinilega lið sem eru betri en við“
Körfubolti

Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust
Íslenski boltinn

„Mínir menn geta borið höfuðið hátt“
Íslenski boltinn

„Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“
Körfubolti


Daði leggur skóna á hilluna
Íslenski boltinn