Rúnar Páll: Dómarinn var drullulélegur Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. júlí 2015 22:05 Rúnar Páll Sigmundsson var ósáttur við Belgann á flautunni. vísir/vilhelm Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var stoltur af sínu liði þrátt fyrir 4-1 tap fyrir Celtic í kvöld og 6-1 samanlagt. Stjarnan komst yfir með marki Ólafs Karls Finsen snemma leiks en Celtic jafnaði metin á 33. mínútu. Rúnar Páll segir að það mark hafi aldrei átt að standa. „Við spiluðum vel í leiknum, sérstaklega í fyrri hálfleik. Varnarleikurinn var ekki góður þegar þeir skoruðu í upphafi síðari hálfleiks en heilt yfir var ég mjög stoltur af strákunum,“ sagði Rúnar Páll eftir leikinn í kvöld. „Þeir sköpuðu engin færi í fyrri hálfleik nema í föstum leikatriðum. Mér fannst fyrsta markið þeirra vera brot og mér fannst dómgæslan bregðast þar.“ Hann segir að 4-1 tap gefi slæma mynd af leiknum. „Þeir refsuðu okkur um leið og við gefum færi á okkur. Það var óþarfi að fá þessi tvö síðustu mörk á okkur því við spiluðum vel í stöðunni 2-1. Við hefðum getað jafnað þá og það hefði verið mjög skemmtilegt fyrir okkur.“ „Á 80. mínútu var ég mjög ánægður með liðið og stöðuna í leiknum. Það skemmdi augnablikið að fá síðustu tvö mörkin.“ Hann hrósaði sínum mönnum, sérstaklega fyrir markið og varnarleikinn í fyrri hálfleik. Þá segir hann ljóst að það var brotið á Stjörnumönnum í fyrsta marki Skotanna. „Hann [Ciftci] ýtir Pablo á Gunnar. Það er bara fríspark. Það er leiðinlegt að fá svoleiðis mark á sig.“ „Dómarinn var drullulélegur í þessum leik. Hann dæmdi illa og var óöruggur í öllum aðgerðum. Það bitnaði á báðum liðum þó svo að það hafi hallað aðeins meira á okkur.“ „Svona er þetta. Það er stutt á milli í þessu en eftir stendur að ég er hreykinn og stoltur af mínum mönnum í þessum tveimur viðureignum.“ „Ég vona að þetta gefi okkur kraft fyrir Pepsi-deildina því við höfum verið að spila feykilega vel. Auðvitað gefur það okkur byr undir báða vængi, sérstaklega ef við getum sýnt að við getum spilað góða vörn.“ Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Deila vildi blautan völl: Vatnslögnin sprakk Segir að það gerbreytir aðstæðum að spila á þurrum gervigrasvelli en blautum. 22. júlí 2015 21:58 Ólafur Karl: Skotarnir eru hrokafullir og dónalegir Markaskorari Stjörnunnar var ósáttur við framkomu Skotanna í einvíginu gegn Celtic í forkeppni Meistaradeildarinnar. 22. júlí 2015 21:14 Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Körfubolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Sjá meira
Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var stoltur af sínu liði þrátt fyrir 4-1 tap fyrir Celtic í kvöld og 6-1 samanlagt. Stjarnan komst yfir með marki Ólafs Karls Finsen snemma leiks en Celtic jafnaði metin á 33. mínútu. Rúnar Páll segir að það mark hafi aldrei átt að standa. „Við spiluðum vel í leiknum, sérstaklega í fyrri hálfleik. Varnarleikurinn var ekki góður þegar þeir skoruðu í upphafi síðari hálfleiks en heilt yfir var ég mjög stoltur af strákunum,“ sagði Rúnar Páll eftir leikinn í kvöld. „Þeir sköpuðu engin færi í fyrri hálfleik nema í föstum leikatriðum. Mér fannst fyrsta markið þeirra vera brot og mér fannst dómgæslan bregðast þar.“ Hann segir að 4-1 tap gefi slæma mynd af leiknum. „Þeir refsuðu okkur um leið og við gefum færi á okkur. Það var óþarfi að fá þessi tvö síðustu mörk á okkur því við spiluðum vel í stöðunni 2-1. Við hefðum getað jafnað þá og það hefði verið mjög skemmtilegt fyrir okkur.“ „Á 80. mínútu var ég mjög ánægður með liðið og stöðuna í leiknum. Það skemmdi augnablikið að fá síðustu tvö mörkin.“ Hann hrósaði sínum mönnum, sérstaklega fyrir markið og varnarleikinn í fyrri hálfleik. Þá segir hann ljóst að það var brotið á Stjörnumönnum í fyrsta marki Skotanna. „Hann [Ciftci] ýtir Pablo á Gunnar. Það er bara fríspark. Það er leiðinlegt að fá svoleiðis mark á sig.“ „Dómarinn var drullulélegur í þessum leik. Hann dæmdi illa og var óöruggur í öllum aðgerðum. Það bitnaði á báðum liðum þó svo að það hafi hallað aðeins meira á okkur.“ „Svona er þetta. Það er stutt á milli í þessu en eftir stendur að ég er hreykinn og stoltur af mínum mönnum í þessum tveimur viðureignum.“ „Ég vona að þetta gefi okkur kraft fyrir Pepsi-deildina því við höfum verið að spila feykilega vel. Auðvitað gefur það okkur byr undir báða vængi, sérstaklega ef við getum sýnt að við getum spilað góða vörn.“
Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Deila vildi blautan völl: Vatnslögnin sprakk Segir að það gerbreytir aðstæðum að spila á þurrum gervigrasvelli en blautum. 22. júlí 2015 21:58 Ólafur Karl: Skotarnir eru hrokafullir og dónalegir Markaskorari Stjörnunnar var ósáttur við framkomu Skotanna í einvíginu gegn Celtic í forkeppni Meistaradeildarinnar. 22. júlí 2015 21:14 Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Körfubolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Sjá meira
Deila vildi blautan völl: Vatnslögnin sprakk Segir að það gerbreytir aðstæðum að spila á þurrum gervigrasvelli en blautum. 22. júlí 2015 21:58
Ólafur Karl: Skotarnir eru hrokafullir og dónalegir Markaskorari Stjörnunnar var ósáttur við framkomu Skotanna í einvíginu gegn Celtic í forkeppni Meistaradeildarinnar. 22. júlí 2015 21:14