GSÍ um Björgvin: Golfbílar veita forskot 23. júlí 2015 15:00 Björgvin Þorsteinsson og Hörður Þorsteinsson. Vísir/GVA/Valli Björgvin Þorsteinsson, sexfaldur Íslandsmeistari í golfi, hætti í morgun keppni á Íslandsmótinu í höggleik eftir að hafa spilað fyrstu sex holurnar. Þetta var í 52. árið í röð sem Björgvin tekur þátt á Íslandsmótinu. Fyrir mótið hafði hann beðið um leyfi til að nota golfbíl í mótinu þar sem hann gengst nú undir krabbameinsmeðferð. Beiðni hans var hafnað af mótanefnd GSÍ. „Ég hætti eftir sex holur. Það er pirringur út í þetta lið sem hafði sitt að segja. Í hreinskilni sagt þá var maður ekki beint upplagður til golfleiks,“ sagði Björgvin við mbl.is í dag. „Ég skil vel hans afstöðu en mótanefnd hefur tekið skýra afstöðu til slíkra mála og ekki heimilað notkun golfbíla í efsta flokki á Íslandsmóti,“ segir Hörður Þorsteinsson, framkvæmdastjóri GSÍ, í samtali við Vísi. Björgvin hafnar þeim rökum að golfbíll veiti kylfingum ákveðið forskot en því er Hörður ekki sammála. „Golf snýst um meira en að slá bara bolta. Það snýst líka um líkamlegt atgervi, úthald og einbeitingu. Það er einnig hægt að nota bílana til að skýla sér fyrir ákveðnum aðstæðum,“ segir Hörður. „Fyrir menn sem eru veikir, líkt og í tilfelli Björgvins, jafnar golfbíll leikinn. Við getum ekki gert upp á milli keppenda í keppni þeirra bestu og gefið einhverjum ákveðna forgjöf.“ Hörður hefur skilning á því að Björgvin sé ósáttur en bendir á að ekki sé heimilt að nota golfbíla í alþjóðlegum mótum. „Sú ákvörðun að heimila ekki notkun golfbíla á sterkasta mótum landsins var tekin óháð því hvaða einstaklingar ættu í hlut. Auðvitað er leiðinlegt að geta ekki leyft Björgvini að nota golfbíl en við höfum engan annan valkost.“ Hörður segir að heimilt sé að nota golfbíla í Íslandsmóti eldri kylfinga sem og neðri deildum. Golf Tengdar fréttir Sexföldum Íslandsmeistara meinað að nota golfbíl Björgvin Þorsteinsson glímir við krabbamein en beiðni hans um notkun golfbíls var hafnað. Hann stefnir þó áfram á að taka þátt á mótinu. 23. júlí 2015 07:30 Björgvin hætti keppni eftir sex holur Krabbameinsveikur sexfaldur Íslandsmeistari hætti keppni á fyrri hluta fyrsta dags Íslandsmótsins í golfi. 23. júlí 2015 13:00 Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Björgvin Þorsteinsson, sexfaldur Íslandsmeistari í golfi, hætti í morgun keppni á Íslandsmótinu í höggleik eftir að hafa spilað fyrstu sex holurnar. Þetta var í 52. árið í röð sem Björgvin tekur þátt á Íslandsmótinu. Fyrir mótið hafði hann beðið um leyfi til að nota golfbíl í mótinu þar sem hann gengst nú undir krabbameinsmeðferð. Beiðni hans var hafnað af mótanefnd GSÍ. „Ég hætti eftir sex holur. Það er pirringur út í þetta lið sem hafði sitt að segja. Í hreinskilni sagt þá var maður ekki beint upplagður til golfleiks,“ sagði Björgvin við mbl.is í dag. „Ég skil vel hans afstöðu en mótanefnd hefur tekið skýra afstöðu til slíkra mála og ekki heimilað notkun golfbíla í efsta flokki á Íslandsmóti,“ segir Hörður Þorsteinsson, framkvæmdastjóri GSÍ, í samtali við Vísi. Björgvin hafnar þeim rökum að golfbíll veiti kylfingum ákveðið forskot en því er Hörður ekki sammála. „Golf snýst um meira en að slá bara bolta. Það snýst líka um líkamlegt atgervi, úthald og einbeitingu. Það er einnig hægt að nota bílana til að skýla sér fyrir ákveðnum aðstæðum,“ segir Hörður. „Fyrir menn sem eru veikir, líkt og í tilfelli Björgvins, jafnar golfbíll leikinn. Við getum ekki gert upp á milli keppenda í keppni þeirra bestu og gefið einhverjum ákveðna forgjöf.“ Hörður hefur skilning á því að Björgvin sé ósáttur en bendir á að ekki sé heimilt að nota golfbíla í alþjóðlegum mótum. „Sú ákvörðun að heimila ekki notkun golfbíla á sterkasta mótum landsins var tekin óháð því hvaða einstaklingar ættu í hlut. Auðvitað er leiðinlegt að geta ekki leyft Björgvini að nota golfbíl en við höfum engan annan valkost.“ Hörður segir að heimilt sé að nota golfbíla í Íslandsmóti eldri kylfinga sem og neðri deildum.
Golf Tengdar fréttir Sexföldum Íslandsmeistara meinað að nota golfbíl Björgvin Þorsteinsson glímir við krabbamein en beiðni hans um notkun golfbíls var hafnað. Hann stefnir þó áfram á að taka þátt á mótinu. 23. júlí 2015 07:30 Björgvin hætti keppni eftir sex holur Krabbameinsveikur sexfaldur Íslandsmeistari hætti keppni á fyrri hluta fyrsta dags Íslandsmótsins í golfi. 23. júlí 2015 13:00 Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Sexföldum Íslandsmeistara meinað að nota golfbíl Björgvin Þorsteinsson glímir við krabbamein en beiðni hans um notkun golfbíls var hafnað. Hann stefnir þó áfram á að taka þátt á mótinu. 23. júlí 2015 07:30
Björgvin hætti keppni eftir sex holur Krabbameinsveikur sexfaldur Íslandsmeistari hætti keppni á fyrri hluta fyrsta dags Íslandsmótsins í golfi. 23. júlí 2015 13:00