Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Valur 3-2 | Selfoss í úrslit annað árið í röð Árni Jóhannsson á JÁVERK-vellinum skrifar 25. júlí 2015 13:15 Selfoss vann fyrri leik liðanna í Pepsi-deildinni, 1-3. vísir/ernir Það verða Selfyssingar sem leika til úrslita í Borgunarbikarkeppni kvenna árið 2015 eftir að hafa unnið Valskonur á Jáverk vellinum á Selfossi í dag 3-2. Sigurmarkið kom á lokasekúndum leiksins og var mjög dramatískt. Þær mæta Stjörnukonum í úrslitaleiknum þann 29. ágúst næstkomandi á Laugardalsvellinum í Reykjavík. Það var skiljanlega mikil spenna í leikmönnum beggja liða og voru gæði fótboltans eftir því á fyrstu mínútum leiksins. Það dró til tíðinda á 12. mínútu leiksins en þá fengu heimakonur í Selfoss víti þegar brotið var á Guðmundu Brynju Óladóttur. Guðmunda steig sjálf á punktinn en Þórdís María Aikman gerði sér lítið fyrir og varði vítaspyrnuna. Þórdís var þó ekki lengi í paradís því að dómarinn mat það svo að leikmaður hafði farið inn í teig áður en spyrnan var framkvæmd og því þurfti að endurtaka spyrnuna. Skipt var um leikmann en Donna Kay Henry fékk það hlutverk að framkvæma spyrnuna en Þórdís valdi aftur rétt horn og varði vítið einni frá Henry. Staðan því enn 0-0. Það virtist vera að vítaklúður Selfyssinga hafi setið í þeim því Valskonur tóku völdin eftir vítaspyrnunar þar sem þær voru mun beittari á meðan Selfosskonur áttu í stökustu vandræðum með að byggja upp sóknir. Valskonur tóku forystuna á 17. mínútu og var það að verki Elín Metta Jensen sem skoraði mark eftir að boltinn hafði verið skallaður inn í markteig eftir hornspyrnu. Elín var vel staðsett og náði að breyta stefnu boltans þannig að markvörður heimakvenna kom engum vörnum við. Rúmum 12 mínútum síðar voru Valskonur komnar tveimur mörkum yfir. Þar á ferðinni var Lilja Dögg Valþórsdóttir og aftur var skorað eftir fast leikatriði þar sem boltanum var spyrnt að markteignum og Lilja fékk nóg pláss til að athafna sig og skalla boltann yfir markvörð Selfyssinga. Valskonur fengu mörg færi til að komast þremur mörkum yfir en Chante Sandiford sá til þess að forskot Vals var ekki nema tvö mörk. Talað er um að allar stundir séu góðar til að skora mark en rétt fyrir hálfleik hlýtar að teljast með betri tímum til að skora mark eins og Selfyssingar náðu a gera. Thelma Björk Einarsdóttir fékk boltann vinstra meginn við vítateig Vals og þetta virtist vera sending inn í teig en boltinn sveif fallega yfir Þórdísi í marki Vals og söng í hliðarnetinu. Þetta gerðist á 44. mínútu og skömmu síðar flautaði dómarinn til hálfleiks. Selfyssingar voru mun meira með boltann í síðari hálfleik en Valskonur spiluðu varnarleik sinn af mikilli festu þannig að Selfyssingar náðu ekki að skapa sér nógu góð marktækifæri. Valskonur komust þó líka í sín færi og hefðu getað á mörgum augnablikum klárað leikinn en Sandiford markvörður Selfyssinga hélt sínum konum á lífi trekk í trekk. Þar á meðal fengu Vaslkonur vítaspyrnu sem Sandiford varði og þar með voru komnar þrjár vítaspyrnur sem fóru forgörðum í leiknum. Selfyssingar uppskáru síðan jöfnunarmark eftir að hafa verið betri heilt yfir í seinni hálfleik á 79. mínútu. Þar var að verki Dagný Brynjardóttir en boltinn var sendur inn að markteig og náði markvörður Vals ekki að klófesta boltann sem datt fyrir Dagnýju sem þakkaði pent fyrir sig og renndi boltanum í autt markið. Valskonur töldu að brotið hefði verið á markverði sínum en dómarinn var ekki á sama máli. Á þessum tímapunkti héldu allir að leikurinn væri á leið í framlengingu og þótti það nóg af dramatík en hún átti eftir að verða mun meiri því á 92. mínútu skoraði Guðmunda Brynja Óladótti sigurmark leiksins fyrir Selfoss. Thelma Björk Einarsdóttir gaf fyrirgjöf úr aukaspyrnu inn á teig Valskvenna og var Guðmunda mætt fyrst og náði að stanga inn boltann. Allt ætlaði um koll að keyra í stúkunni en aftur voru Valskonur svekktar með að ekkert hafi verið dæmt en það var ekki að sjá að þær hefðu haft eitthvað til síns máls. Selfyssingar fara því í Laugardalinn og mæta þar Stjörnunni og eiga þar harma að hefna en þær töpuðu einmitt fyrir sama liði í fyrra í úrslitaleiknum.Ólafur Tryggvi Brynjarsson: Datt með Selfossi í dag með hjálp dómaranna „Þetta eru mestu vonbrigði sem ég hef upplifað á ævi minni“, sagði þjálfari Valskvenna eftir tap fyrir Selfoss í undanúrslitum Borgunarbikarsins fyrr í dag. „Við vorum með gott Selfoss lið á móti okkur, dómarann á móti okkur og frábæra áhorfendur á móti okkur. Ég er mjög stoltur af mínu liði, því við vorum með allt á móti okkur. Það er nóg að hafa 11 á móti sér en við vorum með dómara sem gefur þeim mörk og aukaspyrnur út um allan völl. Í jöfnunarmarkinu sem við fáum á okkur þá er markvörðurinn okkar keyrð niður með olnboga og öllu, það voru tíu mínútur eftir og ekkert í spilunum að Selfoss væri að fara að skora. En svona er lífið, þetta datt með Selfossi í dag með hjálp dómaranna“, sagði Ólafur mjög svekktur. Hann var spurður hvort að hans mati væru þetta ósanngjörn úrslit: „Mjög, tökum samt ekkert af Selfossi og þessi leikur var mjög flottur. Við fengum samt færi og víti til að klára leikinn en það datt ekki með okkur.“ Valur og Selfoss eigast við í baráttu um þriðja og fjórða sæti deildarinnar og jafnvel hærra og var Ólafur spurður hvaða áhrif þessi úrslit hefðu á lið hans í deildarkeppninni. „Þetta gefur okkur byr undir báða vængi engin spurning. Ef þetta drepur mann ekki þá gerir það mann bara sterkan og við byggjum ofan á það og það var svoleiðis stappað á okkur í dag en við sýndum þvílíkan karakter í dag. En úrslitin í dag voru ótrúlega sár en gefur okkur byr undir báða vængi að halda allavega þriðja sætinu.“Guðmunda Brynja Óladóttir: Sýndum ótrúlegan karakter Hún var að vonum í skýjunum fyrirliði Selfyssinga þegar hún ræddi við blaðamenn eftir ótrúlega dramatískan leik í undanúrslitum Borgunarbikarsins fyrr í dag. „Ég er orðlaus. Þetta var ótrúlega erfiður leikur og var það dálítið erfitt að lenda 2-0 undir í fyrri hálfleik en við sýndum ótrúlegan karakter í að koma til baka og uppskárum eftir því. Þetta eru skemmtilegustu leikirnir. Þetta var leikur markvarðanna, það voru varðar vítaspyrnur og að öðrum ólöstuðum þá eru þær menn leiksins.“ „Við vorum andlausar í fyrri hálfleik og það var erfitt að fá á sig mark í fyrri hálfleik og klúðra vítaspyrnu og það útskýrir afhverju við vorum svona lélegar í fyrri hálfleik. Við unnum samt vel úr því og komum sterkt til baka í seinni hálfleik.“ Guðmunda var einnig spurð út í áhrifin sem svona leikir hafa á deildarkeppnina. „Þetta ætti að hafa gífurlega góð áhrif á okkur þó að bikar og deild séu ekki það sama þá ætti þessi leikur að gefa okkur sjálfstraust. Nú erum við búnar að vinna Val tvisvar í sumar og þá er gott að vera með það í farteskinu í seinni leiknum í sumar.“ Guðmunda var að lokum spurð út í úrslitaleikinn sem verður á móti Stjörnunni. „Við eigum náttúrulega harma að hefna, við erum reynslunni ríkari og hlakkar til að spila við Stjörnuna. Þetta verður bara gaman.“ Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Sjá meira
Það verða Selfyssingar sem leika til úrslita í Borgunarbikarkeppni kvenna árið 2015 eftir að hafa unnið Valskonur á Jáverk vellinum á Selfossi í dag 3-2. Sigurmarkið kom á lokasekúndum leiksins og var mjög dramatískt. Þær mæta Stjörnukonum í úrslitaleiknum þann 29. ágúst næstkomandi á Laugardalsvellinum í Reykjavík. Það var skiljanlega mikil spenna í leikmönnum beggja liða og voru gæði fótboltans eftir því á fyrstu mínútum leiksins. Það dró til tíðinda á 12. mínútu leiksins en þá fengu heimakonur í Selfoss víti þegar brotið var á Guðmundu Brynju Óladóttur. Guðmunda steig sjálf á punktinn en Þórdís María Aikman gerði sér lítið fyrir og varði vítaspyrnuna. Þórdís var þó ekki lengi í paradís því að dómarinn mat það svo að leikmaður hafði farið inn í teig áður en spyrnan var framkvæmd og því þurfti að endurtaka spyrnuna. Skipt var um leikmann en Donna Kay Henry fékk það hlutverk að framkvæma spyrnuna en Þórdís valdi aftur rétt horn og varði vítið einni frá Henry. Staðan því enn 0-0. Það virtist vera að vítaklúður Selfyssinga hafi setið í þeim því Valskonur tóku völdin eftir vítaspyrnunar þar sem þær voru mun beittari á meðan Selfosskonur áttu í stökustu vandræðum með að byggja upp sóknir. Valskonur tóku forystuna á 17. mínútu og var það að verki Elín Metta Jensen sem skoraði mark eftir að boltinn hafði verið skallaður inn í markteig eftir hornspyrnu. Elín var vel staðsett og náði að breyta stefnu boltans þannig að markvörður heimakvenna kom engum vörnum við. Rúmum 12 mínútum síðar voru Valskonur komnar tveimur mörkum yfir. Þar á ferðinni var Lilja Dögg Valþórsdóttir og aftur var skorað eftir fast leikatriði þar sem boltanum var spyrnt að markteignum og Lilja fékk nóg pláss til að athafna sig og skalla boltann yfir markvörð Selfyssinga. Valskonur fengu mörg færi til að komast þremur mörkum yfir en Chante Sandiford sá til þess að forskot Vals var ekki nema tvö mörk. Talað er um að allar stundir séu góðar til að skora mark en rétt fyrir hálfleik hlýtar að teljast með betri tímum til að skora mark eins og Selfyssingar náðu a gera. Thelma Björk Einarsdóttir fékk boltann vinstra meginn við vítateig Vals og þetta virtist vera sending inn í teig en boltinn sveif fallega yfir Þórdísi í marki Vals og söng í hliðarnetinu. Þetta gerðist á 44. mínútu og skömmu síðar flautaði dómarinn til hálfleiks. Selfyssingar voru mun meira með boltann í síðari hálfleik en Valskonur spiluðu varnarleik sinn af mikilli festu þannig að Selfyssingar náðu ekki að skapa sér nógu góð marktækifæri. Valskonur komust þó líka í sín færi og hefðu getað á mörgum augnablikum klárað leikinn en Sandiford markvörður Selfyssinga hélt sínum konum á lífi trekk í trekk. Þar á meðal fengu Vaslkonur vítaspyrnu sem Sandiford varði og þar með voru komnar þrjár vítaspyrnur sem fóru forgörðum í leiknum. Selfyssingar uppskáru síðan jöfnunarmark eftir að hafa verið betri heilt yfir í seinni hálfleik á 79. mínútu. Þar var að verki Dagný Brynjardóttir en boltinn var sendur inn að markteig og náði markvörður Vals ekki að klófesta boltann sem datt fyrir Dagnýju sem þakkaði pent fyrir sig og renndi boltanum í autt markið. Valskonur töldu að brotið hefði verið á markverði sínum en dómarinn var ekki á sama máli. Á þessum tímapunkti héldu allir að leikurinn væri á leið í framlengingu og þótti það nóg af dramatík en hún átti eftir að verða mun meiri því á 92. mínútu skoraði Guðmunda Brynja Óladótti sigurmark leiksins fyrir Selfoss. Thelma Björk Einarsdóttir gaf fyrirgjöf úr aukaspyrnu inn á teig Valskvenna og var Guðmunda mætt fyrst og náði að stanga inn boltann. Allt ætlaði um koll að keyra í stúkunni en aftur voru Valskonur svekktar með að ekkert hafi verið dæmt en það var ekki að sjá að þær hefðu haft eitthvað til síns máls. Selfyssingar fara því í Laugardalinn og mæta þar Stjörnunni og eiga þar harma að hefna en þær töpuðu einmitt fyrir sama liði í fyrra í úrslitaleiknum.Ólafur Tryggvi Brynjarsson: Datt með Selfossi í dag með hjálp dómaranna „Þetta eru mestu vonbrigði sem ég hef upplifað á ævi minni“, sagði þjálfari Valskvenna eftir tap fyrir Selfoss í undanúrslitum Borgunarbikarsins fyrr í dag. „Við vorum með gott Selfoss lið á móti okkur, dómarann á móti okkur og frábæra áhorfendur á móti okkur. Ég er mjög stoltur af mínu liði, því við vorum með allt á móti okkur. Það er nóg að hafa 11 á móti sér en við vorum með dómara sem gefur þeim mörk og aukaspyrnur út um allan völl. Í jöfnunarmarkinu sem við fáum á okkur þá er markvörðurinn okkar keyrð niður með olnboga og öllu, það voru tíu mínútur eftir og ekkert í spilunum að Selfoss væri að fara að skora. En svona er lífið, þetta datt með Selfossi í dag með hjálp dómaranna“, sagði Ólafur mjög svekktur. Hann var spurður hvort að hans mati væru þetta ósanngjörn úrslit: „Mjög, tökum samt ekkert af Selfossi og þessi leikur var mjög flottur. Við fengum samt færi og víti til að klára leikinn en það datt ekki með okkur.“ Valur og Selfoss eigast við í baráttu um þriðja og fjórða sæti deildarinnar og jafnvel hærra og var Ólafur spurður hvaða áhrif þessi úrslit hefðu á lið hans í deildarkeppninni. „Þetta gefur okkur byr undir báða vængi engin spurning. Ef þetta drepur mann ekki þá gerir það mann bara sterkan og við byggjum ofan á það og það var svoleiðis stappað á okkur í dag en við sýndum þvílíkan karakter í dag. En úrslitin í dag voru ótrúlega sár en gefur okkur byr undir báða vængi að halda allavega þriðja sætinu.“Guðmunda Brynja Óladóttir: Sýndum ótrúlegan karakter Hún var að vonum í skýjunum fyrirliði Selfyssinga þegar hún ræddi við blaðamenn eftir ótrúlega dramatískan leik í undanúrslitum Borgunarbikarsins fyrr í dag. „Ég er orðlaus. Þetta var ótrúlega erfiður leikur og var það dálítið erfitt að lenda 2-0 undir í fyrri hálfleik en við sýndum ótrúlegan karakter í að koma til baka og uppskárum eftir því. Þetta eru skemmtilegustu leikirnir. Þetta var leikur markvarðanna, það voru varðar vítaspyrnur og að öðrum ólöstuðum þá eru þær menn leiksins.“ „Við vorum andlausar í fyrri hálfleik og það var erfitt að fá á sig mark í fyrri hálfleik og klúðra vítaspyrnu og það útskýrir afhverju við vorum svona lélegar í fyrri hálfleik. Við unnum samt vel úr því og komum sterkt til baka í seinni hálfleik.“ Guðmunda var einnig spurð út í áhrifin sem svona leikir hafa á deildarkeppnina. „Þetta ætti að hafa gífurlega góð áhrif á okkur þó að bikar og deild séu ekki það sama þá ætti þessi leikur að gefa okkur sjálfstraust. Nú erum við búnar að vinna Val tvisvar í sumar og þá er gott að vera með það í farteskinu í seinni leiknum í sumar.“ Guðmunda var að lokum spurð út í úrslitaleikinn sem verður á móti Stjörnunni. „Við eigum náttúrulega harma að hefna, við erum reynslunni ríkari og hlakkar til að spila við Stjörnuna. Þetta verður bara gaman.“
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Sjá meira