Þórður Rafn jafnaði vallarmetið | Signý leiðir í kvennaflokknum Kristinn Páll Teitsson á Garðavelli á Akranesi skrifar 25. júlí 2015 00:01 Þórður Rafn. Vísir/Daníel Þórður Rafn Gissurarson, kylfingur úr GR, leiðir eftir þrjá hringi á Íslandsmótinu í höggleik í karlaflokki eftir nánast óaðfinnanlegan hring í dag. Þá náði Signý Arnórsdóttir góðu forskoti í kvennaflokki en hún lék hringinn í dag á einu höggi yfir pari og er með tveggja högga forskot fyrir lokadaginn. Fyrir daginn voru Þórður og Ragnar Már Garðarsson jafnir á fjórum höggum undir pari en Axel Bóasson, ríkjandi Íslandsmeistari í holukeppni leiddi á fimm höggum undir pari. Fugl á fyrstu holu hjá Þórði gerði það að verkum að þeir voru jafnir strax í upphafi en Axel missti högg á þriðju holu og skyndilega var Þórður kominn með forystuna. Hann hélt áfram að sanka að sér fuglunum og nældi í tvo til viðbótar á fyrri níu holum vallarins en á sama tíma nældi Axel í annan fugl og Ragnar Már í fimm skolla og þrjá fugla. Gerði það að verkum að Þórður var með nokkuð gott forskot og skiptust hann og Axel fuglum á seinni níu holum vallarins. Þrátt fyrir flotta spilamennsku hjá Axeli á seinni níu holum vallarins var það Þórður sem stal senunni en hann lauk leik á sex höggum undir pari og jafnaði með því vallarmetið af hvítum teig sem Magnús Lárusson úr GJÓ setti árið 2006. Tekur Þórður því þriggja högga forskot inn í lokadaginn en Axel Bóasson er næstur á sjö höggum undir pari. Í kvennaflokki var Sunna Víðisdóttir með fjögurra högga forystu í upphafi dags en hún náði sér aldrei á strik í dag en hún lék átján holur dagsins á sjö höggum yfir pari. Það voru töluverðar sviptingar í kvennaflokkinum en Sunna hélt toppsætinu lengst af fram að sextándu holu þar sem skolli hennar gerði það að verkum að Signý náði forskotinu. Þ Signý fylgdi því eftir með fugli á sama tíma og Sunna fékk annan skolla og var munurinn skyndilega kominn upp í þrjú högg. Signý tapaði hinsvegar höggi á átjándu holu og náði Sunna að minnka muninn niður í tvö högg en ásamt Sunnu er ríkjandi Íslandsmeistarinn, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir einnig tveimur höggum á eftir Signýju. Hvorki Þórður né Signý hafa áður orðið Íslandsmeistarar og verður fróðlegt að sjá hvernig þeim tekst að standast pressuna. Á hælum Signýjar eru tveir Íslandsmeistarar en í tilfelli Þórðar er Íslandsmeistarinn í holukeppni handan við hornið, þremur höggum á eftir honum. Beina lýsingu blaðamanns frá vellinum má lesa hér fyrir neðan Efstu fimm í karlaflokki: Þórður Rafn Gissurarson (-10), Axel Bóasson (-7), Ólafur Björn Loftsson (-3), Haraldur Franklín Magnússon (-1), Andri Már Óskarsson(+1).Efstu fimm í kvennaflokki: Signý Arnórsdóttir (+4), Sunna Víðisdóttir (+6), Ólafía Þórunn Kristinsdóttir (+6), Valdís Þóra Jónsdóttir (+7), Guðrún Brá Björgvinsdóttir (+7).Bein lýsing: 17:45 Signý lýkur leik með skolla og hringnum á einu höggi yfir pari. Hún tekur því tveggja högga forskot fyrir lokadaginn á morgun. 17:35 Ótrúleg frammistaða hjá Þórði, hann setur niður langt pútt fyrir fugli á átjándu. Óaðfinnanleg frammistaða, jafnaði vallarmetið af hvítum teigum ásamt því að vera kominn tíu undir par sem er metið á Íslandsmótinu í höggleik. Þá hafa karlarnir lokið leik en síðasta hollið hjá konunum er að labba inn á átjánda teig rétt í þessu. 17:25 Óvissa hvort fyrsta högg Sunnu af teig á sautjándu hafi farið í skurðinn. Hún hefur ekki náð sér á strik hér í dag en hún er á sex höggum yfir pari. Signý er skyndilega komin í forystu á fjórum höggum yfir pari. 17:20 Axel nælir í fugl á sautjándu, annan fuglinn í röð. Axel reynir að saxa á forskot Þórðar sem setur einnig niður fugl. Þórður fimm höggum undir pari og alls níu höggum undir pari. Hann getur bætt vallarmetið af hvítum teigum ef hann nær holu í höggi en líklegra er að hann jafni það með fugli. 17:15 Valdís sem er að spila á heimavelli virðist einnig vera að ná að koma sér inn í lokaráshóp dagsins en hún er komin í þriðja sætið í kvennaflokkinum. 17:10 Ólafur Björn að spila sig inn í lokahollið á morgun en hann nær að bjarga pari úr sandgryfjunni á átjándu holu. Fær örlitla aðstoð en boltinn hans fór í annan bolta á flötinni. 17:10 Axel setur niður fugl á sextándu holu og saxar forskotið niður í tvö högg. Axel er á pari í dag en Þórður á enn eftir að tapa höggi í dag. 17:00 Virðast nokkrir punktar hafa dottið út en Þórður heldur þriggja högga forskoti. Sunna fékk skramba á síðustu holu og er komin á fjögur högg yfir pari og er jöfn Signýju Arnórsdóttur. 16:24 Axel nær að bjarga parinu en á sömu holu missir Þórður af góðu tækifæri til þess að bæta forskot sitt. Hann púttaði fyrir erni rétt fyrir utan grínið en þrípúttar og fær par. 16:15 Tinna Jóhannsdóttir að leika gífurlega vel í dag. Vippar boltanum beint í holuna og bjargar pari en hún er á fjórum höggum undir pari í dag. 16:12 Axel leysir þetta vel, hittir boltann vel og stillir upp fyrir innáhöggið. Hann slær því þriðja höggið um það bil 150 metrum frá flötinni en hann getur enn bjargað pari á þessari par 5 holu. 16:10 Axel Bóasson, Íslandsmeistari í holukeppni er í vandræðum en hann setti boltann í mýri á þrettándu holu. Hann virðist ætla að slá og skiptir um föt í tilefni þess en hann má ekki við því að tapa höggi hér. 16:05 Landsliðsþjálfarinn hefur lokið leik. Úlfar lýkur leik og er nítján höggum yfir pari eftir þrjá hringi en hann lék fyrstu holuna á fimm höggum yfir pari og þá síðustu á fjórum höggum yfir pari. 15:55 Þórður að leika nánast óaðfinnanlegt golf. Nælir í enn einn fuglinn á elleftu holu og svaraði fuglinum sem Axel fékk á þeirri tíundu. 15:40 Töluverðar sviptingar í kvennaflokki. Á sama tíma og Valdís tapar höggi nær Signý Arnórsdóttir fugli og deilir efsta sæti með Sunnu. 15:40 Valdís bjargar skolla með glæsilegu pútti. Valdís fer yfir flötina í öðru höggi og á afar erfitt þriðja högg. Neyðist hún til að reyna tvisvar að vippa inná og seinna höggið rúllar langt frá holunni en hún setur niður langt par og tapar aðeins einu höggi. 15:30 Þórður Rafn nælir í par á sama tíma og keppinautarnir tapa höggum. Ragnar og Axel fá báðir skolla á níundu og skyndilega er Þórður með þriggja högga forskot á Axel. 15:20 Ólafur Björn að pútta vel. Setur niður langt pútt fyrir fugli á níundu holu og setur niður annað gott pútt á tíundu. Fjórum höggum á eftir Þórði eins og staðan er. 15:10 Axel stálheppinn, högg hans stöðvast í þykku grasi rétt áður en hann fer út fyrir vallarmörkin en hann hefði þurft að endurtaka teighöggið sem sitt þriðja högg hefði boltinn farið örlítið lengra. 15:05 Þórður Rafn fer vel af stað, nær í annan fugl á sjöundu holu og er skyndilega kominn með tveggja högga forskot. Hann er alls sjö höggjum undir pari og gæti mótsmetið verið í hættu sem er tíu höggum undir pari. Íslandsmeistararnir Haraldur Franklín og Ólafur Björn eru að sækja á, báðir eru komnir tveimur höggum undir pari. 14:55 Ragnar Már er ýmist heitur eða kaldur. Hann er með þrjá fugla, tvo skolla og eitt par eftir sjö holur. Þórður er eins og staðan er efstur á sex höggum undir pari. 14:50 Vandræði Sunnu halda áfram. Sunna tapar höggi á sjöundu og skyndilega er hún jöfn Valdísi Þóru í efsta sæti, tveimur höggum yfir pari. Sunna er á þremur höggum yfir pari í dag eftir að hafa nælt í fugl á fyrstu holu. 14:40 Íslandsmeistarinn að færa sig upp töfluna. Ólafía Þórunn nær öðrum fugli dagsins og er þremur höggum undir pari eftir sjö holur, tveimur höggum á eftir Sunnu. 14:30 Berglind Björnsdóttir úr GR fer vel af stað en hún er á tveimur höggum undir pari eftir fimm holur. Hún er búin að saxa forskot Sunnu niður í tvö högg. 14:20 Axel sem hóf daginn með eins höggs forskot er skyndilega kominn einu höggi á eftir Þórði og Ragnari. Ragnar nælir í fugl á fjórðu og fimmtu holu eftir að hafa fengið skolla á þeirri þriðju. 14:10 Þórður Rafn fer vel af stað, nær í annan fugl á fjórðu holu og er skyndilega kominn með forystuna. Góð byrjun hjá Þórði sem hefur átt í erfiðleikum með fyrstu holur vallarins hingað til. 14:00 Sunna Víðisdóttir með sveiflukenndar fyrstu holur. Nær fugli á fyrstu holu en fær tvöfaldan skolla á annarri holu og skolla á þriðju. Forskot hennar er skyndilega komið í aðeins eitt högg. 13:50 Sviptingar á þriðju holu! Axel Bóasson fær skolla á þriðju holu eftir að hafa verið á pari en á sama tíma fær Þórður fugl. Þeir eru jafnir á toppnum en Ragnar tapaði einnig höggi á sömu holu og er höggi á eftir forystusauðunum. 13:40 Landsliðsþjálfarinn sjálfur, Úlfar Jónsson, ákvað að taka þátt í ár í fyrsta sinn í nokkur ár og komst hann í gegnum niðurskurðinn. Fyrsta holan reyndist honum erfið í dag en hann lék hana á fimm höggum yfir pari en hann var sex yfir pari í upphafi dags. Hann hefur nælt í einn fugl og tvo skolla síðan þá en hann er hálfnaður með hring dagsins. 13:30 Ólafur Björn Loftsson, GKG, fór vel af stað og nældi í fugl á fyrstu holu en fylgdi því eftir með skolla á annarri. Hann er því enn fjórum höggum á eftir Axeli sem paraði fyrstu holuna. 13:20 Þá er lokahollið farið af stað. Valdís Þóra, Signý Arnórs og Sunna Víðsdóttir voru síðastar af teig í dag. 13:10 Allir þrír kylfingarnir ákváðu að velja að slá með járni af teig og stilltu þeir allir boltanum vel upp um það bil 100 metrum frá gríninu. 13:00 Efstu menn að fara út í karlaflokki: Þá eru síðustu kylfingarnir að fara af stað. Hjá körlunum eru Axel, Ragnar Már og Þórður síðastir á teig og hefja leik eftir örfáar mínútur. Síðustu tvö hollin hjá konunum bíða á meðan eftir að geta hafið leik. 12:45 Góðan dag og velkomin með Vísi á Garðavöll á Akranesi þar sem þriðji keppnisdagur Íslandsmótsins í höggleik er hafinn. Efstu kylfingarnir í karlaflokki voru að fara af stað og má búast við flottu golfi og mikilli spennu í allan dag. Uppfærið lýsinguna reglulega með því að endurhlaða síðuna eða ýta á F5-takkann á lyklaborðinu.Tweets by @Golfsamband Golf Mest lesið „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Sport Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Þórður Rafn Gissurarson, kylfingur úr GR, leiðir eftir þrjá hringi á Íslandsmótinu í höggleik í karlaflokki eftir nánast óaðfinnanlegan hring í dag. Þá náði Signý Arnórsdóttir góðu forskoti í kvennaflokki en hún lék hringinn í dag á einu höggi yfir pari og er með tveggja högga forskot fyrir lokadaginn. Fyrir daginn voru Þórður og Ragnar Már Garðarsson jafnir á fjórum höggum undir pari en Axel Bóasson, ríkjandi Íslandsmeistari í holukeppni leiddi á fimm höggum undir pari. Fugl á fyrstu holu hjá Þórði gerði það að verkum að þeir voru jafnir strax í upphafi en Axel missti högg á þriðju holu og skyndilega var Þórður kominn með forystuna. Hann hélt áfram að sanka að sér fuglunum og nældi í tvo til viðbótar á fyrri níu holum vallarins en á sama tíma nældi Axel í annan fugl og Ragnar Már í fimm skolla og þrjá fugla. Gerði það að verkum að Þórður var með nokkuð gott forskot og skiptust hann og Axel fuglum á seinni níu holum vallarins. Þrátt fyrir flotta spilamennsku hjá Axeli á seinni níu holum vallarins var það Þórður sem stal senunni en hann lauk leik á sex höggum undir pari og jafnaði með því vallarmetið af hvítum teig sem Magnús Lárusson úr GJÓ setti árið 2006. Tekur Þórður því þriggja högga forskot inn í lokadaginn en Axel Bóasson er næstur á sjö höggum undir pari. Í kvennaflokki var Sunna Víðisdóttir með fjögurra högga forystu í upphafi dags en hún náði sér aldrei á strik í dag en hún lék átján holur dagsins á sjö höggum yfir pari. Það voru töluverðar sviptingar í kvennaflokkinum en Sunna hélt toppsætinu lengst af fram að sextándu holu þar sem skolli hennar gerði það að verkum að Signý náði forskotinu. Þ Signý fylgdi því eftir með fugli á sama tíma og Sunna fékk annan skolla og var munurinn skyndilega kominn upp í þrjú högg. Signý tapaði hinsvegar höggi á átjándu holu og náði Sunna að minnka muninn niður í tvö högg en ásamt Sunnu er ríkjandi Íslandsmeistarinn, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir einnig tveimur höggum á eftir Signýju. Hvorki Þórður né Signý hafa áður orðið Íslandsmeistarar og verður fróðlegt að sjá hvernig þeim tekst að standast pressuna. Á hælum Signýjar eru tveir Íslandsmeistarar en í tilfelli Þórðar er Íslandsmeistarinn í holukeppni handan við hornið, þremur höggum á eftir honum. Beina lýsingu blaðamanns frá vellinum má lesa hér fyrir neðan Efstu fimm í karlaflokki: Þórður Rafn Gissurarson (-10), Axel Bóasson (-7), Ólafur Björn Loftsson (-3), Haraldur Franklín Magnússon (-1), Andri Már Óskarsson(+1).Efstu fimm í kvennaflokki: Signý Arnórsdóttir (+4), Sunna Víðisdóttir (+6), Ólafía Þórunn Kristinsdóttir (+6), Valdís Þóra Jónsdóttir (+7), Guðrún Brá Björgvinsdóttir (+7).Bein lýsing: 17:45 Signý lýkur leik með skolla og hringnum á einu höggi yfir pari. Hún tekur því tveggja högga forskot fyrir lokadaginn á morgun. 17:35 Ótrúleg frammistaða hjá Þórði, hann setur niður langt pútt fyrir fugli á átjándu. Óaðfinnanleg frammistaða, jafnaði vallarmetið af hvítum teigum ásamt því að vera kominn tíu undir par sem er metið á Íslandsmótinu í höggleik. Þá hafa karlarnir lokið leik en síðasta hollið hjá konunum er að labba inn á átjánda teig rétt í þessu. 17:25 Óvissa hvort fyrsta högg Sunnu af teig á sautjándu hafi farið í skurðinn. Hún hefur ekki náð sér á strik hér í dag en hún er á sex höggum yfir pari. Signý er skyndilega komin í forystu á fjórum höggum yfir pari. 17:20 Axel nælir í fugl á sautjándu, annan fuglinn í röð. Axel reynir að saxa á forskot Þórðar sem setur einnig niður fugl. Þórður fimm höggum undir pari og alls níu höggum undir pari. Hann getur bætt vallarmetið af hvítum teigum ef hann nær holu í höggi en líklegra er að hann jafni það með fugli. 17:15 Valdís sem er að spila á heimavelli virðist einnig vera að ná að koma sér inn í lokaráshóp dagsins en hún er komin í þriðja sætið í kvennaflokkinum. 17:10 Ólafur Björn að spila sig inn í lokahollið á morgun en hann nær að bjarga pari úr sandgryfjunni á átjándu holu. Fær örlitla aðstoð en boltinn hans fór í annan bolta á flötinni. 17:10 Axel setur niður fugl á sextándu holu og saxar forskotið niður í tvö högg. Axel er á pari í dag en Þórður á enn eftir að tapa höggi í dag. 17:00 Virðast nokkrir punktar hafa dottið út en Þórður heldur þriggja högga forskoti. Sunna fékk skramba á síðustu holu og er komin á fjögur högg yfir pari og er jöfn Signýju Arnórsdóttur. 16:24 Axel nær að bjarga parinu en á sömu holu missir Þórður af góðu tækifæri til þess að bæta forskot sitt. Hann púttaði fyrir erni rétt fyrir utan grínið en þrípúttar og fær par. 16:15 Tinna Jóhannsdóttir að leika gífurlega vel í dag. Vippar boltanum beint í holuna og bjargar pari en hún er á fjórum höggum undir pari í dag. 16:12 Axel leysir þetta vel, hittir boltann vel og stillir upp fyrir innáhöggið. Hann slær því þriðja höggið um það bil 150 metrum frá flötinni en hann getur enn bjargað pari á þessari par 5 holu. 16:10 Axel Bóasson, Íslandsmeistari í holukeppni er í vandræðum en hann setti boltann í mýri á þrettándu holu. Hann virðist ætla að slá og skiptir um föt í tilefni þess en hann má ekki við því að tapa höggi hér. 16:05 Landsliðsþjálfarinn hefur lokið leik. Úlfar lýkur leik og er nítján höggum yfir pari eftir þrjá hringi en hann lék fyrstu holuna á fimm höggum yfir pari og þá síðustu á fjórum höggum yfir pari. 15:55 Þórður að leika nánast óaðfinnanlegt golf. Nælir í enn einn fuglinn á elleftu holu og svaraði fuglinum sem Axel fékk á þeirri tíundu. 15:40 Töluverðar sviptingar í kvennaflokki. Á sama tíma og Valdís tapar höggi nær Signý Arnórsdóttir fugli og deilir efsta sæti með Sunnu. 15:40 Valdís bjargar skolla með glæsilegu pútti. Valdís fer yfir flötina í öðru höggi og á afar erfitt þriðja högg. Neyðist hún til að reyna tvisvar að vippa inná og seinna höggið rúllar langt frá holunni en hún setur niður langt par og tapar aðeins einu höggi. 15:30 Þórður Rafn nælir í par á sama tíma og keppinautarnir tapa höggum. Ragnar og Axel fá báðir skolla á níundu og skyndilega er Þórður með þriggja högga forskot á Axel. 15:20 Ólafur Björn að pútta vel. Setur niður langt pútt fyrir fugli á níundu holu og setur niður annað gott pútt á tíundu. Fjórum höggum á eftir Þórði eins og staðan er. 15:10 Axel stálheppinn, högg hans stöðvast í þykku grasi rétt áður en hann fer út fyrir vallarmörkin en hann hefði þurft að endurtaka teighöggið sem sitt þriðja högg hefði boltinn farið örlítið lengra. 15:05 Þórður Rafn fer vel af stað, nær í annan fugl á sjöundu holu og er skyndilega kominn með tveggja högga forskot. Hann er alls sjö höggjum undir pari og gæti mótsmetið verið í hættu sem er tíu höggum undir pari. Íslandsmeistararnir Haraldur Franklín og Ólafur Björn eru að sækja á, báðir eru komnir tveimur höggum undir pari. 14:55 Ragnar Már er ýmist heitur eða kaldur. Hann er með þrjá fugla, tvo skolla og eitt par eftir sjö holur. Þórður er eins og staðan er efstur á sex höggum undir pari. 14:50 Vandræði Sunnu halda áfram. Sunna tapar höggi á sjöundu og skyndilega er hún jöfn Valdísi Þóru í efsta sæti, tveimur höggum yfir pari. Sunna er á þremur höggum yfir pari í dag eftir að hafa nælt í fugl á fyrstu holu. 14:40 Íslandsmeistarinn að færa sig upp töfluna. Ólafía Þórunn nær öðrum fugli dagsins og er þremur höggum undir pari eftir sjö holur, tveimur höggum á eftir Sunnu. 14:30 Berglind Björnsdóttir úr GR fer vel af stað en hún er á tveimur höggum undir pari eftir fimm holur. Hún er búin að saxa forskot Sunnu niður í tvö högg. 14:20 Axel sem hóf daginn með eins höggs forskot er skyndilega kominn einu höggi á eftir Þórði og Ragnari. Ragnar nælir í fugl á fjórðu og fimmtu holu eftir að hafa fengið skolla á þeirri þriðju. 14:10 Þórður Rafn fer vel af stað, nær í annan fugl á fjórðu holu og er skyndilega kominn með forystuna. Góð byrjun hjá Þórði sem hefur átt í erfiðleikum með fyrstu holur vallarins hingað til. 14:00 Sunna Víðisdóttir með sveiflukenndar fyrstu holur. Nær fugli á fyrstu holu en fær tvöfaldan skolla á annarri holu og skolla á þriðju. Forskot hennar er skyndilega komið í aðeins eitt högg. 13:50 Sviptingar á þriðju holu! Axel Bóasson fær skolla á þriðju holu eftir að hafa verið á pari en á sama tíma fær Þórður fugl. Þeir eru jafnir á toppnum en Ragnar tapaði einnig höggi á sömu holu og er höggi á eftir forystusauðunum. 13:40 Landsliðsþjálfarinn sjálfur, Úlfar Jónsson, ákvað að taka þátt í ár í fyrsta sinn í nokkur ár og komst hann í gegnum niðurskurðinn. Fyrsta holan reyndist honum erfið í dag en hann lék hana á fimm höggum yfir pari en hann var sex yfir pari í upphafi dags. Hann hefur nælt í einn fugl og tvo skolla síðan þá en hann er hálfnaður með hring dagsins. 13:30 Ólafur Björn Loftsson, GKG, fór vel af stað og nældi í fugl á fyrstu holu en fylgdi því eftir með skolla á annarri. Hann er því enn fjórum höggum á eftir Axeli sem paraði fyrstu holuna. 13:20 Þá er lokahollið farið af stað. Valdís Þóra, Signý Arnórs og Sunna Víðsdóttir voru síðastar af teig í dag. 13:10 Allir þrír kylfingarnir ákváðu að velja að slá með járni af teig og stilltu þeir allir boltanum vel upp um það bil 100 metrum frá gríninu. 13:00 Efstu menn að fara út í karlaflokki: Þá eru síðustu kylfingarnir að fara af stað. Hjá körlunum eru Axel, Ragnar Már og Þórður síðastir á teig og hefja leik eftir örfáar mínútur. Síðustu tvö hollin hjá konunum bíða á meðan eftir að geta hafið leik. 12:45 Góðan dag og velkomin með Vísi á Garðavöll á Akranesi þar sem þriðji keppnisdagur Íslandsmótsins í höggleik er hafinn. Efstu kylfingarnir í karlaflokki voru að fara af stað og má búast við flottu golfi og mikilli spennu í allan dag. Uppfærið lýsinguna reglulega með því að endurhlaða síðuna eða ýta á F5-takkann á lyklaborðinu.Tweets by @Golfsamband
Golf Mest lesið „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Sport Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira