Rosenborg er með sjö stiga forskot á toppi norsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu eftir 2-1 sigur á botnliði Sandefjord í dag.
Tobias P. Mikkelsen kom Rosenborg yfir strax á fimmtu mínútu og fimm mínútum síðar tvöfaldaði fyrrum FH-ingurinn Alexander Söderlund við öðru marki.
Það stefndi allt í stórsigur Rosenborgar, en staðan var 2-0 í hálfleik, Rosenborg í vil. Heimamenn í Sandefjord minnkuðu svo muninn með marki frá Paal Alexander Kirkevold á 62. mínútu.
Nær komust þeir ekki og lokatölur 2-1 sigur Rosenborgar sem er með sjö stiga forskot á toppi deildarinnar, en Sandefjord er á botninum með níu stig.
Hólmar Örn Eyjólfsson spilaði allan leikinn í vörn Rosenborg, en Matthías Vilhjálmsson, sem gekk í raðir Rosenborg í morgun, horfði á leikinn úr stúkunni. Hann vonast til að verða með Rosenborg í næsta leik.
Rosenborg með sjö stiga forskot
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið

„Við erum búnir að brenna skipin“
Íslenski boltinn


„Við bara brotnum“
Körfubolti

„Þetta er fyrir utan teig“
Íslenski boltinn

„Eru greinilega lið sem eru betri en við“
Körfubolti

Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust
Íslenski boltinn

„Mínir menn geta borið höfuðið hátt“
Íslenski boltinn

„Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“
Körfubolti


Daði leggur skóna á hilluna
Íslenski boltinn