Bein útsending: Stendur Íslendingur uppi sem sigurvegari á heimsleikunum í CrossFit? Anton Ingi Leifsson skrifar 26. júlí 2015 21:33 Hvað gera Íslendingarnir? Heimsleikunum í CrossFit lýkur í nótt, en nú rétt í þessu hófst síðasta greinin í einstaklingskeppninni. Útsendingin er að sjálfsögðu í beinni á Vísi. Síðasta greinin ber nafnið Pedal to the Metal 1 og Pedal to the Metal 2. Þar þurfa íslensku keppendurnir að ná hagstæðum úrslitum til þess að ná á verðlaunapall. Fyrir síðustu greinina í kvennaflokki er Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir í efsta sætinu með 653 stig og Katrín Tanja Davíðsdóttir er í öðru sæti með 636 stig. Þuríður Erla Helgadóttir er í 31. sæti. Í karlaflokki er Björgvin Karl Guðmundsson í fjórða sæti með 614 stig, en hann er 133 stigum á eftir Ben Smith sem er á toppnum. Ben og Mathew Fraser hafa nokkuð afgerandi forystu. Hægt er að fylgjast með beinu útsendingunni hér að neðan.00.57: KATRÍN TANJA ENDAR UPPI SEM HEIMSMEISTARI Á LEIKUNUM! Meira um málið hér.00.33: Jæja! Nú fara stelpurnar að byrja. Maðurinn er orðinn vel gíraður fyrir þessu og ég held og veit að stelpurnar eru það einnig. Ragnheiður er efst fyrir lokaumferðirnar og Katrín Tanja er í öðru sæti!00.20: BJÖRGVIN TÓK BRONSIÐ! Þvílíkur maður! Sýndi óborganlegan styrk og hirti brons. Frábærlega gert hjá pilti. Lestu meira um málið hér.00.04: Björgvin Karl lenti í sjöunda sæti í fyrri PTTM-inu, en hann er í fjórða sætinu samtals á stigum. Vonandi nær hann að skjótast upp í þriðja sætið í seinna PTTM-inu!23.57: Björgvin Karl er að gera sig klárann. Það eru nokkrar sekúndur þangað til hann fer í gegnum brautina. Koma svoooo!23.50: Virðist vera einhver smá bið þessa stundina. Útsendingin er í það minnsta ekki í gangi eins og er. Vonandi fer þetta að byrja hvað og hverju - spennan óbærilega en ég sakna samt gaursins á novaisland Snapchattinu!23.35: Það eru nokkrar mínútur, ég endurtek, nokkrar mínútur þangað til Ragnheiður Sara og Katrín Tanja geysast út í brautina og svo Björgvin! Þvílík spenna. Sjónvarpsglugginn með beinni útsendingu er neðst í greininni. Sendum góða strauma!23.27: Nú er enginn Íslendingur í brautinni og tek því ég við hrósum á meðan fyrir frábæra textalýsingu á nafninu Anton Ingi Leifsson á Facebook eða @antonleifs á Twitter. Syngiði með! Það styttist samt í hina keppendurna svo ekki vera skrifa rosa löng bréf.23.20: Þuríður Erla endaði í áttunda sæti í PTTM 2 og fékk 68 stig í síðari umferðinni. Hún er sem stendur í 28. sæti.23.11: Þuríður fékk 72 stig í fyrri PTTM umferðinni og er í 28. sætinu. Seinni umferðin er að fara í gang.23.04: Þuríður Erla er núna að undirbúa sig fyrir að fara í gegnum brautina! Koma svo Þuríður - við stöndum með þér!22.59: Samkvæmt frændanum sem sér um novaisland Snapchatið þá fer Björgvin fyrst í gegnum brautina og svo taka þær Ragnheiður Sara og Katrín Tanja við. Hann er þarna úti að fylgjast með þeim og er duglegur að senda "snöp". Toppmaður!22.43: Nei, heyrðu! Þeir ætla að bíða með efsta riðilinn hjá körlunum og fara víst beint yfir í stelpurnar núna. Athyglisvert fyrirkomulag, en hvað getum við verið að rífa kjaft? Skemmtun alla leið! Mér sýnist engin af okkar stelpum vera í fyrsta hollinu.22.25: Fyrir þá sem hafa ekki verið vel með á nótunum er Annie Mist hætt keppni. Hún fékk hitaslag í fyrstu keppnisgrein mótsins sem fór fram á föstudag.22.16: Fyrstu ráshóparnir eru farnir út í karlaflokki, en Björgvin Karl Guðmundsson er væntanlegur út á allra næstu mínútum. Íþróttir Tengdar fréttir Annie Mist hætti keppni Náði sér ekki á strik eftir að hafa orðið fyrir hitaslagi í fyrstu grein. 26. júlí 2015 19:43 Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Sjá meira
Heimsleikunum í CrossFit lýkur í nótt, en nú rétt í þessu hófst síðasta greinin í einstaklingskeppninni. Útsendingin er að sjálfsögðu í beinni á Vísi. Síðasta greinin ber nafnið Pedal to the Metal 1 og Pedal to the Metal 2. Þar þurfa íslensku keppendurnir að ná hagstæðum úrslitum til þess að ná á verðlaunapall. Fyrir síðustu greinina í kvennaflokki er Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir í efsta sætinu með 653 stig og Katrín Tanja Davíðsdóttir er í öðru sæti með 636 stig. Þuríður Erla Helgadóttir er í 31. sæti. Í karlaflokki er Björgvin Karl Guðmundsson í fjórða sæti með 614 stig, en hann er 133 stigum á eftir Ben Smith sem er á toppnum. Ben og Mathew Fraser hafa nokkuð afgerandi forystu. Hægt er að fylgjast með beinu útsendingunni hér að neðan.00.57: KATRÍN TANJA ENDAR UPPI SEM HEIMSMEISTARI Á LEIKUNUM! Meira um málið hér.00.33: Jæja! Nú fara stelpurnar að byrja. Maðurinn er orðinn vel gíraður fyrir þessu og ég held og veit að stelpurnar eru það einnig. Ragnheiður er efst fyrir lokaumferðirnar og Katrín Tanja er í öðru sæti!00.20: BJÖRGVIN TÓK BRONSIÐ! Þvílíkur maður! Sýndi óborganlegan styrk og hirti brons. Frábærlega gert hjá pilti. Lestu meira um málið hér.00.04: Björgvin Karl lenti í sjöunda sæti í fyrri PTTM-inu, en hann er í fjórða sætinu samtals á stigum. Vonandi nær hann að skjótast upp í þriðja sætið í seinna PTTM-inu!23.57: Björgvin Karl er að gera sig klárann. Það eru nokkrar sekúndur þangað til hann fer í gegnum brautina. Koma svoooo!23.50: Virðist vera einhver smá bið þessa stundina. Útsendingin er í það minnsta ekki í gangi eins og er. Vonandi fer þetta að byrja hvað og hverju - spennan óbærilega en ég sakna samt gaursins á novaisland Snapchattinu!23.35: Það eru nokkrar mínútur, ég endurtek, nokkrar mínútur þangað til Ragnheiður Sara og Katrín Tanja geysast út í brautina og svo Björgvin! Þvílík spenna. Sjónvarpsglugginn með beinni útsendingu er neðst í greininni. Sendum góða strauma!23.27: Nú er enginn Íslendingur í brautinni og tek því ég við hrósum á meðan fyrir frábæra textalýsingu á nafninu Anton Ingi Leifsson á Facebook eða @antonleifs á Twitter. Syngiði með! Það styttist samt í hina keppendurna svo ekki vera skrifa rosa löng bréf.23.20: Þuríður Erla endaði í áttunda sæti í PTTM 2 og fékk 68 stig í síðari umferðinni. Hún er sem stendur í 28. sæti.23.11: Þuríður fékk 72 stig í fyrri PTTM umferðinni og er í 28. sætinu. Seinni umferðin er að fara í gang.23.04: Þuríður Erla er núna að undirbúa sig fyrir að fara í gegnum brautina! Koma svo Þuríður - við stöndum með þér!22.59: Samkvæmt frændanum sem sér um novaisland Snapchatið þá fer Björgvin fyrst í gegnum brautina og svo taka þær Ragnheiður Sara og Katrín Tanja við. Hann er þarna úti að fylgjast með þeim og er duglegur að senda "snöp". Toppmaður!22.43: Nei, heyrðu! Þeir ætla að bíða með efsta riðilinn hjá körlunum og fara víst beint yfir í stelpurnar núna. Athyglisvert fyrirkomulag, en hvað getum við verið að rífa kjaft? Skemmtun alla leið! Mér sýnist engin af okkar stelpum vera í fyrsta hollinu.22.25: Fyrir þá sem hafa ekki verið vel með á nótunum er Annie Mist hætt keppni. Hún fékk hitaslag í fyrstu keppnisgrein mótsins sem fór fram á föstudag.22.16: Fyrstu ráshóparnir eru farnir út í karlaflokki, en Björgvin Karl Guðmundsson er væntanlegur út á allra næstu mínútum.
Íþróttir Tengdar fréttir Annie Mist hætti keppni Náði sér ekki á strik eftir að hafa orðið fyrir hitaslagi í fyrstu grein. 26. júlí 2015 19:43 Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Sjá meira
Annie Mist hætti keppni Náði sér ekki á strik eftir að hafa orðið fyrir hitaslagi í fyrstu grein. 26. júlí 2015 19:43