Infinity fær Benz vélar Finnur Thorlacius skrifar 27. júlí 2015 10:02 Infinity Q30 lúxusjepplingurinn. Það er ekki óþekkt að bílar fái vélar sem framleiddar eru af öðrum bílaframleiðendum, en sumir bílaframleiðendur eru einfaldlega betri í því að framleiða vélar en aðrir. Infinity, lúxusmerki japanska framleiðandans Nissan hefur einmitt gripið til þess ráðs að fá vélar frá Mercedes Benz í Q30 bíl sinn. Hann mun bjóðast með 1,6 og 2,0 lítra bensínvélum frá Benz, sem og 2,1 lítra dísilvél. Þessar vélar finnast einnig í A-Class bíl Mercedes Benz og á Infinity Q30 bíllinn fleira sameiginlegt með Mercedes Benz A-Class, en mestur hluti undirvagns bílsins er sá sami. Þessi Infinity Q30 bíll er nýr í bílalínu lúxusbílamerkisins og ætlað að uppfylla þarfir bílkaupenda sem kjósa lúxusjepplinga. Þetta samstarf Mercedes Benz og Nissan-Renault nú er þrettánda samstarfsverkefni fyrirtækjanna frá því það hófst árið 2010. Infinity hefur á undanförnum árum ekki tekist að hrifsa til sín mikinn markað fyrir lúxusbíla frá þýsku bílaframleiðendunum í Evrópu, en hefur þó tekist í ár að auka sölu sína um 56% í álfunni. Bak við það eru þó einungis 2.310 seldir bílar. Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Innlent Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Innlent
Það er ekki óþekkt að bílar fái vélar sem framleiddar eru af öðrum bílaframleiðendum, en sumir bílaframleiðendur eru einfaldlega betri í því að framleiða vélar en aðrir. Infinity, lúxusmerki japanska framleiðandans Nissan hefur einmitt gripið til þess ráðs að fá vélar frá Mercedes Benz í Q30 bíl sinn. Hann mun bjóðast með 1,6 og 2,0 lítra bensínvélum frá Benz, sem og 2,1 lítra dísilvél. Þessar vélar finnast einnig í A-Class bíl Mercedes Benz og á Infinity Q30 bíllinn fleira sameiginlegt með Mercedes Benz A-Class, en mestur hluti undirvagns bílsins er sá sami. Þessi Infinity Q30 bíll er nýr í bílalínu lúxusbílamerkisins og ætlað að uppfylla þarfir bílkaupenda sem kjósa lúxusjepplinga. Þetta samstarf Mercedes Benz og Nissan-Renault nú er þrettánda samstarfsverkefni fyrirtækjanna frá því það hófst árið 2010. Infinity hefur á undanförnum árum ekki tekist að hrifsa til sín mikinn markað fyrir lúxusbíla frá þýsku bílaframleiðendunum í Evrópu, en hefur þó tekist í ár að auka sölu sína um 56% í álfunni. Bak við það eru þó einungis 2.310 seldir bílar.
Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Innlent Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Innlent