Kanilbollur með Hnetu nizza, saltaðri karamellu og salthnetum Rikka skrifar 29. júlí 2015 15:00 visir/thelma Thelma Þorbergsdóttir heldur úti einstaklega girnilegu kökubloggi sem gengur undir nafninu Freistingar Thelmu. Hér gefur hún lesendum Matarvísis uppskrift af gómsætum kanilbollum. Kanilbollur með Hnetu nizza, saltaðri karamellu og salthnetum Ca 15 bollur 350 g hveiti 40 g sykur 1 tsk salt 1 tsk kanill 12 g ger 3 egg og 1 eggjarauða (eggjahvítan er notuð til að pensla bollurnar) 70 ml volgt vatn 150 g smjör við stofuhita Aðferð Hitið ofninn í 180 gráðu hita og setjið bökunarpappír á bökunarplötu. Setjið allt hráefnið í hrærivél og hnoðið með hnoðaranum í rúmar 20 mínútur á meðal hraða. Deigið ætti að vera orðið mjúkt og fínt. Setjið deigið í aðra skál, setjið plastfilmu yfir og látið lyfta sér í klukkustund. Hnoðið deigið örlítið í höndunum með smá hveiti. Myndið jafnstórar bollur úr deiginu, eins stórar og þið viljið og raðið á bökunarplötuna með jöfnu millibili. Einnig er gott að setja hverja bollu fyrir sig í möffinsform. Penslið toppinn á bollunum með eggjahvítunni og stráið yfir þær kanilsykri. Látið bollurnar lyfta sér í 15 mínútur til viðbótar áður en þið setjið þær inn í ofn. Bakið bollurnar í 10-15 mínútur eða þar til þær eru orðnar gullbrúnar að lit. Kælið bollurnar aðeins áður en þið setjið á þær. Skerið bollurnar í tvennt. Smyrjið neðri hluta bollunnar með Hnetu Nizza. Þeytið rjómann þar til hann stendur og setjið 1-2 msk af rjóma á milli. Setjið saltaða karamellu ofan á hverja bollu á samt grósöxuðum salthnetum. Söltuð karamella 100 g Pipp með karamellufyllingu 4 msk rjómi ½ tsk sjávarsalt Aðferð Bræðið Pipp með karamellufyllingu í potti yfir lágum hita ásamt 4 msk af rjóma og salti. Hrærið þar til súkkulaðið hefur náð að bráðna alveg. Kökur og tertur Uppskriftir Mest lesið Langskemmtilegast að vera alveg sama Tíska og hönnun „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Miley Cyrus trúlofuð Tónlist Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Fleiri fréttir Þakkargjörðarveisla að hætti Evu Laufeyjar Retinól-salat tekur yfir TikTok Mongólsk kjötsúpa Ása: „Þetta er bara alveg eins og íslensk kjötsúpa“ Mac n' cheese frá grunni „Foodporn í boði Adams“ Stökkir ostabitar í pistasíuhjúp Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Létt og ljúffengt eplasalat Tiramisu-brownie að hætti Höllu Sjá meira
Thelma Þorbergsdóttir heldur úti einstaklega girnilegu kökubloggi sem gengur undir nafninu Freistingar Thelmu. Hér gefur hún lesendum Matarvísis uppskrift af gómsætum kanilbollum. Kanilbollur með Hnetu nizza, saltaðri karamellu og salthnetum Ca 15 bollur 350 g hveiti 40 g sykur 1 tsk salt 1 tsk kanill 12 g ger 3 egg og 1 eggjarauða (eggjahvítan er notuð til að pensla bollurnar) 70 ml volgt vatn 150 g smjör við stofuhita Aðferð Hitið ofninn í 180 gráðu hita og setjið bökunarpappír á bökunarplötu. Setjið allt hráefnið í hrærivél og hnoðið með hnoðaranum í rúmar 20 mínútur á meðal hraða. Deigið ætti að vera orðið mjúkt og fínt. Setjið deigið í aðra skál, setjið plastfilmu yfir og látið lyfta sér í klukkustund. Hnoðið deigið örlítið í höndunum með smá hveiti. Myndið jafnstórar bollur úr deiginu, eins stórar og þið viljið og raðið á bökunarplötuna með jöfnu millibili. Einnig er gott að setja hverja bollu fyrir sig í möffinsform. Penslið toppinn á bollunum með eggjahvítunni og stráið yfir þær kanilsykri. Látið bollurnar lyfta sér í 15 mínútur til viðbótar áður en þið setjið þær inn í ofn. Bakið bollurnar í 10-15 mínútur eða þar til þær eru orðnar gullbrúnar að lit. Kælið bollurnar aðeins áður en þið setjið á þær. Skerið bollurnar í tvennt. Smyrjið neðri hluta bollunnar með Hnetu Nizza. Þeytið rjómann þar til hann stendur og setjið 1-2 msk af rjóma á milli. Setjið saltaða karamellu ofan á hverja bollu á samt grósöxuðum salthnetum. Söltuð karamella 100 g Pipp með karamellufyllingu 4 msk rjómi ½ tsk sjávarsalt Aðferð Bræðið Pipp með karamellufyllingu í potti yfir lágum hita ásamt 4 msk af rjóma og salti. Hrærið þar til súkkulaðið hefur náð að bráðna alveg.
Kökur og tertur Uppskriftir Mest lesið Langskemmtilegast að vera alveg sama Tíska og hönnun „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Miley Cyrus trúlofuð Tónlist Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Fleiri fréttir Þakkargjörðarveisla að hætti Evu Laufeyjar Retinól-salat tekur yfir TikTok Mongólsk kjötsúpa Ása: „Þetta er bara alveg eins og íslensk kjötsúpa“ Mac n' cheese frá grunni „Foodporn í boði Adams“ Stökkir ostabitar í pistasíuhjúp Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Létt og ljúffengt eplasalat Tiramisu-brownie að hætti Höllu Sjá meira