Ferðamenn rifu upp mikið af mosa á Þingvöllum til að einangra tjöld sín betur Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. júlí 2015 14:43 Ferðamennirnir skildu eftir sig mörg opin sár í mosanum þar sem þeir vildu einangra tjöld sín betur með gróðrinum. mynd/landverðir á þingvöllum Þrír erlendir ferðamenn sem tjölduðu við tjaldsvæðið í Vatnskoti á Þingvöllum um helgina rifu upp mikið magn af mosa á svæðinu til að einangra tjöld sín betur. Vatnskot er tjaldsvæði við Þingvallavatn og er innan þjóðgarðsins. Landverðir í þjóðgarðinum tóku eftir mosabeði allt í kringum tjöldin og fóru því og ræddu við ferðamennina. Skömmu síðar komu í ljós mörg opin sár í mosahulu skammt frá. Einar Á. E. Sæmundsen, fræðslufulltrúi þjóðgarðsins, segir það mjög óalgengt að slíkar skemmdir séu unnar á gróðri á Þingvöllum. „Við höfum aldrei séð neitt svona áður og þess vegna vakti þetta athygli landvarðanna. Þeir fóru og ræddu mjög ákveðið við mennina sem voru alveg miður sín yfir þessu en þeir höfðu talið að þetta væri í góðu lagi,“ segir Einar í samtali við Vísi og bætir við að þeir hafi vonandi lært sína lexíu. Mjög langan tíma tekur fyrir mosa að jafna sig þegar hann hefur einu sinni verið rifinn upp en eftir að ferðamennirnir fóru eyddu landverðir drjúgri stund í að hylja sum sárin og tókst það að einhverju leyti. Á Facebook-síðu þjóðgarðsins kemur fram að málið hafi verið tilkynnt til lögreglu og segir Einar að þjóðgarðurinn sé í raun að skoða með lögreglu hvaða viðurlög séu við því að vinna gróðurskemmdir, sektir eða eitthvað slíkt.Nokkrir tjaldgestir sem gistu í Vatnskoti um helgina unnu skemmdir á gróðri og mosa þegar þeir rifu upp mikið magn af...Posted by Þjóðgarðurinn á Þingvöllum / Thingvellir National Park on Tuesday, 28 July 2015 Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Fleiri fréttir Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Sjá meira
Þrír erlendir ferðamenn sem tjölduðu við tjaldsvæðið í Vatnskoti á Þingvöllum um helgina rifu upp mikið magn af mosa á svæðinu til að einangra tjöld sín betur. Vatnskot er tjaldsvæði við Þingvallavatn og er innan þjóðgarðsins. Landverðir í þjóðgarðinum tóku eftir mosabeði allt í kringum tjöldin og fóru því og ræddu við ferðamennina. Skömmu síðar komu í ljós mörg opin sár í mosahulu skammt frá. Einar Á. E. Sæmundsen, fræðslufulltrúi þjóðgarðsins, segir það mjög óalgengt að slíkar skemmdir séu unnar á gróðri á Þingvöllum. „Við höfum aldrei séð neitt svona áður og þess vegna vakti þetta athygli landvarðanna. Þeir fóru og ræddu mjög ákveðið við mennina sem voru alveg miður sín yfir þessu en þeir höfðu talið að þetta væri í góðu lagi,“ segir Einar í samtali við Vísi og bætir við að þeir hafi vonandi lært sína lexíu. Mjög langan tíma tekur fyrir mosa að jafna sig þegar hann hefur einu sinni verið rifinn upp en eftir að ferðamennirnir fóru eyddu landverðir drjúgri stund í að hylja sum sárin og tókst það að einhverju leyti. Á Facebook-síðu þjóðgarðsins kemur fram að málið hafi verið tilkynnt til lögreglu og segir Einar að þjóðgarðurinn sé í raun að skoða með lögreglu hvaða viðurlög séu við því að vinna gróðurskemmdir, sektir eða eitthvað slíkt.Nokkrir tjaldgestir sem gistu í Vatnskoti um helgina unnu skemmdir á gróðri og mosa þegar þeir rifu upp mikið magn af...Posted by Þjóðgarðurinn á Þingvöllum / Thingvellir National Park on Tuesday, 28 July 2015
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Fleiri fréttir Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Sjá meira