Brestir í aðgerðaáætlun gegn mansali Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 29. júlí 2015 19:30 Í skýrslu bandaríska utanríkisráðuneytisins um aðgerðir einstakra ríkja heims gegn mansali sem kom út á mánudag eru gerðar alvarlega athugasemdir við framkvæmd aðgerðaráætlunar íslenskra stjórnvalda. Bæta þurfi eftirlit á vinnustöðum, þekkingu saksóknara og dómara á mansali og efla löggæslu. Í fréttum okkar í síðustu viku greindum við frá því að mansalsteymi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu væri að aðstoða lögregluna í Bolungarvík vegna mögulegs mansals er varðar tuttugu pólska starfsmenn í fiskvinnslu Jakobs Valgeirs. En í skýrslu bandaríska utanríkisráðuneytisins er mansal á Íslandi sagt fara fram í fiskvinnslu, veitingastöðum, byggingariðnaði og á nuddstofum.Í úttektum Fréttablaðsins á þessu ári hefur verið greint frá umfangi og tilvist mansals á Íslandi, fjárskorti og úrræðaleysi í málefnum þolenda. Þingflokksformaður Vinstri Grænna, Svandís Svavarsdóttir, segir efni skýrslunnar alvarlegt. „Þetta eru alvarlegar fréttir fyrir Ísland og vekur okkur til umhugsunar um það að svo virðist sem að hvorki stjórnvöld né almenningur hafi látið sig þennan þátt varða nægilega. Við virðumst ekki hafa horft í augu við það að þetta er íslenskur veruleiki því miður.“ Innanríkisráðherra verði að svara fyrir hvers vegna svo fá atriði áætlunar stjórnvalda hafi komið til framkvæmda en Svandís lagði fram fyrirspurn og spurði um framfylgd aðgerðaáætlunar gegn mansali fyrr í vetur. „Nú kemur fram staðfesting á því að mansalsáætlun var ekki sett fram í lausu lofti heldur af raunverulegri þörf. Það kemur líka fram í þessari skýrslu að spurningin var heldur ekki úr lausu lofti gripin að spyrja hversu vel áætluninni var fylgt eftir. Ég held að ráðherra þessa málaflokks þurfi að svara því áður en þingið kemur saman til hausts með hvaða hætti framkvæmdavaldið ætlar að taka á þessu með ábyrgum hætti.“ John Kerry minnir á að baráttan gegn mansali sé gríðarleg áskorun sem allir þurfi að taka þátt í. „Hvað ef mansalsfórnarlambið væri einhver sem við þekktum? Hvað ef það væri nágranni okkar, eða verra eins og í martröð, sonur eða dóttir eða einhver nákominn?“ Mansal í Vík Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira
Í skýrslu bandaríska utanríkisráðuneytisins um aðgerðir einstakra ríkja heims gegn mansali sem kom út á mánudag eru gerðar alvarlega athugasemdir við framkvæmd aðgerðaráætlunar íslenskra stjórnvalda. Bæta þurfi eftirlit á vinnustöðum, þekkingu saksóknara og dómara á mansali og efla löggæslu. Í fréttum okkar í síðustu viku greindum við frá því að mansalsteymi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu væri að aðstoða lögregluna í Bolungarvík vegna mögulegs mansals er varðar tuttugu pólska starfsmenn í fiskvinnslu Jakobs Valgeirs. En í skýrslu bandaríska utanríkisráðuneytisins er mansal á Íslandi sagt fara fram í fiskvinnslu, veitingastöðum, byggingariðnaði og á nuddstofum.Í úttektum Fréttablaðsins á þessu ári hefur verið greint frá umfangi og tilvist mansals á Íslandi, fjárskorti og úrræðaleysi í málefnum þolenda. Þingflokksformaður Vinstri Grænna, Svandís Svavarsdóttir, segir efni skýrslunnar alvarlegt. „Þetta eru alvarlegar fréttir fyrir Ísland og vekur okkur til umhugsunar um það að svo virðist sem að hvorki stjórnvöld né almenningur hafi látið sig þennan þátt varða nægilega. Við virðumst ekki hafa horft í augu við það að þetta er íslenskur veruleiki því miður.“ Innanríkisráðherra verði að svara fyrir hvers vegna svo fá atriði áætlunar stjórnvalda hafi komið til framkvæmda en Svandís lagði fram fyrirspurn og spurði um framfylgd aðgerðaáætlunar gegn mansali fyrr í vetur. „Nú kemur fram staðfesting á því að mansalsáætlun var ekki sett fram í lausu lofti heldur af raunverulegri þörf. Það kemur líka fram í þessari skýrslu að spurningin var heldur ekki úr lausu lofti gripin að spyrja hversu vel áætluninni var fylgt eftir. Ég held að ráðherra þessa málaflokks þurfi að svara því áður en þingið kemur saman til hausts með hvaða hætti framkvæmdavaldið ætlar að taka á þessu með ábyrgum hætti.“ John Kerry minnir á að baráttan gegn mansali sé gríðarleg áskorun sem allir þurfi að taka þátt í. „Hvað ef mansalsfórnarlambið væri einhver sem við þekktum? Hvað ef það væri nágranni okkar, eða verra eins og í martröð, sonur eða dóttir eða einhver nákominn?“
Mansal í Vík Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira