Brestir í aðgerðaáætlun gegn mansali Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 29. júlí 2015 19:30 Í skýrslu bandaríska utanríkisráðuneytisins um aðgerðir einstakra ríkja heims gegn mansali sem kom út á mánudag eru gerðar alvarlega athugasemdir við framkvæmd aðgerðaráætlunar íslenskra stjórnvalda. Bæta þurfi eftirlit á vinnustöðum, þekkingu saksóknara og dómara á mansali og efla löggæslu. Í fréttum okkar í síðustu viku greindum við frá því að mansalsteymi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu væri að aðstoða lögregluna í Bolungarvík vegna mögulegs mansals er varðar tuttugu pólska starfsmenn í fiskvinnslu Jakobs Valgeirs. En í skýrslu bandaríska utanríkisráðuneytisins er mansal á Íslandi sagt fara fram í fiskvinnslu, veitingastöðum, byggingariðnaði og á nuddstofum.Í úttektum Fréttablaðsins á þessu ári hefur verið greint frá umfangi og tilvist mansals á Íslandi, fjárskorti og úrræðaleysi í málefnum þolenda. Þingflokksformaður Vinstri Grænna, Svandís Svavarsdóttir, segir efni skýrslunnar alvarlegt. „Þetta eru alvarlegar fréttir fyrir Ísland og vekur okkur til umhugsunar um það að svo virðist sem að hvorki stjórnvöld né almenningur hafi látið sig þennan þátt varða nægilega. Við virðumst ekki hafa horft í augu við það að þetta er íslenskur veruleiki því miður.“ Innanríkisráðherra verði að svara fyrir hvers vegna svo fá atriði áætlunar stjórnvalda hafi komið til framkvæmda en Svandís lagði fram fyrirspurn og spurði um framfylgd aðgerðaáætlunar gegn mansali fyrr í vetur. „Nú kemur fram staðfesting á því að mansalsáætlun var ekki sett fram í lausu lofti heldur af raunverulegri þörf. Það kemur líka fram í þessari skýrslu að spurningin var heldur ekki úr lausu lofti gripin að spyrja hversu vel áætluninni var fylgt eftir. Ég held að ráðherra þessa málaflokks þurfi að svara því áður en þingið kemur saman til hausts með hvaða hætti framkvæmdavaldið ætlar að taka á þessu með ábyrgum hætti.“ John Kerry minnir á að baráttan gegn mansali sé gríðarleg áskorun sem allir þurfi að taka þátt í. „Hvað ef mansalsfórnarlambið væri einhver sem við þekktum? Hvað ef það væri nágranni okkar, eða verra eins og í martröð, sonur eða dóttir eða einhver nákominn?“ Mansal í Vík Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Fleiri fréttir „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira
Í skýrslu bandaríska utanríkisráðuneytisins um aðgerðir einstakra ríkja heims gegn mansali sem kom út á mánudag eru gerðar alvarlega athugasemdir við framkvæmd aðgerðaráætlunar íslenskra stjórnvalda. Bæta þurfi eftirlit á vinnustöðum, þekkingu saksóknara og dómara á mansali og efla löggæslu. Í fréttum okkar í síðustu viku greindum við frá því að mansalsteymi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu væri að aðstoða lögregluna í Bolungarvík vegna mögulegs mansals er varðar tuttugu pólska starfsmenn í fiskvinnslu Jakobs Valgeirs. En í skýrslu bandaríska utanríkisráðuneytisins er mansal á Íslandi sagt fara fram í fiskvinnslu, veitingastöðum, byggingariðnaði og á nuddstofum.Í úttektum Fréttablaðsins á þessu ári hefur verið greint frá umfangi og tilvist mansals á Íslandi, fjárskorti og úrræðaleysi í málefnum þolenda. Þingflokksformaður Vinstri Grænna, Svandís Svavarsdóttir, segir efni skýrslunnar alvarlegt. „Þetta eru alvarlegar fréttir fyrir Ísland og vekur okkur til umhugsunar um það að svo virðist sem að hvorki stjórnvöld né almenningur hafi látið sig þennan þátt varða nægilega. Við virðumst ekki hafa horft í augu við það að þetta er íslenskur veruleiki því miður.“ Innanríkisráðherra verði að svara fyrir hvers vegna svo fá atriði áætlunar stjórnvalda hafi komið til framkvæmda en Svandís lagði fram fyrirspurn og spurði um framfylgd aðgerðaáætlunar gegn mansali fyrr í vetur. „Nú kemur fram staðfesting á því að mansalsáætlun var ekki sett fram í lausu lofti heldur af raunverulegri þörf. Það kemur líka fram í þessari skýrslu að spurningin var heldur ekki úr lausu lofti gripin að spyrja hversu vel áætluninni var fylgt eftir. Ég held að ráðherra þessa málaflokks þurfi að svara því áður en þingið kemur saman til hausts með hvaða hætti framkvæmdavaldið ætlar að taka á þessu með ábyrgum hætti.“ John Kerry minnir á að baráttan gegn mansali sé gríðarleg áskorun sem allir þurfi að taka þátt í. „Hvað ef mansalsfórnarlambið væri einhver sem við þekktum? Hvað ef það væri nágranni okkar, eða verra eins og í martröð, sonur eða dóttir eða einhver nákominn?“
Mansal í Vík Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Fleiri fréttir „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira