Brestir í aðgerðaáætlun gegn mansali Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 29. júlí 2015 19:30 Í skýrslu bandaríska utanríkisráðuneytisins um aðgerðir einstakra ríkja heims gegn mansali sem kom út á mánudag eru gerðar alvarlega athugasemdir við framkvæmd aðgerðaráætlunar íslenskra stjórnvalda. Bæta þurfi eftirlit á vinnustöðum, þekkingu saksóknara og dómara á mansali og efla löggæslu. Í fréttum okkar í síðustu viku greindum við frá því að mansalsteymi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu væri að aðstoða lögregluna í Bolungarvík vegna mögulegs mansals er varðar tuttugu pólska starfsmenn í fiskvinnslu Jakobs Valgeirs. En í skýrslu bandaríska utanríkisráðuneytisins er mansal á Íslandi sagt fara fram í fiskvinnslu, veitingastöðum, byggingariðnaði og á nuddstofum.Í úttektum Fréttablaðsins á þessu ári hefur verið greint frá umfangi og tilvist mansals á Íslandi, fjárskorti og úrræðaleysi í málefnum þolenda. Þingflokksformaður Vinstri Grænna, Svandís Svavarsdóttir, segir efni skýrslunnar alvarlegt. „Þetta eru alvarlegar fréttir fyrir Ísland og vekur okkur til umhugsunar um það að svo virðist sem að hvorki stjórnvöld né almenningur hafi látið sig þennan þátt varða nægilega. Við virðumst ekki hafa horft í augu við það að þetta er íslenskur veruleiki því miður.“ Innanríkisráðherra verði að svara fyrir hvers vegna svo fá atriði áætlunar stjórnvalda hafi komið til framkvæmda en Svandís lagði fram fyrirspurn og spurði um framfylgd aðgerðaáætlunar gegn mansali fyrr í vetur. „Nú kemur fram staðfesting á því að mansalsáætlun var ekki sett fram í lausu lofti heldur af raunverulegri þörf. Það kemur líka fram í þessari skýrslu að spurningin var heldur ekki úr lausu lofti gripin að spyrja hversu vel áætluninni var fylgt eftir. Ég held að ráðherra þessa málaflokks þurfi að svara því áður en þingið kemur saman til hausts með hvaða hætti framkvæmdavaldið ætlar að taka á þessu með ábyrgum hætti.“ John Kerry minnir á að baráttan gegn mansali sé gríðarleg áskorun sem allir þurfi að taka þátt í. „Hvað ef mansalsfórnarlambið væri einhver sem við þekktum? Hvað ef það væri nágranni okkar, eða verra eins og í martröð, sonur eða dóttir eða einhver nákominn?“ Mansal í Vík Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Innlent Fleiri fréttir Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Sjá meira
Í skýrslu bandaríska utanríkisráðuneytisins um aðgerðir einstakra ríkja heims gegn mansali sem kom út á mánudag eru gerðar alvarlega athugasemdir við framkvæmd aðgerðaráætlunar íslenskra stjórnvalda. Bæta þurfi eftirlit á vinnustöðum, þekkingu saksóknara og dómara á mansali og efla löggæslu. Í fréttum okkar í síðustu viku greindum við frá því að mansalsteymi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu væri að aðstoða lögregluna í Bolungarvík vegna mögulegs mansals er varðar tuttugu pólska starfsmenn í fiskvinnslu Jakobs Valgeirs. En í skýrslu bandaríska utanríkisráðuneytisins er mansal á Íslandi sagt fara fram í fiskvinnslu, veitingastöðum, byggingariðnaði og á nuddstofum.Í úttektum Fréttablaðsins á þessu ári hefur verið greint frá umfangi og tilvist mansals á Íslandi, fjárskorti og úrræðaleysi í málefnum þolenda. Þingflokksformaður Vinstri Grænna, Svandís Svavarsdóttir, segir efni skýrslunnar alvarlegt. „Þetta eru alvarlegar fréttir fyrir Ísland og vekur okkur til umhugsunar um það að svo virðist sem að hvorki stjórnvöld né almenningur hafi látið sig þennan þátt varða nægilega. Við virðumst ekki hafa horft í augu við það að þetta er íslenskur veruleiki því miður.“ Innanríkisráðherra verði að svara fyrir hvers vegna svo fá atriði áætlunar stjórnvalda hafi komið til framkvæmda en Svandís lagði fram fyrirspurn og spurði um framfylgd aðgerðaáætlunar gegn mansali fyrr í vetur. „Nú kemur fram staðfesting á því að mansalsáætlun var ekki sett fram í lausu lofti heldur af raunverulegri þörf. Það kemur líka fram í þessari skýrslu að spurningin var heldur ekki úr lausu lofti gripin að spyrja hversu vel áætluninni var fylgt eftir. Ég held að ráðherra þessa málaflokks þurfi að svara því áður en þingið kemur saman til hausts með hvaða hætti framkvæmdavaldið ætlar að taka á þessu með ábyrgum hætti.“ John Kerry minnir á að baráttan gegn mansali sé gríðarleg áskorun sem allir þurfi að taka þátt í. „Hvað ef mansalsfórnarlambið væri einhver sem við þekktum? Hvað ef það væri nágranni okkar, eða verra eins og í martröð, sonur eða dóttir eða einhver nákominn?“
Mansal í Vík Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Innlent Fleiri fréttir Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Sjá meira