Mikið mannvirki á lóð Tollhússins Linda Blöndal skrifar 29. júlí 2015 19:30 Mikið mannvirki hefur komið í ljós við uppgröft á lóð við Tollhúsið í Reykjavík í sumar. Sjötíu metra langur hafnargarður er þar vel varðveittur auk annarra minja frá nítjándu öld. Algerlega óvíst er hins vegar hvort eða hvernig garðurinn verður varðveittur. Heilmikið mannvirkiUppgröftur hófst í vor á tíu þúsund fermetra lóð við höfnina. Sjá má leifar íshúss, bólverks og stórs og mikils hafnargarðs sem er afar heillegur. Hann er úr stóru holtagrjóti sem flutt var með lestum úr Öskjuhlíðinni á fyrri hluta tuttugustu aldar. Allt eru þetta þekktar sögulega minjar, að sögn Ragnheiðar Traustadóttur, fornleifafræðings sem hefur stýrt uppgreftrinum sem er nýlokið. „Hér er hafnargarðurinn sem var gerður 1913 til 1917 og þetta er með stærri mannvirkjum sem ég hef grafið upp hér á svæðinu. Hann er 73 metrar að lengd og næstum fjórir metrar að hæð. Við erum komin alveg niður í botn að honum og þetta er heilmikið mannvirki“, sagði Ragnheiður í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hún segir það sem helst hafi komið á óvart hafi verið hve vel lagið undir garðinum hafi varðveist.Elstu minjar fránítjánduöldÍshús og svokallað bólverk er það elsta sem hefur fundist á staðnum eða frá nítjándu öld. „Íshúsið var byggt 1894 og stóð alveg til 1945, eða alla vega hluti af því. Þetta var frystihús og ísinn var sóttur í tjörnina. Þetta var svona frystihús þess tíma“, segir Ragnheiður. Óvíst um varðveisluMinjastofnun Íslands hefur úrskurðarvald um hvað verður um garðinn, útskýrir Ragnheiður og allt óvíst enn hvað verður um hann. En gert er ráð fyrir að sex hæða íbúða- og verslunarbygging rísi þarna auk bílakjallara á lóðinni. „Það er verið að vinna að hugmyndum hvernig megi varðveita garðinn eða alla vega hluta af honum. Þetta er flókin aðgerð vegna þess að hann liggur undir núverandi sjávarmáli þannig að það er kannski ekki hægt a varðveita hann í heild sinni“, segir Ragnheiður. FlöskurífelumÍ hafnargarðinum hefur leynst ýmislegt í gegnum tíðina og höfðu menn geymt brennivínsflöskur á milli stórra grjóthnullungunna, eitthvað sem sjá má í dag þegar vel er að gáð. Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent Fleiri fréttir Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Sjá meira
Mikið mannvirki hefur komið í ljós við uppgröft á lóð við Tollhúsið í Reykjavík í sumar. Sjötíu metra langur hafnargarður er þar vel varðveittur auk annarra minja frá nítjándu öld. Algerlega óvíst er hins vegar hvort eða hvernig garðurinn verður varðveittur. Heilmikið mannvirkiUppgröftur hófst í vor á tíu þúsund fermetra lóð við höfnina. Sjá má leifar íshúss, bólverks og stórs og mikils hafnargarðs sem er afar heillegur. Hann er úr stóru holtagrjóti sem flutt var með lestum úr Öskjuhlíðinni á fyrri hluta tuttugustu aldar. Allt eru þetta þekktar sögulega minjar, að sögn Ragnheiðar Traustadóttur, fornleifafræðings sem hefur stýrt uppgreftrinum sem er nýlokið. „Hér er hafnargarðurinn sem var gerður 1913 til 1917 og þetta er með stærri mannvirkjum sem ég hef grafið upp hér á svæðinu. Hann er 73 metrar að lengd og næstum fjórir metrar að hæð. Við erum komin alveg niður í botn að honum og þetta er heilmikið mannvirki“, sagði Ragnheiður í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hún segir það sem helst hafi komið á óvart hafi verið hve vel lagið undir garðinum hafi varðveist.Elstu minjar fránítjánduöldÍshús og svokallað bólverk er það elsta sem hefur fundist á staðnum eða frá nítjándu öld. „Íshúsið var byggt 1894 og stóð alveg til 1945, eða alla vega hluti af því. Þetta var frystihús og ísinn var sóttur í tjörnina. Þetta var svona frystihús þess tíma“, segir Ragnheiður. Óvíst um varðveisluMinjastofnun Íslands hefur úrskurðarvald um hvað verður um garðinn, útskýrir Ragnheiður og allt óvíst enn hvað verður um hann. En gert er ráð fyrir að sex hæða íbúða- og verslunarbygging rísi þarna auk bílakjallara á lóðinni. „Það er verið að vinna að hugmyndum hvernig megi varðveita garðinn eða alla vega hluta af honum. Þetta er flókin aðgerð vegna þess að hann liggur undir núverandi sjávarmáli þannig að það er kannski ekki hægt a varðveita hann í heild sinni“, segir Ragnheiður. FlöskurífelumÍ hafnargarðinum hefur leynst ýmislegt í gegnum tíðina og höfðu menn geymt brennivínsflöskur á milli stórra grjóthnullungunna, eitthvað sem sjá má í dag þegar vel er að gáð.
Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent Fleiri fréttir Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Sjá meira