Vann með Naomi Campbell fyrir D&G Ritstjórn skrifar 10. júlí 2015 09:45 Nýjasta Glamour er komið í allar helstu verslanir. Í fyrsta sinn prýðir íslensk fyrirsæta forsíðu Glamour en það er engin önnur en Telma Þormarsdóttir í gullfallegum myndaþætti eftir Silju Magg. Telma hefur ekki verið mikið í sviðsljósinu hérna heima en á að baki rúmlega tuttugu ára feril í fyrirsætuheiminum og er hvergi nærri því að ætla að snúa sér að öðru. Hún er ein farsælasta fyrirsæta Íslands og það er heiður fyrir Glamour að hafa hana á forsíðu júlí tölublaðsins, sem nú má finna í öllum helstu verslunum. Telma er búsett í New York en er þó með annan fótinn hérna heima. Á Íslandi má helst finna hana í fótboltastúkunni í Frostaskjólinu þar sem hún hvetur kærasta sinn, Óskar Örn Hauksson, áfram eða þar sem hún þeysir um Heiðmörkina á hestbaki sem er hennar helsta áhugamál. „Ég byrjaði í Mílanó og var heppin því ég fékk snemma auglýsingaherferð fyrir Emporio Armani sem opnaði fleiri dyr í kjölfarið. Næstu ár vann ég svo víðs vegar um heiminn en flutti til New York 19 ára gömul og hef búið þar síðan.“Herferð fyrir D&G með Jamie Bochert og Naomi Campbell.Telma hefur unnið við herferðir fyrir meðal annarra D&G, Versus, Topshop, H&M, Garnier, Nivea, Hugo Boss, Redken og L'Oreal. Hún hefur birst á síðum heimsþekktra tímarita á borð við Elle, Marie Claire, Glamour, The Face, ID, V-magazine, Nylon, Cosmopolitan, Jalouse og Vogue. Meira um Telmu í nýjasta tölublaði Glamour en smá forsmekk má sjá hér fyrir neðan. Forsíða Surface.Í tískuþætti fyrir þýska Glamour.CosmopolitanHerferð fyrir Topshop. Hér fyrir neðan má sjá smá brot úr myndaþætti Silju Magg af Telmu, þar sem íslensk náttúra og fegurð er í hávegum höfð. Sjón er sögu ríkari. Mynd/Silja MaggMynd/Silja MaggMynd/Silja MaggNýtt Glamour er komið í allar helstu verslanir - ekki gleyma að tryggja þér eintak!Komdu í hóp frábærra áskrifenda hér. Fylgstu með Glamour á Instagram og Facebook. Búmm Glamour Júlí er mætt! Við erum stoltar yfir því að hafa í fyrsta sinn íslenska fyrirsætu á forsíðunni Telma Þormarsdóttir photo by Silja Magg! #glamouriceland A photo posted by Glamour Iceland (@glamouriceland) on Jul 9, 2015 at 8:37am PDT Glamour Tíska Mest lesið Crocs skór á tískupallinn Glamour Puma með jákvæðar sölutölur eftir ráðningar á kröftugum talskonum Glamour "Að vera ennþá góður 14 árum seinna, það er sko hæfileiki“ Glamour Airwaves: Pelsar og skrautleg höfuðföt Glamour InstaGlamour: Bakvið tjöldin hjá Glamour Glamour Fimmta Vogue-forsíða Cara Delevnigne Glamour Kynning: Lærðu hrekkjavökuförðun hjá förðunarmeistara Game of Thrones Glamour Pottaklippingin það heitasta næsta sumar? Glamour Þessu máttu ekki missa af úr fatalínu Balmain fyrir H&M Glamour Drottningin á afmæli í dag Glamour
Í fyrsta sinn prýðir íslensk fyrirsæta forsíðu Glamour en það er engin önnur en Telma Þormarsdóttir í gullfallegum myndaþætti eftir Silju Magg. Telma hefur ekki verið mikið í sviðsljósinu hérna heima en á að baki rúmlega tuttugu ára feril í fyrirsætuheiminum og er hvergi nærri því að ætla að snúa sér að öðru. Hún er ein farsælasta fyrirsæta Íslands og það er heiður fyrir Glamour að hafa hana á forsíðu júlí tölublaðsins, sem nú má finna í öllum helstu verslunum. Telma er búsett í New York en er þó með annan fótinn hérna heima. Á Íslandi má helst finna hana í fótboltastúkunni í Frostaskjólinu þar sem hún hvetur kærasta sinn, Óskar Örn Hauksson, áfram eða þar sem hún þeysir um Heiðmörkina á hestbaki sem er hennar helsta áhugamál. „Ég byrjaði í Mílanó og var heppin því ég fékk snemma auglýsingaherferð fyrir Emporio Armani sem opnaði fleiri dyr í kjölfarið. Næstu ár vann ég svo víðs vegar um heiminn en flutti til New York 19 ára gömul og hef búið þar síðan.“Herferð fyrir D&G með Jamie Bochert og Naomi Campbell.Telma hefur unnið við herferðir fyrir meðal annarra D&G, Versus, Topshop, H&M, Garnier, Nivea, Hugo Boss, Redken og L'Oreal. Hún hefur birst á síðum heimsþekktra tímarita á borð við Elle, Marie Claire, Glamour, The Face, ID, V-magazine, Nylon, Cosmopolitan, Jalouse og Vogue. Meira um Telmu í nýjasta tölublaði Glamour en smá forsmekk má sjá hér fyrir neðan. Forsíða Surface.Í tískuþætti fyrir þýska Glamour.CosmopolitanHerferð fyrir Topshop. Hér fyrir neðan má sjá smá brot úr myndaþætti Silju Magg af Telmu, þar sem íslensk náttúra og fegurð er í hávegum höfð. Sjón er sögu ríkari. Mynd/Silja MaggMynd/Silja MaggMynd/Silja MaggNýtt Glamour er komið í allar helstu verslanir - ekki gleyma að tryggja þér eintak!Komdu í hóp frábærra áskrifenda hér. Fylgstu með Glamour á Instagram og Facebook. Búmm Glamour Júlí er mætt! Við erum stoltar yfir því að hafa í fyrsta sinn íslenska fyrirsætu á forsíðunni Telma Þormarsdóttir photo by Silja Magg! #glamouriceland A photo posted by Glamour Iceland (@glamouriceland) on Jul 9, 2015 at 8:37am PDT
Glamour Tíska Mest lesið Crocs skór á tískupallinn Glamour Puma með jákvæðar sölutölur eftir ráðningar á kröftugum talskonum Glamour "Að vera ennþá góður 14 árum seinna, það er sko hæfileiki“ Glamour Airwaves: Pelsar og skrautleg höfuðföt Glamour InstaGlamour: Bakvið tjöldin hjá Glamour Glamour Fimmta Vogue-forsíða Cara Delevnigne Glamour Kynning: Lærðu hrekkjavökuförðun hjá förðunarmeistara Game of Thrones Glamour Pottaklippingin það heitasta næsta sumar? Glamour Þessu máttu ekki missa af úr fatalínu Balmain fyrir H&M Glamour Drottningin á afmæli í dag Glamour