Tónlist

Syngur Ellie Goulding titillag Spectre?

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Ellie Goulding þykir líkleg til að syngja titillag næstu Bond-myndar.
Ellie Goulding þykir líkleg til að syngja titillag næstu Bond-myndar. vísir
Það er ávallt mikil spenna í kringum það hvaða tónlistarmaður fær það hlutverk að syngja þemalag Bond-myndanna. Nú telja ýmsir að breska söngkonan Ellie Goulding hafi landað verkefninu fyrir nýjustu myndina, Spectre.

Goulding tísti í gær orðunum "Live and let die" rétt áður en hún fór inn í stúdíó en Roger Moore fór með hlutverk Bond í myndinni Live and Let Die sem var frumsýnd árið 1973. Paul McCartney söng þá samnefnt lag.

Tónlistarmaðurinn, Sam Smith, sem er góður vinur Goulding hafði áður ýjað sterklega að því söngkonan myndi syngja titillag Spectre og þykir hún sjálf hafa ýtt enn frekar undir þá sögusagnir með umræddu tísti. 

Myndi Goulding þar með skjóta tónlistarmönnum á borð við Ed Sheeran, Paloma Faith og Adele ref fyrir rass, en Adele söng einmitt titillag seinustu myndar, Skyfall.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×