Níu mörk á tólf dögum hjá Berglindi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. júlí 2015 06:00 Berglind reynir að sleppa framhjá varnarmönnum ÍBV. vísir/stefán Það er óhætt að segja Berglind Björg Þorvaldsdóttir, framherji Fylkis í Pepsi-deild kvenna, hafi verið sjóðheit upp við mark andstæðinganna í síðustu leikjum. Fylkir hefur unnið fjóra síðustu leiki sína í deild og bikar og Berglind hefur skorað í þeim öllum. Hún byrjaði á því að gera þrennu í 4-0 sigri á Aftureldingu 29. júní og endurtók svo leikinn gegn Grindavík í 8-liða úrslitum Borgunarbikarsins þremur dögum seinna. Berglind skoraði svo eitt mark í 1-3 sigri Fylkis á KR í deildinni 7. júlí og þremur dögum síðar gerði hún tvö mörk í 0-4 sigri á Þrótti. Alls gera þetta níu mörk á aðeins tólf dögum. „Það er komið bullandi sjálfstraust í liðið og við erum að spila mjög vel saman. Það er að skila þessum mörkum,“ sagði Berglind aðspurð um markheppni sína í undanförnum leikjum. Eftir erfiða byrjun á tímabilinu hefur Fylkir rétt úr kútnum að undanförnu en Árbæjarliðið er komið upp í 6. sæti Pepsi-deildarinnar eftir þrjá sigra í röð og er auk þess komið í undanúrslit Borgunarbikarsins þar sem það mætir ríkjandi bikarmeisturum Stjörnunnar. En hversu langt getur Fylkisliðið farið í sumar? „Við tökum bara einn leik fyrir í einu. Það er stutt á milli liða í þessari deild. Við erum ekkert að fara að vinna deildina en við reynum að komast eins ofarlega og við getum,“ sagði Berglind sem skipti yfir í Fylki frá Breiðabliki fyrir tímabilið. Hún er ánægð með lífið í Árbænum og segist hafa þurft á nýrri áskorun að halda. „Þetta hefur verið mjög skemmtilegt. Það er mikil stemmning í Fylki og góður andi í hópnum,“ sagði Berglind sem spilaði aðeins sex deildarleiki með Breiðabliki í fyrra vegna meiðsla aftan í læri. Berglind missir af lokasprettinum á tímabilinu en í byrjun ágúst heldur hún til Bandaríkjanna þar sem hún stundar nám við Florida State háskólann. „Ég missi af sex deildarleikjum og bikarúrslitaleiknum ef við komumst í hann. Það væri mjög svekkjandi,“ sagði Berglind sem missti af bikarúrslitaleiknum fyrir tveimur árum þegar hún lék með Breiðabliki. Berglind, sem útskrifast í desember, hefur átt góðu gengi að fagna með fótboltaliði Florida State en hún varð háskólameistari með liðinu í fyrra ásamt Dagnýju Brynjarsdóttur sem var fyrirliði liðsins. Dagný er útskrifuð úr skólanum en Berglind fær annan íslenskan liðsfélaga í haust þegar Elín Metta Jenssen, framherji Vals, hefur nám við Florida State. „Það verður fínt að fá annan Íslending. Ég mun hjálpa henni eins og ég get. Það er ekkert grín að koma ein út í fyrsta skipti. Svo tekur tíma að venjast hitanum og rakanum þarna,“ sagði Berglind sem hefur leikið sjö A-landsleiki fyrir Ísland. Fylkiskonur geta unnið sinn fimmta sigur í kvöld þegar þær sækja Dagnýju og stöllur hennar í Selfossi heim. „Hann leggst rosalega vel í okkur,“ sagði Berglind um leikinn í kvöld. „Við erum komnar með mikið sjálfstraust og erum búnar að finna taktinn. Við unnum Selfoss í fyrsta leiknum og þekkjum vel til þeirra. Við þurfum að spila vel og vera harðar og þá eigum við góða möguleika.“ Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Dagný og Berglind meistarar vestanhafs Knattspyrnukonurnar Dagný Brynjarsdóttir og Berglind Björg Þorvaldsdóttir urðu í gær Atlantshafsmeistarar (ACC) með liði Florida State háskólans í Bandaríkjunum. 10. nóvember 2014 08:53 Berglind Björg með þrennu í öðrum leiknum í röð | Fylkir áfram í bikarnum Pepsi-deildarlið Fylkis varð í kvöld fyrsta liðið til að komast í undanúrslit Borgunarbikars kvenna eftir 4-0 sigur á 1. deildarliði Grindavíkur á Fylkisvellinum. 2. júlí 2015 21:13 Dagný og Berglind heim í sigurhátíðina í einkaflugvél Dagný Brynjarsdóttir og Berglind Björg Þorvaldsdóttir urðu í kvöld bandarískir háskólameistarar með Florida State háskólanum eftir 1-0 sigur á Virginia í úrslitaleiknum. 7. desember 2014 22:05 KR náði í stig á Selfossi og Berglind afgreiddi Aftureldingu | Úrslit kvöldsins Þrír leikir fóru fram í 7. umferð Pepsi-deildar kvenna í fótbolta í kvöld. Breiðablik og Fylkir unnu sína leiki og KR-konur náðu í stig á Selfossi. 29. júní 2015 21:17 Mest lesið Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Sjá meira
Það er óhætt að segja Berglind Björg Þorvaldsdóttir, framherji Fylkis í Pepsi-deild kvenna, hafi verið sjóðheit upp við mark andstæðinganna í síðustu leikjum. Fylkir hefur unnið fjóra síðustu leiki sína í deild og bikar og Berglind hefur skorað í þeim öllum. Hún byrjaði á því að gera þrennu í 4-0 sigri á Aftureldingu 29. júní og endurtók svo leikinn gegn Grindavík í 8-liða úrslitum Borgunarbikarsins þremur dögum seinna. Berglind skoraði svo eitt mark í 1-3 sigri Fylkis á KR í deildinni 7. júlí og þremur dögum síðar gerði hún tvö mörk í 0-4 sigri á Þrótti. Alls gera þetta níu mörk á aðeins tólf dögum. „Það er komið bullandi sjálfstraust í liðið og við erum að spila mjög vel saman. Það er að skila þessum mörkum,“ sagði Berglind aðspurð um markheppni sína í undanförnum leikjum. Eftir erfiða byrjun á tímabilinu hefur Fylkir rétt úr kútnum að undanförnu en Árbæjarliðið er komið upp í 6. sæti Pepsi-deildarinnar eftir þrjá sigra í röð og er auk þess komið í undanúrslit Borgunarbikarsins þar sem það mætir ríkjandi bikarmeisturum Stjörnunnar. En hversu langt getur Fylkisliðið farið í sumar? „Við tökum bara einn leik fyrir í einu. Það er stutt á milli liða í þessari deild. Við erum ekkert að fara að vinna deildina en við reynum að komast eins ofarlega og við getum,“ sagði Berglind sem skipti yfir í Fylki frá Breiðabliki fyrir tímabilið. Hún er ánægð með lífið í Árbænum og segist hafa þurft á nýrri áskorun að halda. „Þetta hefur verið mjög skemmtilegt. Það er mikil stemmning í Fylki og góður andi í hópnum,“ sagði Berglind sem spilaði aðeins sex deildarleiki með Breiðabliki í fyrra vegna meiðsla aftan í læri. Berglind missir af lokasprettinum á tímabilinu en í byrjun ágúst heldur hún til Bandaríkjanna þar sem hún stundar nám við Florida State háskólann. „Ég missi af sex deildarleikjum og bikarúrslitaleiknum ef við komumst í hann. Það væri mjög svekkjandi,“ sagði Berglind sem missti af bikarúrslitaleiknum fyrir tveimur árum þegar hún lék með Breiðabliki. Berglind, sem útskrifast í desember, hefur átt góðu gengi að fagna með fótboltaliði Florida State en hún varð háskólameistari með liðinu í fyrra ásamt Dagnýju Brynjarsdóttur sem var fyrirliði liðsins. Dagný er útskrifuð úr skólanum en Berglind fær annan íslenskan liðsfélaga í haust þegar Elín Metta Jenssen, framherji Vals, hefur nám við Florida State. „Það verður fínt að fá annan Íslending. Ég mun hjálpa henni eins og ég get. Það er ekkert grín að koma ein út í fyrsta skipti. Svo tekur tíma að venjast hitanum og rakanum þarna,“ sagði Berglind sem hefur leikið sjö A-landsleiki fyrir Ísland. Fylkiskonur geta unnið sinn fimmta sigur í kvöld þegar þær sækja Dagnýju og stöllur hennar í Selfossi heim. „Hann leggst rosalega vel í okkur,“ sagði Berglind um leikinn í kvöld. „Við erum komnar með mikið sjálfstraust og erum búnar að finna taktinn. Við unnum Selfoss í fyrsta leiknum og þekkjum vel til þeirra. Við þurfum að spila vel og vera harðar og þá eigum við góða möguleika.“
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Dagný og Berglind meistarar vestanhafs Knattspyrnukonurnar Dagný Brynjarsdóttir og Berglind Björg Þorvaldsdóttir urðu í gær Atlantshafsmeistarar (ACC) með liði Florida State háskólans í Bandaríkjunum. 10. nóvember 2014 08:53 Berglind Björg með þrennu í öðrum leiknum í röð | Fylkir áfram í bikarnum Pepsi-deildarlið Fylkis varð í kvöld fyrsta liðið til að komast í undanúrslit Borgunarbikars kvenna eftir 4-0 sigur á 1. deildarliði Grindavíkur á Fylkisvellinum. 2. júlí 2015 21:13 Dagný og Berglind heim í sigurhátíðina í einkaflugvél Dagný Brynjarsdóttir og Berglind Björg Þorvaldsdóttir urðu í kvöld bandarískir háskólameistarar með Florida State háskólanum eftir 1-0 sigur á Virginia í úrslitaleiknum. 7. desember 2014 22:05 KR náði í stig á Selfossi og Berglind afgreiddi Aftureldingu | Úrslit kvöldsins Þrír leikir fóru fram í 7. umferð Pepsi-deildar kvenna í fótbolta í kvöld. Breiðablik og Fylkir unnu sína leiki og KR-konur náðu í stig á Selfossi. 29. júní 2015 21:17 Mest lesið Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Sjá meira
Dagný og Berglind meistarar vestanhafs Knattspyrnukonurnar Dagný Brynjarsdóttir og Berglind Björg Þorvaldsdóttir urðu í gær Atlantshafsmeistarar (ACC) með liði Florida State háskólans í Bandaríkjunum. 10. nóvember 2014 08:53
Berglind Björg með þrennu í öðrum leiknum í röð | Fylkir áfram í bikarnum Pepsi-deildarlið Fylkis varð í kvöld fyrsta liðið til að komast í undanúrslit Borgunarbikars kvenna eftir 4-0 sigur á 1. deildarliði Grindavíkur á Fylkisvellinum. 2. júlí 2015 21:13
Dagný og Berglind heim í sigurhátíðina í einkaflugvél Dagný Brynjarsdóttir og Berglind Björg Þorvaldsdóttir urðu í kvöld bandarískir háskólameistarar með Florida State háskólanum eftir 1-0 sigur á Virginia í úrslitaleiknum. 7. desember 2014 22:05
KR náði í stig á Selfossi og Berglind afgreiddi Aftureldingu | Úrslit kvöldsins Þrír leikir fóru fram í 7. umferð Pepsi-deildar kvenna í fótbolta í kvöld. Breiðablik og Fylkir unnu sína leiki og KR-konur náðu í stig á Selfossi. 29. júní 2015 21:17