Vill fleiri ferðamenn um vetur: Hálf milljón heimsækja Vík í ár en rými til aukningar Bjarki Ármannsson skrifar 14. júlí 2015 10:48 Eiríkur Vilhelm Sigurðarson, forstöðumaður Kötluseturs, segist hafa orðið var við greinilega aukningu ferðamanna í Mýrdalnum í sumar. Myndir/Þórir Kjartansson Vík í Mýrdal heimsækja orðið yfir hálf milljón ferðamanna á ári hverju en þar á bæ telja menn sig þó enn geta tekið við fleirum. Eiríkur Vilhelm Sigurðarson, forstöðumaður Kötluseturs, segist hafa orðið var við greinilega aukningu ferðamanna í sumar. „Þrátt fyrir þessa aukningu búum við svo vel að geta að tekið á móti henni,“ segir Eiríkur. „Gistirýmum hefur verið að fjölga og getum við nú tekið á móti vel yfir þúsund manns í gistingu hverja nótt. Um leið og gistirýmið eykst einnig traffíkin á veitingastöðum og þeim fjölgar sem kaupa afþreyingu, þannig að við kvörtum ekki.“ Aðeins 489 manns bjuggu í Mýrdalshreppi öllum við upphaf síðasta árs. Þrátt fyrir það segir Eiríkur þennan mikla fjölda ferðamanna ekki of mikinn og telur að rými sé til frekari fjölgunar ferðamanna. Hann segir engin alvarleg vandamál hafa komið upp í sumar vegna ferðamannaflaumsins.Sjá einnig: Of fáir ferðamenn á Íslandi „Við verðum auðvitað að halda vel á spöðunum til þess að halda okkar vinsælustu ferðamannastöðum við svo þeir drabbist ekki niður, en ég tel að við stöndum okkur vel í því,“ segir hann. „Að dreifa álaginu er líka eitthvað sem við hugsum markvisst að, sem og að auka við afþreyingu sem ferðamenn geta stundað sjálfir án þess að greiða fyrir. Til dæmis með merkingu gönguleiða, en í Mýrdalnum eru sjö stikaðar gönguleiðir sem haldið er við.“ Eiríkur segir töluverðar sveiflur í starfsmannaþörf fyrirtækja á svæðinu milli sumars og veturs. Á sumrin þurfi fyrirtækin að leita út fyrir svæðið til þess að hafa nægilega marga í vinnu. „Ég vona sérstaklega að fleiri muni leggja leið sína til Víkur að vetri til,“ segir hann. „Það myndi gera ferðaþjónustuna að heilsársatvinnugrein. Nú þegar er orðinn mikill fjöldi heilsársstarfa í ferðaþjónustunni á svæðinu og er það virkilega jákvæð þróun.“ Mikil náttúrufegurð er á svæðinu og segir Eiríkur gott aðgengi að náttúruperlum á borð við Sólheimajökul, Dyrhólaey og Reynisfjöru helstu ástæðuna fyrir vinsældum Mýrdalsins meðal ferðamanna.Sjá einnig: Fífldjarfur ferðamaður í Reynisfjöru „Ekki þarf sérútbúna bíla, nema auðvitað til jöklaferða,“ bendir hann á. „Einnig er lundinn afskaplega vinsæll og ekki má gleyma því hve vel við erum búin af staðbundnum mat. Allir veitingastaðir svæðisins bjóða upp á staðbundinn mat ásamt öðru.“Vísir mun í sumar fjalla um ferðamennsku á Íslandi og taka púlsinn á helstu ferðamannastöðum. Allar ábendingar og fréttaskot er snerta ferðamennsku á Íslandi með einum eða öðrum hætti eru vel þegnar á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Fleiri fréttir Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Sjá meira
Vík í Mýrdal heimsækja orðið yfir hálf milljón ferðamanna á ári hverju en þar á bæ telja menn sig þó enn geta tekið við fleirum. Eiríkur Vilhelm Sigurðarson, forstöðumaður Kötluseturs, segist hafa orðið var við greinilega aukningu ferðamanna í sumar. „Þrátt fyrir þessa aukningu búum við svo vel að geta að tekið á móti henni,“ segir Eiríkur. „Gistirýmum hefur verið að fjölga og getum við nú tekið á móti vel yfir þúsund manns í gistingu hverja nótt. Um leið og gistirýmið eykst einnig traffíkin á veitingastöðum og þeim fjölgar sem kaupa afþreyingu, þannig að við kvörtum ekki.“ Aðeins 489 manns bjuggu í Mýrdalshreppi öllum við upphaf síðasta árs. Þrátt fyrir það segir Eiríkur þennan mikla fjölda ferðamanna ekki of mikinn og telur að rými sé til frekari fjölgunar ferðamanna. Hann segir engin alvarleg vandamál hafa komið upp í sumar vegna ferðamannaflaumsins.Sjá einnig: Of fáir ferðamenn á Íslandi „Við verðum auðvitað að halda vel á spöðunum til þess að halda okkar vinsælustu ferðamannastöðum við svo þeir drabbist ekki niður, en ég tel að við stöndum okkur vel í því,“ segir hann. „Að dreifa álaginu er líka eitthvað sem við hugsum markvisst að, sem og að auka við afþreyingu sem ferðamenn geta stundað sjálfir án þess að greiða fyrir. Til dæmis með merkingu gönguleiða, en í Mýrdalnum eru sjö stikaðar gönguleiðir sem haldið er við.“ Eiríkur segir töluverðar sveiflur í starfsmannaþörf fyrirtækja á svæðinu milli sumars og veturs. Á sumrin þurfi fyrirtækin að leita út fyrir svæðið til þess að hafa nægilega marga í vinnu. „Ég vona sérstaklega að fleiri muni leggja leið sína til Víkur að vetri til,“ segir hann. „Það myndi gera ferðaþjónustuna að heilsársatvinnugrein. Nú þegar er orðinn mikill fjöldi heilsársstarfa í ferðaþjónustunni á svæðinu og er það virkilega jákvæð þróun.“ Mikil náttúrufegurð er á svæðinu og segir Eiríkur gott aðgengi að náttúruperlum á borð við Sólheimajökul, Dyrhólaey og Reynisfjöru helstu ástæðuna fyrir vinsældum Mýrdalsins meðal ferðamanna.Sjá einnig: Fífldjarfur ferðamaður í Reynisfjöru „Ekki þarf sérútbúna bíla, nema auðvitað til jöklaferða,“ bendir hann á. „Einnig er lundinn afskaplega vinsæll og ekki má gleyma því hve vel við erum búin af staðbundnum mat. Allir veitingastaðir svæðisins bjóða upp á staðbundinn mat ásamt öðru.“Vísir mun í sumar fjalla um ferðamennsku á Íslandi og taka púlsinn á helstu ferðamannastöðum. Allar ábendingar og fréttaskot er snerta ferðamennsku á Íslandi með einum eða öðrum hætti eru vel þegnar á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Fleiri fréttir Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Sjá meira