Svona er spákortið fyrir sunnudaginn Birgir Olgeirsson skrifar 14. júlí 2015 15:00 Það verður ekki beint sumarlegt á sunnudag ef spáin rætist. Vísir/vedur.is Það er ekki sumarlegt um að litast inni á vefnum vedur.is. Þar birtir Veðurstofa Íslands spá sína fyrir vikuna og er ekki von á fallegu sumarveðri á norðanverðu landinu um komandi helgi. En hvað veldur svona kulda um hásumar hér á Íslandi? Norðanáttin sem verður ríkjandi næstu daga mun dæla köldu sjávarlofti að landinu en þeir landshlutar sem verða svona heppnir að njóta vinda af landi hverju sinni fá að njóta einhverskonar sumars næstu daga. Veðurfræðingurinn Trausti Jónsson segir á bloggsíðu sinni lægð yfir Labrador dæla hlýju lofti til norðurs í átt til Grænlands og styrkir þar með norðanáttina hér á landi. „Og yljar norðurgrænlendingum – og kannski þeim vestra líka. Það hlýja loft á aldrei að komast hingað heldur stuggar það aftur við enn kaldara lofti yfir Norðuríshafi,“ skrifar Trausti. Hann segir þetta hlýja loft sparka í lítinn, ljótan og snarpan kuldapoll en reiknimiðstöðvar séu ekki með á hreinu hvað hann geri í kjölfarið. „Óskandi er að við sleppum – ef hann kemur hingað kostar það marga daga af enn meiri kuldaleiðindum.“Veðurhorfur næstu daga samkvæmt vef Veðurstofu Íslands:Á morgun má búast við dálítilli vætu við norðanverða ströndina, annars skýjað með köflum og líkur á síðdegisskúrum. Hiti 10 til 16 stig en heldur svalar Norðanlands.Á fimmtudag verður norðanátt, 3 til 8 metrar á sekúndu. Skýjað en úrkomulítið fyrir norðan og austan, annars bjart með köflum en stöku skúrir síðdegis. Hiti 7 til 17 stig, hlýjast á SV- og V-landi.Á föstudag verður norðanátt, 3 – 8 metrar á sekúndu. Víða léttskýjað á Suðvestur- og Vesturlandi, hiti 12 til 18 stig. Skýjað og sum staðar smáskúrir á Norður- og Austurlandi, hiti 5 til 10 stig.Á laugardag verður norðanátt, 5 – 13 metrar á sekúndu. Bjartviðri sunnanlands, annars skýjað og rigning með köflum á Norður- og Austurlandi. Hiti 4 – 15 stig, hlýjast sunnan heiða.Á sunnudag og mánudag verður áframhaldandi norðanátt og rigning á norðan- og austanverðu landinu, annars úrkomulítið. Áfram svalt í veðri. Veður Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Erlent Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Innlent Fleiri fréttir Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Sjá meira
Það er ekki sumarlegt um að litast inni á vefnum vedur.is. Þar birtir Veðurstofa Íslands spá sína fyrir vikuna og er ekki von á fallegu sumarveðri á norðanverðu landinu um komandi helgi. En hvað veldur svona kulda um hásumar hér á Íslandi? Norðanáttin sem verður ríkjandi næstu daga mun dæla köldu sjávarlofti að landinu en þeir landshlutar sem verða svona heppnir að njóta vinda af landi hverju sinni fá að njóta einhverskonar sumars næstu daga. Veðurfræðingurinn Trausti Jónsson segir á bloggsíðu sinni lægð yfir Labrador dæla hlýju lofti til norðurs í átt til Grænlands og styrkir þar með norðanáttina hér á landi. „Og yljar norðurgrænlendingum – og kannski þeim vestra líka. Það hlýja loft á aldrei að komast hingað heldur stuggar það aftur við enn kaldara lofti yfir Norðuríshafi,“ skrifar Trausti. Hann segir þetta hlýja loft sparka í lítinn, ljótan og snarpan kuldapoll en reiknimiðstöðvar séu ekki með á hreinu hvað hann geri í kjölfarið. „Óskandi er að við sleppum – ef hann kemur hingað kostar það marga daga af enn meiri kuldaleiðindum.“Veðurhorfur næstu daga samkvæmt vef Veðurstofu Íslands:Á morgun má búast við dálítilli vætu við norðanverða ströndina, annars skýjað með köflum og líkur á síðdegisskúrum. Hiti 10 til 16 stig en heldur svalar Norðanlands.Á fimmtudag verður norðanátt, 3 til 8 metrar á sekúndu. Skýjað en úrkomulítið fyrir norðan og austan, annars bjart með köflum en stöku skúrir síðdegis. Hiti 7 til 17 stig, hlýjast á SV- og V-landi.Á föstudag verður norðanátt, 3 – 8 metrar á sekúndu. Víða léttskýjað á Suðvestur- og Vesturlandi, hiti 12 til 18 stig. Skýjað og sum staðar smáskúrir á Norður- og Austurlandi, hiti 5 til 10 stig.Á laugardag verður norðanátt, 5 – 13 metrar á sekúndu. Bjartviðri sunnanlands, annars skýjað og rigning með köflum á Norður- og Austurlandi. Hiti 4 – 15 stig, hlýjast sunnan heiða.Á sunnudag og mánudag verður áframhaldandi norðanátt og rigning á norðan- og austanverðu landinu, annars úrkomulítið. Áfram svalt í veðri.
Veður Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Erlent Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Innlent Fleiri fréttir Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Sjá meira