120 laxar á land í Norðurá í gær Karl Lúðvíksson skrifar 14. júlí 2015 18:36 Flottur lax úr Norðurá Mynd: www.nordura.is Sannkölluð mokveiði hefur verið í sumum ánum á vesturlandi síðustu daga og veiðitölurnar sem eru að berast eru ótrúlegar. Í Norðurá gekk stór ganga í gær og loksins virðist laxinn vera að spretta upp á fjall því samkvæmt laxateljaranum í Glanna gengu 269 laxar í gegnum hann á einum sólarhring. Til samanburðar var stærsti dagurinn í fyrra 79 laxar þann 25. júlí og á árinu 2013 200 laxar þann 10. júlí. Stærsta gangan sem hefur mælst var árið 2012 þegar það fara 337 upp á einum degi en það er 27. júlí. Fyrir þá sem vilja fylgjast með göngunum er linkur á teljarann hér. Svo mikið er af fiski í ánni að veiðmenn sem voru að veiða í Stekknum sögðu ána vera stíflaða af laxi og sömu sögu sögðu veiðimenn í Laugakvörn. Má segja að hann hafi verið í á í hverju kasti. Vætan virðist einnig hafa frískað laxinn sem fyrir var svo tökur voru gríðarlega góðar. Veiðmenn sem voru að koma í hús horfa því hýreygir til morgundagsins og glímunnar við þann silfraða. Mest lesið Ný vötn í Veiðikortinu Veiði Fer Jökla yfir 1000 laxa í sumar? Veiði Stórurriði sleit sig lausann við Elliðavatn í gærkvöldi Veiði Gengið með Langá og Haukadalsá Veiði 75 ára afmæli SVFR Veiði Húseyjakvísl gaf vel þrátt fyrir erfið skilyrði Veiði Eystri Rangá aflahæst laxveiðiánna Veiði Rjúpusnafsinn ómissandi hjá mörgum Veiði Eystri Rangá með flesta veidda laxa í vikunni Veiði Ellefu milljónir úr Veiðikortasjóði til rjúpnarannsókna Veiði
Sannkölluð mokveiði hefur verið í sumum ánum á vesturlandi síðustu daga og veiðitölurnar sem eru að berast eru ótrúlegar. Í Norðurá gekk stór ganga í gær og loksins virðist laxinn vera að spretta upp á fjall því samkvæmt laxateljaranum í Glanna gengu 269 laxar í gegnum hann á einum sólarhring. Til samanburðar var stærsti dagurinn í fyrra 79 laxar þann 25. júlí og á árinu 2013 200 laxar þann 10. júlí. Stærsta gangan sem hefur mælst var árið 2012 þegar það fara 337 upp á einum degi en það er 27. júlí. Fyrir þá sem vilja fylgjast með göngunum er linkur á teljarann hér. Svo mikið er af fiski í ánni að veiðmenn sem voru að veiða í Stekknum sögðu ána vera stíflaða af laxi og sömu sögu sögðu veiðimenn í Laugakvörn. Má segja að hann hafi verið í á í hverju kasti. Vætan virðist einnig hafa frískað laxinn sem fyrir var svo tökur voru gríðarlega góðar. Veiðmenn sem voru að koma í hús horfa því hýreygir til morgundagsins og glímunnar við þann silfraða.
Mest lesið Ný vötn í Veiðikortinu Veiði Fer Jökla yfir 1000 laxa í sumar? Veiði Stórurriði sleit sig lausann við Elliðavatn í gærkvöldi Veiði Gengið með Langá og Haukadalsá Veiði 75 ára afmæli SVFR Veiði Húseyjakvísl gaf vel þrátt fyrir erfið skilyrði Veiði Eystri Rangá aflahæst laxveiðiánna Veiði Rjúpusnafsinn ómissandi hjá mörgum Veiði Eystri Rangá með flesta veidda laxa í vikunni Veiði Ellefu milljónir úr Veiðikortasjóði til rjúpnarannsókna Veiði