BDSM-samtökunum meinuð þátttaka í gleðigöngunni í fyrra og verða ekki með í ár Birgir Olgeirsson skrifar 15. júlí 2015 15:12 Skiptar skoðanir eru um þátttöku BDSM-samtakanna í gleðigöngunni. Vísir/Stefán Karlsson BDSM-samtökin munu ekki taka þátt í gleðigöngunni á Hinsegin dögum í Reykjavík í ár. Samtökin sóttu ekki um að taka þátt í göngunni í ár eftir að hafa fengið neitun í fyrra en höfðu áður verið hluti af MSC-vagninum í gleðigöngunni. „Við áttum í töluverðum samskiptum við félagið í fyrra og niðurstaðan varð sú að þau tækju ekki þátt í göngunni í fyrra,“ segir Gunnlaugur Bragi Björnsson, gjaldkeri stjórnar Hinsegin daga í Reykjavík, þegar hann er spurður út í málið. Fyrst var greint frá málinu á vefnum Gay Iceland þar sem Friðrika Benónýsdóttir ræðir við Magnús Hákonarson, formann BDSM-samtakanna á Íslandi, sem segir mörgum hafa sárnað þegar samtökunum var meinuð þátttaka í fyrra. Hann segist vita af mörgum innan samfélags samkynhneigðra sem finnst forsvarsmenn Hinsegin daga og gleðigöngunnar vera teprulegir vegna ákvörðunarinnar.Gunnlaugur Bragi BjörnssonGunnlaugur Bragi segir ýmsar ástæður fyrir því að BDSM-samtökin fengu ekki að taka þátt í göngunni í fyrra. „Ein af þeim ástæðum er sú að stjórn og forsvarsmenn hátíðarinnar hreinlega töldu sig ekki hafa næga þekkingu á málstað BDSM-félagsins til að geta svarað fyrir þeirra atriði eða þeirra þátttöku. Það er í okkar höndum að svara fyrir hvað það er sem kemur þarna fram í okkar nafni,“ segir Gunnlaugur Bragi. „Hinsegin dagar eru auðvitað mannréttinda og menningarhátíð hinsegin fólks þar sem við berjumst fyrir réttindum þess hóps og mannréttindum meðan það eru mjög skipta skoðanir á því bæði hversu djörf hátíðin er í dag og hversu mikið kynlíf og kynlífsfrelsi eigi heima undir þessum hatti. Það eru mjög skiptar skoðanir á því.“ Hann segir stjórn Hinsegin daga og forsvarsmenn gleðigöngunnar hins vegar hafa hvatt BDSM-samtökin til að opna umræðuna fyrst með fræðslufyrirlestrum. „Við tókum svo sjálf það skref áfram og vorum með fræðsluerindi í fyrra sem hét Kynlíf og önnur tabú þar sem við opnuðum aðeins þá umræðu,“ segir Gunnlaugur Bragi en samtökin munu vera með fræðsluerindi í kringum Hinsegin daga í ár. „Það eru skiptar skoðanir hvort þetta eigi heima undir þessari regnhlíf eða ekki. En auðvitað er hinsegin fólk sem stundar BDSM-kynlíf eins og aðrir,“ segir Gunnlaugur Bragi. Hinsegin Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sjá meira
BDSM-samtökin munu ekki taka þátt í gleðigöngunni á Hinsegin dögum í Reykjavík í ár. Samtökin sóttu ekki um að taka þátt í göngunni í ár eftir að hafa fengið neitun í fyrra en höfðu áður verið hluti af MSC-vagninum í gleðigöngunni. „Við áttum í töluverðum samskiptum við félagið í fyrra og niðurstaðan varð sú að þau tækju ekki þátt í göngunni í fyrra,“ segir Gunnlaugur Bragi Björnsson, gjaldkeri stjórnar Hinsegin daga í Reykjavík, þegar hann er spurður út í málið. Fyrst var greint frá málinu á vefnum Gay Iceland þar sem Friðrika Benónýsdóttir ræðir við Magnús Hákonarson, formann BDSM-samtakanna á Íslandi, sem segir mörgum hafa sárnað þegar samtökunum var meinuð þátttaka í fyrra. Hann segist vita af mörgum innan samfélags samkynhneigðra sem finnst forsvarsmenn Hinsegin daga og gleðigöngunnar vera teprulegir vegna ákvörðunarinnar.Gunnlaugur Bragi BjörnssonGunnlaugur Bragi segir ýmsar ástæður fyrir því að BDSM-samtökin fengu ekki að taka þátt í göngunni í fyrra. „Ein af þeim ástæðum er sú að stjórn og forsvarsmenn hátíðarinnar hreinlega töldu sig ekki hafa næga þekkingu á málstað BDSM-félagsins til að geta svarað fyrir þeirra atriði eða þeirra þátttöku. Það er í okkar höndum að svara fyrir hvað það er sem kemur þarna fram í okkar nafni,“ segir Gunnlaugur Bragi. „Hinsegin dagar eru auðvitað mannréttinda og menningarhátíð hinsegin fólks þar sem við berjumst fyrir réttindum þess hóps og mannréttindum meðan það eru mjög skipta skoðanir á því bæði hversu djörf hátíðin er í dag og hversu mikið kynlíf og kynlífsfrelsi eigi heima undir þessum hatti. Það eru mjög skiptar skoðanir á því.“ Hann segir stjórn Hinsegin daga og forsvarsmenn gleðigöngunnar hins vegar hafa hvatt BDSM-samtökin til að opna umræðuna fyrst með fræðslufyrirlestrum. „Við tókum svo sjálf það skref áfram og vorum með fræðsluerindi í fyrra sem hét Kynlíf og önnur tabú þar sem við opnuðum aðeins þá umræðu,“ segir Gunnlaugur Bragi en samtökin munu vera með fræðsluerindi í kringum Hinsegin daga í ár. „Það eru skiptar skoðanir hvort þetta eigi heima undir þessari regnhlíf eða ekki. En auðvitað er hinsegin fólk sem stundar BDSM-kynlíf eins og aðrir,“ segir Gunnlaugur Bragi.
Hinsegin Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sjá meira