BDSM-samtökunum meinuð þátttaka í gleðigöngunni í fyrra og verða ekki með í ár Birgir Olgeirsson skrifar 15. júlí 2015 15:12 Skiptar skoðanir eru um þátttöku BDSM-samtakanna í gleðigöngunni. Vísir/Stefán Karlsson BDSM-samtökin munu ekki taka þátt í gleðigöngunni á Hinsegin dögum í Reykjavík í ár. Samtökin sóttu ekki um að taka þátt í göngunni í ár eftir að hafa fengið neitun í fyrra en höfðu áður verið hluti af MSC-vagninum í gleðigöngunni. „Við áttum í töluverðum samskiptum við félagið í fyrra og niðurstaðan varð sú að þau tækju ekki þátt í göngunni í fyrra,“ segir Gunnlaugur Bragi Björnsson, gjaldkeri stjórnar Hinsegin daga í Reykjavík, þegar hann er spurður út í málið. Fyrst var greint frá málinu á vefnum Gay Iceland þar sem Friðrika Benónýsdóttir ræðir við Magnús Hákonarson, formann BDSM-samtakanna á Íslandi, sem segir mörgum hafa sárnað þegar samtökunum var meinuð þátttaka í fyrra. Hann segist vita af mörgum innan samfélags samkynhneigðra sem finnst forsvarsmenn Hinsegin daga og gleðigöngunnar vera teprulegir vegna ákvörðunarinnar.Gunnlaugur Bragi BjörnssonGunnlaugur Bragi segir ýmsar ástæður fyrir því að BDSM-samtökin fengu ekki að taka þátt í göngunni í fyrra. „Ein af þeim ástæðum er sú að stjórn og forsvarsmenn hátíðarinnar hreinlega töldu sig ekki hafa næga þekkingu á málstað BDSM-félagsins til að geta svarað fyrir þeirra atriði eða þeirra þátttöku. Það er í okkar höndum að svara fyrir hvað það er sem kemur þarna fram í okkar nafni,“ segir Gunnlaugur Bragi. „Hinsegin dagar eru auðvitað mannréttinda og menningarhátíð hinsegin fólks þar sem við berjumst fyrir réttindum þess hóps og mannréttindum meðan það eru mjög skipta skoðanir á því bæði hversu djörf hátíðin er í dag og hversu mikið kynlíf og kynlífsfrelsi eigi heima undir þessum hatti. Það eru mjög skiptar skoðanir á því.“ Hann segir stjórn Hinsegin daga og forsvarsmenn gleðigöngunnar hins vegar hafa hvatt BDSM-samtökin til að opna umræðuna fyrst með fræðslufyrirlestrum. „Við tókum svo sjálf það skref áfram og vorum með fræðsluerindi í fyrra sem hét Kynlíf og önnur tabú þar sem við opnuðum aðeins þá umræðu,“ segir Gunnlaugur Bragi en samtökin munu vera með fræðsluerindi í kringum Hinsegin daga í ár. „Það eru skiptar skoðanir hvort þetta eigi heima undir þessari regnhlíf eða ekki. En auðvitað er hinsegin fólk sem stundar BDSM-kynlíf eins og aðrir,“ segir Gunnlaugur Bragi. Hinsegin Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira
BDSM-samtökin munu ekki taka þátt í gleðigöngunni á Hinsegin dögum í Reykjavík í ár. Samtökin sóttu ekki um að taka þátt í göngunni í ár eftir að hafa fengið neitun í fyrra en höfðu áður verið hluti af MSC-vagninum í gleðigöngunni. „Við áttum í töluverðum samskiptum við félagið í fyrra og niðurstaðan varð sú að þau tækju ekki þátt í göngunni í fyrra,“ segir Gunnlaugur Bragi Björnsson, gjaldkeri stjórnar Hinsegin daga í Reykjavík, þegar hann er spurður út í málið. Fyrst var greint frá málinu á vefnum Gay Iceland þar sem Friðrika Benónýsdóttir ræðir við Magnús Hákonarson, formann BDSM-samtakanna á Íslandi, sem segir mörgum hafa sárnað þegar samtökunum var meinuð þátttaka í fyrra. Hann segist vita af mörgum innan samfélags samkynhneigðra sem finnst forsvarsmenn Hinsegin daga og gleðigöngunnar vera teprulegir vegna ákvörðunarinnar.Gunnlaugur Bragi BjörnssonGunnlaugur Bragi segir ýmsar ástæður fyrir því að BDSM-samtökin fengu ekki að taka þátt í göngunni í fyrra. „Ein af þeim ástæðum er sú að stjórn og forsvarsmenn hátíðarinnar hreinlega töldu sig ekki hafa næga þekkingu á málstað BDSM-félagsins til að geta svarað fyrir þeirra atriði eða þeirra þátttöku. Það er í okkar höndum að svara fyrir hvað það er sem kemur þarna fram í okkar nafni,“ segir Gunnlaugur Bragi. „Hinsegin dagar eru auðvitað mannréttinda og menningarhátíð hinsegin fólks þar sem við berjumst fyrir réttindum þess hóps og mannréttindum meðan það eru mjög skipta skoðanir á því bæði hversu djörf hátíðin er í dag og hversu mikið kynlíf og kynlífsfrelsi eigi heima undir þessum hatti. Það eru mjög skiptar skoðanir á því.“ Hann segir stjórn Hinsegin daga og forsvarsmenn gleðigöngunnar hins vegar hafa hvatt BDSM-samtökin til að opna umræðuna fyrst með fræðslufyrirlestrum. „Við tókum svo sjálf það skref áfram og vorum með fræðsluerindi í fyrra sem hét Kynlíf og önnur tabú þar sem við opnuðum aðeins þá umræðu,“ segir Gunnlaugur Bragi en samtökin munu vera með fræðsluerindi í kringum Hinsegin daga í ár. „Það eru skiptar skoðanir hvort þetta eigi heima undir þessari regnhlíf eða ekki. En auðvitað er hinsegin fólk sem stundar BDSM-kynlíf eins og aðrir,“ segir Gunnlaugur Bragi.
Hinsegin Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira