Öryggiseftirlit á Keflavíkurflugvelli greindi ekki gervisprengjur eftirlitsmanna Heimir Már Pétursson skrifar 16. júlí 2015 18:30 Keflavíkurflugvöllur stóðst ekki ítrustu flugverndarkröfur í nýlegri úttekt og komst fjöldi gervisprengja eftirlitsmanna í gegnum öryggisleit. Senda þurfti flesta starfsmenn á námskeið sem meðal annars hefur haft áhrif á hraðann á afgreiðslu ferðamanna í flugstöðinni. Í kring um mánaðamótin gerðu eftirlitsaðilar á flugverndarmálum úttekt á Keflavíkurflugvelli sem meðal annars fólst í því að setja gervisprengjur í farangur. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar komst stór hluti þeirra í gegnum öryggiseftirlitið. Reglulegar úttektir eru gerðar á alþjóðaflugvöllum og það var í slíkri úttekt Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) og Samgöngustofu sem alvarlegar brotalamir komu fram í flugverndarmálum á Keflavíkurflugvelli.Sjá einnig: Gengur illa að ráða við farþegaaukningu á Keflavíkurflugvelli „Og ef gerðar eru athugasemdir förum við strax í að bæta verklag og þjálfun og það sem þarf að gera í takti við athugasemdirnar,“ segir Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Ísavia. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar var tuttugu gervisprengjum komið fyrir í farangri sem starfsmenn sem gegnumlýsa farangurinn sáu ekki eða greindu ekki stóran hluta af. Guðni getur reglum samkvæmt ekki tjáð sig um einstök atriði flugverndarmála. „Til þess að tryggja öryggi, af því við viljum ekki að hryðjuverkamenn og aðrir komist að því hvernig við vinnum þessa flugvernd og megum ekki tjá okkur um þetta. Þannig að ég get ekkert sagt um það,“ segir Guðni.Miklar raðir hafa myndast á flugvellinum á álagstímum undanfarið.Vísir/GVAEn viðbrögðin segja kannski sína sögu þegar fjöldi starfsmanna í öryggiseftirlitinu var settur á námskeið eftir þetta?„Já, það hefur verið þjálfun í gangi og eins og allir hafa tekið eftir hafa verið seinkanir hjá okkur á flugvellinum,“ segir Guðni. Og er hluti skýringarinnar að allt að helmingur starfsmanna í þessu eftirliti var sendur á námskeið og því færri að störfum. Þá hefur tilviljanakenndum úttektum á farangri og farþegum verið fjölgað til að bæta eftirlitið, samkvæmt heimildum fréttastofunnar. Tafir vegna þessa og færri starfsmanna við eftirlitið lögðust ofan á tafir vegna mikillar fjölgunar farþega umfram áætlanir á álagstímum, sem og að seinkun varð á uppsetningu nýrra vopnaleitartækja frá framleiðendum, að sögn Guðna.Sjá einnig: Nýjar öryggisleitarlínur meðal þess sem veldur löngum röðum á Keflavíkurflugvelli Ef mjög alvarlegir vankantar eru á flugverndar- og öryggismálum flugvalla eru þeir strax og það kemur í ljós skilgreindir sem „óhreinir" í alþjóðaflugheiminum. Það hefur slæmar afleiðingar fyrir flugvöllinn og þau flugfélög sem fljúga um hann. Isavia setti strax á laggirnar fjögurra manna aðgerðarstjórn sem fundað hefur tvisvar á dag og eru flugverndarfulltrúar Isavia þessa dagana að greina frá úrbótum sínum hjá ESA í Brussel. „Ef úttektin segir að við verðum að gera breytingar á verklagi setjum við það í forgang hjá okkur og gerum það í miklu samstarfi við okkar eftirlitsaðila. Þannig að þetta hefur gengið mjög vel og hratt og í góðu samstarfi,“ segir Guðni.Það hefur komið fyrir áður að flugvöllurinn hefur lent í að vera skilgreindur sem svo kallaður „óhreinn.“ Gerðist það núna?„Nei, það hefur ekki gerst núna,“ segir Guðni Sigurðsson. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Fleiri fréttir „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Sjá meira
Keflavíkurflugvöllur stóðst ekki ítrustu flugverndarkröfur í nýlegri úttekt og komst fjöldi gervisprengja eftirlitsmanna í gegnum öryggisleit. Senda þurfti flesta starfsmenn á námskeið sem meðal annars hefur haft áhrif á hraðann á afgreiðslu ferðamanna í flugstöðinni. Í kring um mánaðamótin gerðu eftirlitsaðilar á flugverndarmálum úttekt á Keflavíkurflugvelli sem meðal annars fólst í því að setja gervisprengjur í farangur. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar komst stór hluti þeirra í gegnum öryggiseftirlitið. Reglulegar úttektir eru gerðar á alþjóðaflugvöllum og það var í slíkri úttekt Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) og Samgöngustofu sem alvarlegar brotalamir komu fram í flugverndarmálum á Keflavíkurflugvelli.Sjá einnig: Gengur illa að ráða við farþegaaukningu á Keflavíkurflugvelli „Og ef gerðar eru athugasemdir förum við strax í að bæta verklag og þjálfun og það sem þarf að gera í takti við athugasemdirnar,“ segir Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Ísavia. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar var tuttugu gervisprengjum komið fyrir í farangri sem starfsmenn sem gegnumlýsa farangurinn sáu ekki eða greindu ekki stóran hluta af. Guðni getur reglum samkvæmt ekki tjáð sig um einstök atriði flugverndarmála. „Til þess að tryggja öryggi, af því við viljum ekki að hryðjuverkamenn og aðrir komist að því hvernig við vinnum þessa flugvernd og megum ekki tjá okkur um þetta. Þannig að ég get ekkert sagt um það,“ segir Guðni.Miklar raðir hafa myndast á flugvellinum á álagstímum undanfarið.Vísir/GVAEn viðbrögðin segja kannski sína sögu þegar fjöldi starfsmanna í öryggiseftirlitinu var settur á námskeið eftir þetta?„Já, það hefur verið þjálfun í gangi og eins og allir hafa tekið eftir hafa verið seinkanir hjá okkur á flugvellinum,“ segir Guðni. Og er hluti skýringarinnar að allt að helmingur starfsmanna í þessu eftirliti var sendur á námskeið og því færri að störfum. Þá hefur tilviljanakenndum úttektum á farangri og farþegum verið fjölgað til að bæta eftirlitið, samkvæmt heimildum fréttastofunnar. Tafir vegna þessa og færri starfsmanna við eftirlitið lögðust ofan á tafir vegna mikillar fjölgunar farþega umfram áætlanir á álagstímum, sem og að seinkun varð á uppsetningu nýrra vopnaleitartækja frá framleiðendum, að sögn Guðna.Sjá einnig: Nýjar öryggisleitarlínur meðal þess sem veldur löngum röðum á Keflavíkurflugvelli Ef mjög alvarlegir vankantar eru á flugverndar- og öryggismálum flugvalla eru þeir strax og það kemur í ljós skilgreindir sem „óhreinir" í alþjóðaflugheiminum. Það hefur slæmar afleiðingar fyrir flugvöllinn og þau flugfélög sem fljúga um hann. Isavia setti strax á laggirnar fjögurra manna aðgerðarstjórn sem fundað hefur tvisvar á dag og eru flugverndarfulltrúar Isavia þessa dagana að greina frá úrbótum sínum hjá ESA í Brussel. „Ef úttektin segir að við verðum að gera breytingar á verklagi setjum við það í forgang hjá okkur og gerum það í miklu samstarfi við okkar eftirlitsaðila. Þannig að þetta hefur gengið mjög vel og hratt og í góðu samstarfi,“ segir Guðni.Það hefur komið fyrir áður að flugvöllurinn hefur lent í að vera skilgreindur sem svo kallaður „óhreinn.“ Gerðist það núna?„Nei, það hefur ekki gerst núna,“ segir Guðni Sigurðsson.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Fleiri fréttir „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Sjá meira