Kveikti gróðureld eftir að hafa gengið örna sinna í hrauni Birgir Olgeirsson skrifar 17. júlí 2015 12:15 Slökkvilið Borgarbyggðar glímdi við gróðureld í Grábrókarhrauni. Vísir/Jökull Fannar. „Þetta er ekkert öðruvísi en þarna er sagt frá,“ segir Theodór Þórðarson, yfirlögregluþjónn á Vesturlandi, þegar hann er spurður út í gróðureld sem slökkvilið í Borgarbyggð glímdi við í mosa í Grábrókarhrauni um þrjá kílómetra sunnan við Bifröst í morgun.Fréttavefurinn Skessuhorn sagði fyrst frá málinu og þá sér í lagi eldsupptökum en samkvæmt frásögninni sem birtist á vefnum kviknaði eldurinn eftir að ferðamaður gekk örna sinna í hrauninu. Var ferðamaðurinn á reiðhjóli þegar kallið barst en eftir að hafa lokið sér af ákvað hann að kveikja í salernispappírnum eins og honum hafði verið ráðlagt. „Þetta gerist bara svona,“ segir Theodór í samtali við Vísi um málið. „Hann var þarna með vatnsbrúsa og það dugar ekki. Mosinn er mjög þurr þarna og hann missir þetta bara frá sér.“ Theodór segir lögregluna ráðleggja fólki að fara mjög varlega með eld út í náttúrunni, sérstaklega þegar gróður er mjög þurr. „Það hefur ekkert rignt svo lengi. Hvort sem það er einnota grill eða skýjaluktum. Það var hætt komið í stuttu í Norðurárdalnum þegar skýjalukt var sleppt. Það vildi svo til að hún lenti í vatni en ekki þurrum jarðvegi. Þannig að slökkvilið og lögreglan eru mjög á tánum varðandi þurran gróður.“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
„Þetta er ekkert öðruvísi en þarna er sagt frá,“ segir Theodór Þórðarson, yfirlögregluþjónn á Vesturlandi, þegar hann er spurður út í gróðureld sem slökkvilið í Borgarbyggð glímdi við í mosa í Grábrókarhrauni um þrjá kílómetra sunnan við Bifröst í morgun.Fréttavefurinn Skessuhorn sagði fyrst frá málinu og þá sér í lagi eldsupptökum en samkvæmt frásögninni sem birtist á vefnum kviknaði eldurinn eftir að ferðamaður gekk örna sinna í hrauninu. Var ferðamaðurinn á reiðhjóli þegar kallið barst en eftir að hafa lokið sér af ákvað hann að kveikja í salernispappírnum eins og honum hafði verið ráðlagt. „Þetta gerist bara svona,“ segir Theodór í samtali við Vísi um málið. „Hann var þarna með vatnsbrúsa og það dugar ekki. Mosinn er mjög þurr þarna og hann missir þetta bara frá sér.“ Theodór segir lögregluna ráðleggja fólki að fara mjög varlega með eld út í náttúrunni, sérstaklega þegar gróður er mjög þurr. „Það hefur ekkert rignt svo lengi. Hvort sem það er einnota grill eða skýjaluktum. Það var hætt komið í stuttu í Norðurárdalnum þegar skýjalukt var sleppt. Það vildi svo til að hún lenti í vatni en ekki þurrum jarðvegi. Þannig að slökkvilið og lögreglan eru mjög á tánum varðandi þurran gróður.“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira