Óttast ekki að gjaldtaka fæli ferðamenn frá landinu Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 17. júlí 2015 19:17 Grímur Sæmundsen, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, er ánægður með ný þjónustugjöld á Þingvöllum. Það sé í samræmi við hugmyndir samtakanna að innheimta slík gjöld fyrir veitta þjónustu. Hann óttast ekki að þau fæli erlenda ferðamenn frá landinu eða breyti ásýnd Íslands sem ferðamannalands. Fólk sé vant þessu annars staðar frá. Formaður atvinnuvegnanefndar sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að hann teldi rétt að aðrir ferðamannastaðir fylgdu fordæmi Þingvalla auk þess sem hann vildi skoða hærri gistináttagjöld sem rynnu til sveitarfélaga og jafnvel nýja skatta á flugfargjöld. Hann telur að tapast hafi stórfé meðan deilt hafi verið um leiðir til að innheimta fé af ferðamönnum. Grímur segir ekki rétt að horfa í baksýnisspegilinn, margt sé á réttri leið. Ríkisstjórnin samþykkti nýlega að verja um 850 milljónum til að styrkja innviði á ferðamannastöðum. Mest af fénu eða 160 milljónir fer í þjóðgarðinn í Skaftafelli og 158 milljónir fara í þjóðgarðinn á Þingvöllum sem undirbýr gjaldtöku í formi bílastæðagjalda. Grímur Sæmundsen segist ekki endilega sammála hugmyndum um gistináttaskatt og sérstakan skatt á flugfargjöld en meira þurfi að byggja upp í ferðaþjónustu. Áætlanir geri ráð fyrir að það þurfi milljarð á ári næstu fjögur árin til að styrkja innviði ferðaþjónustunnar. Ríki og sveitarfélög geti síðan innheimt tekjur af þjónustunni enda séu helstu ferðamannastaðir í eigu þeirra. Hann segir nauðsynlegt að grípa strax í taumana til að bregðast við stórauknu álagi á ferðamannastaði. Annars sé hætt við því að tækifærin gangi okkur úr greipum. Aðgangsgjöld til að mynda á bílastæðum geti gagnast vel við að stýra aðgangi ferðafólks á álagstímum. Bláa lónið hefur nú tekið upp slíka aðgangsstýringu fyrst ferðamannastaða og gestir sem ekki panta tíma, geta ekki reiknað með að komast að á álagstímum. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Leiðsögumenn beina ferðalöngum frá salernum Engin leið sé að koma í veg fyrir sóðaskap sumra ferðalanga segir í yfirlýsingu frá starfsfólki þjóðgarðsins á Þingvöllum. 15. júlí 2015 17:06 Óttast að yfirbragð landsins breytist með gjaldtökunni Ögmundi Jónassyni þingmanni VG lýst illa á fyrirhuguð þjónustugjöld í þjóðgarðinum á Þingvöllum. 12. júlí 2015 13:25 Búast má við að fleiri vilji fylgja fordæmi Þingvallanefnda um gjaldtöku Þjóðgarðsvörðurinn á Þingvöllum segir ákvörðun um þjónustugjöld á Þingvöllum gefa ákveðið fordæmi fyrir því að rukkað verði gjald fyrir þjónustu á ferðamannasvæðum 11. júlí 2015 18:22 Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Fleiri fréttir Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ Sjá meira
Grímur Sæmundsen, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, er ánægður með ný þjónustugjöld á Þingvöllum. Það sé í samræmi við hugmyndir samtakanna að innheimta slík gjöld fyrir veitta þjónustu. Hann óttast ekki að þau fæli erlenda ferðamenn frá landinu eða breyti ásýnd Íslands sem ferðamannalands. Fólk sé vant þessu annars staðar frá. Formaður atvinnuvegnanefndar sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að hann teldi rétt að aðrir ferðamannastaðir fylgdu fordæmi Þingvalla auk þess sem hann vildi skoða hærri gistináttagjöld sem rynnu til sveitarfélaga og jafnvel nýja skatta á flugfargjöld. Hann telur að tapast hafi stórfé meðan deilt hafi verið um leiðir til að innheimta fé af ferðamönnum. Grímur segir ekki rétt að horfa í baksýnisspegilinn, margt sé á réttri leið. Ríkisstjórnin samþykkti nýlega að verja um 850 milljónum til að styrkja innviði á ferðamannastöðum. Mest af fénu eða 160 milljónir fer í þjóðgarðinn í Skaftafelli og 158 milljónir fara í þjóðgarðinn á Þingvöllum sem undirbýr gjaldtöku í formi bílastæðagjalda. Grímur Sæmundsen segist ekki endilega sammála hugmyndum um gistináttaskatt og sérstakan skatt á flugfargjöld en meira þurfi að byggja upp í ferðaþjónustu. Áætlanir geri ráð fyrir að það þurfi milljarð á ári næstu fjögur árin til að styrkja innviði ferðaþjónustunnar. Ríki og sveitarfélög geti síðan innheimt tekjur af þjónustunni enda séu helstu ferðamannastaðir í eigu þeirra. Hann segir nauðsynlegt að grípa strax í taumana til að bregðast við stórauknu álagi á ferðamannastaði. Annars sé hætt við því að tækifærin gangi okkur úr greipum. Aðgangsgjöld til að mynda á bílastæðum geti gagnast vel við að stýra aðgangi ferðafólks á álagstímum. Bláa lónið hefur nú tekið upp slíka aðgangsstýringu fyrst ferðamannastaða og gestir sem ekki panta tíma, geta ekki reiknað með að komast að á álagstímum.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Leiðsögumenn beina ferðalöngum frá salernum Engin leið sé að koma í veg fyrir sóðaskap sumra ferðalanga segir í yfirlýsingu frá starfsfólki þjóðgarðsins á Þingvöllum. 15. júlí 2015 17:06 Óttast að yfirbragð landsins breytist með gjaldtökunni Ögmundi Jónassyni þingmanni VG lýst illa á fyrirhuguð þjónustugjöld í þjóðgarðinum á Þingvöllum. 12. júlí 2015 13:25 Búast má við að fleiri vilji fylgja fordæmi Þingvallanefnda um gjaldtöku Þjóðgarðsvörðurinn á Þingvöllum segir ákvörðun um þjónustugjöld á Þingvöllum gefa ákveðið fordæmi fyrir því að rukkað verði gjald fyrir þjónustu á ferðamannasvæðum 11. júlí 2015 18:22 Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Fleiri fréttir Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ Sjá meira
Leiðsögumenn beina ferðalöngum frá salernum Engin leið sé að koma í veg fyrir sóðaskap sumra ferðalanga segir í yfirlýsingu frá starfsfólki þjóðgarðsins á Þingvöllum. 15. júlí 2015 17:06
Óttast að yfirbragð landsins breytist með gjaldtökunni Ögmundi Jónassyni þingmanni VG lýst illa á fyrirhuguð þjónustugjöld í þjóðgarðinum á Þingvöllum. 12. júlí 2015 13:25
Búast má við að fleiri vilji fylgja fordæmi Þingvallanefnda um gjaldtöku Þjóðgarðsvörðurinn á Þingvöllum segir ákvörðun um þjónustugjöld á Þingvöllum gefa ákveðið fordæmi fyrir því að rukkað verði gjald fyrir þjónustu á ferðamannasvæðum 11. júlí 2015 18:22