Tæpur milljarður í reddingar í ferðamannaþjónustu Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 19. júlí 2015 18:45 Tæplega milljarður króna sem fer til brýnnar uppbyggingar og verndunar ferðamannastaða í sumar dugar skammt að mati fulltrúa Vinstri græanna í atvinnuveganefnd. Ráðist verður í rúmlega hundrað verkefni á fimmtíu og einum stað á landinu. Meðal þess sem stendur til að bæta er salernisaðstaða ferðamanna. Til dæmis við Silfru á Þingvöllum en þar varð fréttnæm fyrir stuttu síðan slæleg umgengni ferðamanna og víða annars staðar um landið. Öryggi ferðamanna er víða hætt komið. Unnið verður í öryggismálum við Gullfoss og gerðir nýir göngustígar og útsýnispallur, auk þess sem verður hönnuð öryggisgirðing vegna grjóthruns að fossinum. Mest verður framkvæmt í Skaftafelli og á Þingvöllum, við Geysi, í Dimmuborgum, á miðhálendinu, við Gullfoss, Dyrhólaey, Dynjanda, Stöng í Þjórsárdal og Dettifoss. Verkefnin eru af ýmsum toga en megináhersla er lögð á grunnvinnu, svo sem göngustíga, bílastæði og salernisaðstöðu. Fyrirliggjandi framkvæmdaáætlun fyrir þetta ár var unnin í samstarfi forsætisráðherra, iðnaðar- og viðskiptaráðherra og umhverfis- og auðlindaráðherra. Kallað var eftir tillögum þeirra stofnana sem hafa umsjón með umræddum svæðum og í kjölfarið var verkefnum forgangsraðað í samræmi við faglegt mat á því hver brýnasta þörfin væri. Fjármagnið rann Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða sem mun annast umsýslu og eftirlit með verkefnaáætluninni. Lilja Rafney Magnúsdóttir varaformaður atvinnuveganefndar og þingmaður Vinstri Grænna gagnrýnir hægagang ríkisstjórnarinnar og segir aðgerðirnar duga skammt. „Ég er því miður hrædd um að þetta sé svona bráðabirgðaredding, kannski eins og að pissa í skóinn sinn og ekkert víst að þetta dugi. Það vantar algjörlega stefnumótum í þennan málaflokk. Hún hefur ekki verið til frá því að þessi ríkisstjórn tók við. Og tók þá ákvörðun að fjármagna ekki Framkvæmdasjóð ferðamannastaða eins og áætlanir voru uppi um. Nú stöndum við frammi fyrir þessum mikla vandræðagangi að reyna að bjarga málum utan fjárlaga og við verðum auðvitað að gera þetta með markvissum hætti ef að við ætlum að taka á móti þessum gífurlega ferðamannafjölda sem blasir við þá verða innviðirnir að vera í lagi.“ Ferðamannafjöldi hefur margfaldast á árinu. 517 þúsund ferðamenn komu til landsins á fyrstu sex mánuðum ársins. Um er að ræða 28,7% aukningu milli ára. Veruleg aukning hefur verið frá flestum mörkuðum; mest er hún frá Bandaríkjunum eða um 40,3% aukning og því næst frá Bretlandi eða um 28,1%. Árið 2018 er því spáð að tvær milljónir ferðamanna sæki landið heim og löngu orðið ljóst að uppbygging innviða ferðaþjónustunnar er orðin mjög brýn. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Salernismál mjög slæm víða um landið Aðilar ferðaþjónustunnar segja salernisaðstöðu mjög slæma víða um land og að langar raðir séu við salerni. Upplýsingafulltrúi Samtaka ferðaþjónustunnar segir að meiri kraft þurfi að setja í uppbyggingu innviða. Deilt er um hver eigi að borga. 17. júlí 2015 07:00 Telur óbeit á vörðum vera útlendingahatur Um tuttugu tonnum af grjóti var ekið burt af landi Heiðarbæjar ofan við Þingvallavatn á fimmtudag. Vegfarendur höfðu hlaðið þar litlar vörður í stórum stíl. 18. júlí 2015 07:00 Salernisgjald lagt af í Þingvallaþjóðgarði Formaður Þingvallanefndar segir illa ganga að rukka inn á salernin á Hakinu. 16. júlí 2015 07:00 Vigdís Hauksdóttir vill byggja upp fyrir ferðamenn Formaður fjárlaganefndar segir það skelfilegt ástand ef ferðamenn hægja sér í náttúrunni í stað þess að leita á snyrtingar. Hún vill afnema skattaívilnanir, leggja á komugjöld og byggja upp á ferðamannastöðum. 18. júlí 2015 07:00 Óttast ekki að gjaldtaka fæli ferðamenn frá landinu Grímur Sæmundsen, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, er ánægður með ný þjónustugjöld á Þingvöllum. 17. júlí 2015 19:17 Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fleiri fréttir Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu Sjá meira
Tæplega milljarður króna sem fer til brýnnar uppbyggingar og verndunar ferðamannastaða í sumar dugar skammt að mati fulltrúa Vinstri græanna í atvinnuveganefnd. Ráðist verður í rúmlega hundrað verkefni á fimmtíu og einum stað á landinu. Meðal þess sem stendur til að bæta er salernisaðstaða ferðamanna. Til dæmis við Silfru á Þingvöllum en þar varð fréttnæm fyrir stuttu síðan slæleg umgengni ferðamanna og víða annars staðar um landið. Öryggi ferðamanna er víða hætt komið. Unnið verður í öryggismálum við Gullfoss og gerðir nýir göngustígar og útsýnispallur, auk þess sem verður hönnuð öryggisgirðing vegna grjóthruns að fossinum. Mest verður framkvæmt í Skaftafelli og á Þingvöllum, við Geysi, í Dimmuborgum, á miðhálendinu, við Gullfoss, Dyrhólaey, Dynjanda, Stöng í Þjórsárdal og Dettifoss. Verkefnin eru af ýmsum toga en megináhersla er lögð á grunnvinnu, svo sem göngustíga, bílastæði og salernisaðstöðu. Fyrirliggjandi framkvæmdaáætlun fyrir þetta ár var unnin í samstarfi forsætisráðherra, iðnaðar- og viðskiptaráðherra og umhverfis- og auðlindaráðherra. Kallað var eftir tillögum þeirra stofnana sem hafa umsjón með umræddum svæðum og í kjölfarið var verkefnum forgangsraðað í samræmi við faglegt mat á því hver brýnasta þörfin væri. Fjármagnið rann Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða sem mun annast umsýslu og eftirlit með verkefnaáætluninni. Lilja Rafney Magnúsdóttir varaformaður atvinnuveganefndar og þingmaður Vinstri Grænna gagnrýnir hægagang ríkisstjórnarinnar og segir aðgerðirnar duga skammt. „Ég er því miður hrædd um að þetta sé svona bráðabirgðaredding, kannski eins og að pissa í skóinn sinn og ekkert víst að þetta dugi. Það vantar algjörlega stefnumótum í þennan málaflokk. Hún hefur ekki verið til frá því að þessi ríkisstjórn tók við. Og tók þá ákvörðun að fjármagna ekki Framkvæmdasjóð ferðamannastaða eins og áætlanir voru uppi um. Nú stöndum við frammi fyrir þessum mikla vandræðagangi að reyna að bjarga málum utan fjárlaga og við verðum auðvitað að gera þetta með markvissum hætti ef að við ætlum að taka á móti þessum gífurlega ferðamannafjölda sem blasir við þá verða innviðirnir að vera í lagi.“ Ferðamannafjöldi hefur margfaldast á árinu. 517 þúsund ferðamenn komu til landsins á fyrstu sex mánuðum ársins. Um er að ræða 28,7% aukningu milli ára. Veruleg aukning hefur verið frá flestum mörkuðum; mest er hún frá Bandaríkjunum eða um 40,3% aukning og því næst frá Bretlandi eða um 28,1%. Árið 2018 er því spáð að tvær milljónir ferðamanna sæki landið heim og löngu orðið ljóst að uppbygging innviða ferðaþjónustunnar er orðin mjög brýn.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Salernismál mjög slæm víða um landið Aðilar ferðaþjónustunnar segja salernisaðstöðu mjög slæma víða um land og að langar raðir séu við salerni. Upplýsingafulltrúi Samtaka ferðaþjónustunnar segir að meiri kraft þurfi að setja í uppbyggingu innviða. Deilt er um hver eigi að borga. 17. júlí 2015 07:00 Telur óbeit á vörðum vera útlendingahatur Um tuttugu tonnum af grjóti var ekið burt af landi Heiðarbæjar ofan við Þingvallavatn á fimmtudag. Vegfarendur höfðu hlaðið þar litlar vörður í stórum stíl. 18. júlí 2015 07:00 Salernisgjald lagt af í Þingvallaþjóðgarði Formaður Þingvallanefndar segir illa ganga að rukka inn á salernin á Hakinu. 16. júlí 2015 07:00 Vigdís Hauksdóttir vill byggja upp fyrir ferðamenn Formaður fjárlaganefndar segir það skelfilegt ástand ef ferðamenn hægja sér í náttúrunni í stað þess að leita á snyrtingar. Hún vill afnema skattaívilnanir, leggja á komugjöld og byggja upp á ferðamannastöðum. 18. júlí 2015 07:00 Óttast ekki að gjaldtaka fæli ferðamenn frá landinu Grímur Sæmundsen, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, er ánægður með ný þjónustugjöld á Þingvöllum. 17. júlí 2015 19:17 Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fleiri fréttir Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu Sjá meira
Salernismál mjög slæm víða um landið Aðilar ferðaþjónustunnar segja salernisaðstöðu mjög slæma víða um land og að langar raðir séu við salerni. Upplýsingafulltrúi Samtaka ferðaþjónustunnar segir að meiri kraft þurfi að setja í uppbyggingu innviða. Deilt er um hver eigi að borga. 17. júlí 2015 07:00
Telur óbeit á vörðum vera útlendingahatur Um tuttugu tonnum af grjóti var ekið burt af landi Heiðarbæjar ofan við Þingvallavatn á fimmtudag. Vegfarendur höfðu hlaðið þar litlar vörður í stórum stíl. 18. júlí 2015 07:00
Salernisgjald lagt af í Þingvallaþjóðgarði Formaður Þingvallanefndar segir illa ganga að rukka inn á salernin á Hakinu. 16. júlí 2015 07:00
Vigdís Hauksdóttir vill byggja upp fyrir ferðamenn Formaður fjárlaganefndar segir það skelfilegt ástand ef ferðamenn hægja sér í náttúrunni í stað þess að leita á snyrtingar. Hún vill afnema skattaívilnanir, leggja á komugjöld og byggja upp á ferðamannastöðum. 18. júlí 2015 07:00
Óttast ekki að gjaldtaka fæli ferðamenn frá landinu Grímur Sæmundsen, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, er ánægður með ný þjónustugjöld á Þingvöllum. 17. júlí 2015 19:17