Ekkert íslenskt félag hefur beðið lengur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júlí 2015 12:00 Víkingar á æfingu í gær. Vísir/Andri Marinó Víkingar setja nýtt met í kvöld þegar þeir spila sinn fyrsta Evrópuleik frá árinu 1992 en ekkert íslenskt félag hefur þurft að bíða lengur á milli Evrópuleikja. Víkingar bæta nú sex ára gamalt met Framara frá 2009 sem þá spiluðu sinn fyrsta Evrópuleik í 17 ár. Þegar Framarar settu metið höfðu KR (1984) og Keflavík (1994) þurft að bíða lengst eða í fimmtán ár hvort félag. Víkingar komust síðast í Evrópukeppni eftir að liðið varð Íslandsmeistari 1991 en það liðu alls 8.310 dagar á milli Evrópuleikja Víkinga eða nákvæmlega 22 ár, 9 mánuðir og 2 dagar. Á þeim tíma hafði Víkingsliðið fimm sinnum fallið úr deildinni og fimm sinnum komið upp aftur.Flest ár á milli Evrópuleikja 23 Víkingur (1992-2015) 17 Fram (1992-2009) 15 Keflavík (1979-1994) 15 KR (1969-1984) 13 KA (1990-2003) 13 Valur (1993-2006) 12 ÍBV (1984-1996)Engir Evrópudraumar hingað til Víkingar hafa ekki tekið þátt í Evrópukeppni í 23 ár en fá nú tækifæri til að gera það sem engu Víkingsliði hefur tekist í tíu Evrópuleikjum félagsins frá 1972 til 1992. Víkingur á nefnilega enn eftir að vinna leik í Evrópukeppni þar sem allir þessir tíu Evrópuleikir félagsins hingað til hafa tapast. Víkingsliðið skoraði ekki í fyrstu fimm Evrópuleikjum sínum en fyrsta Evrópumarkið skoraði Jóhann Þorvarðarson strax á fyrstu mínútu í útileik á móti spænska Baskafélaginu Real Sociedad í september 1982. Jóhann skoraði líka í útileik á móti ungverska liðinu Gyor árið eftir og er markahæsti Víkingurinn í Evrópukeppni með tvö mörk. Síðasta mark Víkinga í Evrópukeppni skoraði Guðmundur Steinsson mínútu eftir að hann kom inn á sem varamaður í 2-4 tapi á móti CSKA Moskvu á Luzhniki-leikvanginum 30. september 1992. Evrópudeild UEFA Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Ég veit nánast allt um þetta lið Víkingur spilar sinn fyrsta Evrópuleik í 23 ár í kvöld þegar liðið tekur á móti Koper frá Slóveníu. Hörður Theodórsson var einn af þeim sem spilaði síðasta Evrópuleik Víkinga gegn rússneska liðinu CSKA Mosvku haustið 1992 og segir hann það hafa verið mikla upplifun. 2. júlí 2015 07:00 Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Íslenski boltinn Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Sjá meira
Víkingar setja nýtt met í kvöld þegar þeir spila sinn fyrsta Evrópuleik frá árinu 1992 en ekkert íslenskt félag hefur þurft að bíða lengur á milli Evrópuleikja. Víkingar bæta nú sex ára gamalt met Framara frá 2009 sem þá spiluðu sinn fyrsta Evrópuleik í 17 ár. Þegar Framarar settu metið höfðu KR (1984) og Keflavík (1994) þurft að bíða lengst eða í fimmtán ár hvort félag. Víkingar komust síðast í Evrópukeppni eftir að liðið varð Íslandsmeistari 1991 en það liðu alls 8.310 dagar á milli Evrópuleikja Víkinga eða nákvæmlega 22 ár, 9 mánuðir og 2 dagar. Á þeim tíma hafði Víkingsliðið fimm sinnum fallið úr deildinni og fimm sinnum komið upp aftur.Flest ár á milli Evrópuleikja 23 Víkingur (1992-2015) 17 Fram (1992-2009) 15 Keflavík (1979-1994) 15 KR (1969-1984) 13 KA (1990-2003) 13 Valur (1993-2006) 12 ÍBV (1984-1996)Engir Evrópudraumar hingað til Víkingar hafa ekki tekið þátt í Evrópukeppni í 23 ár en fá nú tækifæri til að gera það sem engu Víkingsliði hefur tekist í tíu Evrópuleikjum félagsins frá 1972 til 1992. Víkingur á nefnilega enn eftir að vinna leik í Evrópukeppni þar sem allir þessir tíu Evrópuleikir félagsins hingað til hafa tapast. Víkingsliðið skoraði ekki í fyrstu fimm Evrópuleikjum sínum en fyrsta Evrópumarkið skoraði Jóhann Þorvarðarson strax á fyrstu mínútu í útileik á móti spænska Baskafélaginu Real Sociedad í september 1982. Jóhann skoraði líka í útileik á móti ungverska liðinu Gyor árið eftir og er markahæsti Víkingurinn í Evrópukeppni með tvö mörk. Síðasta mark Víkinga í Evrópukeppni skoraði Guðmundur Steinsson mínútu eftir að hann kom inn á sem varamaður í 2-4 tapi á móti CSKA Moskvu á Luzhniki-leikvanginum 30. september 1992.
Evrópudeild UEFA Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Ég veit nánast allt um þetta lið Víkingur spilar sinn fyrsta Evrópuleik í 23 ár í kvöld þegar liðið tekur á móti Koper frá Slóveníu. Hörður Theodórsson var einn af þeim sem spilaði síðasta Evrópuleik Víkinga gegn rússneska liðinu CSKA Mosvku haustið 1992 og segir hann það hafa verið mikla upplifun. 2. júlí 2015 07:00 Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Íslenski boltinn Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Sjá meira
Ég veit nánast allt um þetta lið Víkingur spilar sinn fyrsta Evrópuleik í 23 ár í kvöld þegar liðið tekur á móti Koper frá Slóveníu. Hörður Theodórsson var einn af þeim sem spilaði síðasta Evrópuleik Víkinga gegn rússneska liðinu CSKA Mosvku haustið 1992 og segir hann það hafa verið mikla upplifun. 2. júlí 2015 07:00