Magna Steyr í Austurríki framleiðir fyrir Jaguar/Land Rover Finnur Thorlacius skrifar 2. júlí 2015 10:21 Land Rover Discovery Sport framleiddur. Svo vel gengur að selja Jaguar og Land Rover bíla að framleiðslugeta verksmiðja þeirra er fullnýtt. Því hefur fyrirtækið gert samning við austurríska fyrirtækið Magna Steyr um framleiðslu ótiltekinna bíla, en Magna Steyr framleiðir nú bíla fyrir Mercedes Benz, Mini og Peugeot. Ljóst er að Magna Steyr mun framleiða nýjan jeppling frá Jaguar sem fá mun nafnið E-page og líklega einhverja fleiri bíla. Framleiðsla Magna Steyr mun ekki hefjat strax heldur verður af henni eftir næsta ár. Jaguar/Land Rover mun fjárfesta fyrir 745 milljarða þróun nýjrra bíla fyrirtækisins á þessu ári og því næsta og mun kynna nokkra slíka á næstu árum. JLR framleiðir nú bíla í Kína frá og með október síðastliðnum og þá er einnig verið að reisa nýja verksmiðju JLR í Brasilíu. JLR framleiddi alls 1,53 milljón bíla í fyrra. Magna Steyr framleiðir nú bílgerðirnar Mercedes Benz G-Class, Mini Countryman og Paceman og Peugeot RCZ. Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent
Svo vel gengur að selja Jaguar og Land Rover bíla að framleiðslugeta verksmiðja þeirra er fullnýtt. Því hefur fyrirtækið gert samning við austurríska fyrirtækið Magna Steyr um framleiðslu ótiltekinna bíla, en Magna Steyr framleiðir nú bíla fyrir Mercedes Benz, Mini og Peugeot. Ljóst er að Magna Steyr mun framleiða nýjan jeppling frá Jaguar sem fá mun nafnið E-page og líklega einhverja fleiri bíla. Framleiðsla Magna Steyr mun ekki hefjat strax heldur verður af henni eftir næsta ár. Jaguar/Land Rover mun fjárfesta fyrir 745 milljarða þróun nýjrra bíla fyrirtækisins á þessu ári og því næsta og mun kynna nokkra slíka á næstu árum. JLR framleiðir nú bíla í Kína frá og með október síðastliðnum og þá er einnig verið að reisa nýja verksmiðju JLR í Brasilíu. JLR framleiddi alls 1,53 milljón bíla í fyrra. Magna Steyr framleiðir nú bílgerðirnar Mercedes Benz G-Class, Mini Countryman og Paceman og Peugeot RCZ.
Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent