Blind: Ég hafnaði frábæru tilboði frá Manchester United Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. júlí 2015 14:30 Blind lék á sínum tíma 42 landsleiki fyrir Holland. vísir/getty Danny Blind, nýráðnum landsliðsþjálfara Hollands, bauðst að fylgja Louis van Gaal til Manchester United. Þetta sagði hann í samtali við Algemeen Dagblad. Blind og van Gaal þekkjast vel en sá fyrrnefndi lék undir stjórn van Gaals hjá Ajax á 10. áratug síðustu aldar. Blind var svo aðstoðarmaður van Gaals þegar hann stýrði hollenska landsliðinu 2012-14. „Ég fékk frábært tilboð frá Manchester United,“ sagði Blind. „En ég hafnaði því. Það er ekkert betra fyrir metnaðarfullan þjálfara en að fá að stýra heimalandi sínu,“ bætti Blind við en í gær var staðfest að hann tæki við hollenska landsliðinu af Guus Hiddink. Blind átti upphaflega að taka við landsliðinu eftir EM 2016 en hlutirnir æxluðust á annan hátt eftir að Hiddink sagði af sér í byrjun vikunnar. Hiddink tók við starfi landsliðsþjálfara Hollands af van Gaal en undir hans stjórn vann Holland til bronsverðlauna á HM 2014. Árangurinn var hins vegar ekki merkilegur með Hiddink í brúnni en Holland vann aðeins fjóra af 10 leikjum sínum undir hans stjórn. Á þessu tímabili tapaði Holland m.a. fyrir Íslandi á Laugardalsvelli í undankeppni EM 2016. Íslendingar eru í toppsæti riðilsins, fimm stigum á undan Hollendingum sem eru í því þriðja. Þrátt fyrir brösuga byrjun í undankeppninni er Blind bjartsýnn á að koma Hollandi inn á EM. „Við vitum hvað við þurfum að gera: vinna fjóra leiki, fyrst á móti Íslandi 3. september. „Við megum ekki við því að tapa fleiri leikjum. En við erum með nóg af gæðum í liðinu til að ná þessu markmiði okkar,“ sagði Blind sem hefur litla reynslu sem aðalþjálfari. Hann stýrði Ajax í rúmt ár, frá mars 2005 til maí 2006, en þá er reynsla sem aðalþjálfari upptalin. EM 2016 í Frakklandi Enski boltinn Tengdar fréttir Blind staðfestur sem næsti landsliðsþjálfari Hollands Danny Blind er tekinn við þjálfun hollenska landsliðsins af Guus Hiddink sem sagði starfi sínu lausu á mánudaginn. 1. júlí 2015 18:15 De Boer: Hiddink var aldrei rétti maðurinn fyrir Holland Íslendingar mæta Hollendingum með nýjum þjálfara í undankeppni EM 2016 í september. 30. júní 2015 14:00 Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Sjá meira
Danny Blind, nýráðnum landsliðsþjálfara Hollands, bauðst að fylgja Louis van Gaal til Manchester United. Þetta sagði hann í samtali við Algemeen Dagblad. Blind og van Gaal þekkjast vel en sá fyrrnefndi lék undir stjórn van Gaals hjá Ajax á 10. áratug síðustu aldar. Blind var svo aðstoðarmaður van Gaals þegar hann stýrði hollenska landsliðinu 2012-14. „Ég fékk frábært tilboð frá Manchester United,“ sagði Blind. „En ég hafnaði því. Það er ekkert betra fyrir metnaðarfullan þjálfara en að fá að stýra heimalandi sínu,“ bætti Blind við en í gær var staðfest að hann tæki við hollenska landsliðinu af Guus Hiddink. Blind átti upphaflega að taka við landsliðinu eftir EM 2016 en hlutirnir æxluðust á annan hátt eftir að Hiddink sagði af sér í byrjun vikunnar. Hiddink tók við starfi landsliðsþjálfara Hollands af van Gaal en undir hans stjórn vann Holland til bronsverðlauna á HM 2014. Árangurinn var hins vegar ekki merkilegur með Hiddink í brúnni en Holland vann aðeins fjóra af 10 leikjum sínum undir hans stjórn. Á þessu tímabili tapaði Holland m.a. fyrir Íslandi á Laugardalsvelli í undankeppni EM 2016. Íslendingar eru í toppsæti riðilsins, fimm stigum á undan Hollendingum sem eru í því þriðja. Þrátt fyrir brösuga byrjun í undankeppninni er Blind bjartsýnn á að koma Hollandi inn á EM. „Við vitum hvað við þurfum að gera: vinna fjóra leiki, fyrst á móti Íslandi 3. september. „Við megum ekki við því að tapa fleiri leikjum. En við erum með nóg af gæðum í liðinu til að ná þessu markmiði okkar,“ sagði Blind sem hefur litla reynslu sem aðalþjálfari. Hann stýrði Ajax í rúmt ár, frá mars 2005 til maí 2006, en þá er reynsla sem aðalþjálfari upptalin.
EM 2016 í Frakklandi Enski boltinn Tengdar fréttir Blind staðfestur sem næsti landsliðsþjálfari Hollands Danny Blind er tekinn við þjálfun hollenska landsliðsins af Guus Hiddink sem sagði starfi sínu lausu á mánudaginn. 1. júlí 2015 18:15 De Boer: Hiddink var aldrei rétti maðurinn fyrir Holland Íslendingar mæta Hollendingum með nýjum þjálfara í undankeppni EM 2016 í september. 30. júní 2015 14:00 Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Sjá meira
Blind staðfestur sem næsti landsliðsþjálfari Hollands Danny Blind er tekinn við þjálfun hollenska landsliðsins af Guus Hiddink sem sagði starfi sínu lausu á mánudaginn. 1. júlí 2015 18:15
De Boer: Hiddink var aldrei rétti maðurinn fyrir Holland Íslendingar mæta Hollendingum með nýjum þjálfara í undankeppni EM 2016 í september. 30. júní 2015 14:00