Fótbolti

Blind staðfestur sem næsti landsliðsþjálfari Hollands

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Blind og Hiddink.
Blind og Hiddink. vísir/getty
Danny Blind er tekinn við þjálfun hollenska landsliðsins af Guus Hiddink sem sagði starfi sínu lausu á mánudaginn.

Blind var aðstoðarþjálfari Hiddink og átti upphaflega að taka við hollenska liðinu eftir EM í Frakklandi á næsta ári. Það breyttist hins vegar eftir afsögn Hiddinks og Blind er því tekinn við liðinu.

Blind, sem er 53 ára, lék á sínum tíma 42 landsleiki fyrir Holland á sínum tíma.

Hann lék lengst af ferilsins með Ajax, frá 1986 til 1999, og stýrði svo liðinu í rúmt ár. Það er eina reynsla hans sem aðalþjálfari.

Holland er í riðli með Íslandi í undankeppni EM 2016 en Íslendingar unnu fyrri leik liðanna á Laugardalsvelli í október í fyrra. Hollendingar eru í 3. sæti riðilsins með 10 stig, fimm stigum á eftir toppliði Íslands.

Þess má geta að Daley Blind, sonur Dannys, er fastamaður í hollenska landsliðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×