Stuðningsmaður Viking segir Jón Daði álíka mjúkan á boltann og steypu Tómas Þór Þórðarson skrifar 3. júlí 2015 08:30 Jón Daði Böðvarsson gæti verið á leið til Kaiserslautern í Þýskalandi. mynd/viking-fk.no „Kaiserslautern er búið að bjóða aftur í Jón Daða Böðvarsson. Hvað á Viking að gera?“ Að þessu spyr Hans Petter Jörgensen, stuðningsmaður norska úrvalsdeildar liðsins Viking í Stavanger, í pistli sem hann skrifar á vefsíðu Aftonbladet. Jörgensen er fastur pistlahöfundur um uppáhaldsliðið sitt. Nú þegar er klárt að Viking er að missa einn sinn besta mann undanfarin ár, Veton Berisha, og Jörgensen óttast að Viking sökkvi eins og Titanic í haust verði báðir seldir, eins og hann orðar það. Hann segir peninginn sem Viking fái fyrir Jón Daða líklega bæta upp fyrir það, að liðið mun hrapa niður úr Evrópubaráttunni í deildinni og falla úr leik í bikarnum. Liðið er í þriðja sæti í úrvalsdeildinni norsku og komið í átta liða úrslit bikarsins. „Spurningin er: Hvað er það sem við missum ef við seljum Böðvarsson?“ spyr Jörgensen. „Við höfum séð brot af því hversu góður hann getur orðið en löngum stundum er hann jafnmjúkur á boltann og steypa,“ segir hann. Jörgensen segir það mikinn missi að Berisha sé að fara en hann er óviss um hvort liðið muni sakna Jóns Daða. „Það eina sem er klárt er að við getum fengið 2-3 milljónir fyrir hann núna í staðinn fyrir ekkert eftir hálft ár,“ segir Jörgensen, en samningur Jóns Daða rennur út í lok ársins. „Besta lausnin er þessi: Ef liðið getur fengið reyndan framherjan á láni út tímabilið ætti það að selja Böðvarsson. Ef það er ekki hægt á Jón Daði að vera hjá okkur út árið.“ „Framherji sem vill sýna sig fyrir framtíðar atvinnurekendum sínum og landsliði sem er á leið á EM ætti ekki að vanta hvatningu,“ segir Hans Petter Jörgensen. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Íslenski boltinn Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Sjá meira
„Kaiserslautern er búið að bjóða aftur í Jón Daða Böðvarsson. Hvað á Viking að gera?“ Að þessu spyr Hans Petter Jörgensen, stuðningsmaður norska úrvalsdeildar liðsins Viking í Stavanger, í pistli sem hann skrifar á vefsíðu Aftonbladet. Jörgensen er fastur pistlahöfundur um uppáhaldsliðið sitt. Nú þegar er klárt að Viking er að missa einn sinn besta mann undanfarin ár, Veton Berisha, og Jörgensen óttast að Viking sökkvi eins og Titanic í haust verði báðir seldir, eins og hann orðar það. Hann segir peninginn sem Viking fái fyrir Jón Daða líklega bæta upp fyrir það, að liðið mun hrapa niður úr Evrópubaráttunni í deildinni og falla úr leik í bikarnum. Liðið er í þriðja sæti í úrvalsdeildinni norsku og komið í átta liða úrslit bikarsins. „Spurningin er: Hvað er það sem við missum ef við seljum Böðvarsson?“ spyr Jörgensen. „Við höfum séð brot af því hversu góður hann getur orðið en löngum stundum er hann jafnmjúkur á boltann og steypa,“ segir hann. Jörgensen segir það mikinn missi að Berisha sé að fara en hann er óviss um hvort liðið muni sakna Jóns Daða. „Það eina sem er klárt er að við getum fengið 2-3 milljónir fyrir hann núna í staðinn fyrir ekkert eftir hálft ár,“ segir Jörgensen, en samningur Jóns Daða rennur út í lok ársins. „Besta lausnin er þessi: Ef liðið getur fengið reyndan framherjan á láni út tímabilið ætti það að selja Böðvarsson. Ef það er ekki hægt á Jón Daði að vera hjá okkur út árið.“ „Framherji sem vill sýna sig fyrir framtíðar atvinnurekendum sínum og landsliði sem er á leið á EM ætti ekki að vanta hvatningu,“ segir Hans Petter Jörgensen.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Íslenski boltinn Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Sjá meira