Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Selfoss 1-1 | Selfosskonur áfram eftir vítakeppni Guðmundur Tómas Sigfússon á Hásteinsvelli skrifar 3. júlí 2015 10:14 Selfosskonur eru komnar í undanúrslitin annað árið í röð. Vísir/Pjetur Selfyssingar sigruðu Eyjastúlkur í 8-liða úrslitum Borgunarbikars kvenna eftir vítaspyrnukeppni í Vestmannaeyjum í kvöld. Í fyrra lauk leik liðanna einnig i vítaspyrnukeppni þar sem Selfyssingar fóru áfram. Eftir venjulegan leiktíma var enn markalaust í leiknum en liðin skoruðu sitthvort markið úr vítaspyrnum í framlengingunni. Í vítakeppninni skoruðu leikmenn Selfoss úr þremur af sínum fimm spyrnum en Cloe Lacasse var eina af þeim fjórum sem tóku víti hjá Eyjastelpum, sem mann netmöskvana. Ekkert var um forföll leikmanna í dag eða síðustu daga, því spiluðu bæði lið sínum sterkustu leikmönnum. Fyrirfram mátti búast við hörkuleik, enda jöfn lið hér á ferð. Liðin mættust á Selfossi fyrr á tímabilinu en þá sigruðu Selfyssingar með marki á 90. mínútu. Í fyrri hálfleiknum sáust ekki mikið af glæsilegum tilburðum. Cloe Lacasse tókst þó í eitt skiptið að prjóna sig í gegnum alla vörn Selfyssinga en tókst ekki að koma boltanum í markið. Þegar um tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleik fékk varnarmaður Selfyssinga boltann í höndina innan teigs. Dómarinn, Pétur Guðmundsson, lét þó eins og hann hafi ekki séð atvikið og dæmdi því ekki vítaspyrnu. Það virtust allir á vellinum sjá þetta, en þó ekki dómaratríóið. Í seinni hálfleik komu færin á færibandi. Strax á 46. mínútu átti Dagný Brynjarsdóttir, hættulegasti leikmaður Selfyssinga, færi sem hún nýtti ekki. Hættulegasti leikmaður ÍBV átti einnig dauðafæri nokkrum sinnum en Shaneka Gordon náði ekki að skora. Þegar um hálftími var eftir af leiknum hófst stórleikur Bryndísar Láru Hrafnkelsdóttur, hún varði hvert dauðafærið á fætur öðru. Donna Kay Henry var komin í frábært færi en Bryndísi tókst að slá boltann í slána. Tíu mínútum seinna varði Bryndís frábærlega í tvígang, fyrst skot Evu Lindar Elíasdóttur og síðan frákastið frá Guðmundu Brynju Óladóttur. Strax eftir færið komst Cloe Lacasse ein í gegn en tók skotið of snemma og framhjá fór boltinn. Á 93. mínútu venjulegs leiktíma fékk Dagný Brynjarsdóttir enn eitt dauðafærið, þá tókst Bryndísi enn og aftur að loka markinu frábærlega. Framlenging var því niðurstaðan í þessum fjöruga, markalausa leik. Þegar fyrri hálfleikur framlengingarinnar var hálfnaður fékk Shaneka Gordon sendingu inn fyrir vörn Selfoss, hún var á undan Chante Sandiford í marki Selfyssinga. Chante keyrði Shaneku í jörðina og vítaspyrna dæmd. Cloe Lacasse var öryggið uppmálað á punktinum og Eyjakonur í frábærri stöðu. Eyjakonur voru nálægt því að klára leikinn rétt eftir að seinni hálfleikur framlengingarinnar hófst. Þá skoraði Kristín Erna Sigurlásdóttir mark, sem dæmt var af vegna rangstöðu. Þá hafði Shaneka Gordon lagt boltann á Kristínu sem skoraði í autt markið. Ég hef séð upptöku af atvikinu og þar sést að Kristín er ekki rangstæð, sem gerir þetta enn grátlegra fyrir ÍBV. Á 118. mínútu var Magdalena Anna Reimus felld í vítateig ÍBV, dómarinn dæmdi réttilega víti. Eyjastúlkur báðu um rangstöðu á Magdalenu þegar hún fékk boltann inn fyrir, en ekkert var dæmt. Guðmunda Brynja Óladóttir skoraði úr vítinu en Bryndís Lára var ótrúlega nálægt því að verja boltann. Lítill sem enginn tími var eftir fyrir liðin til þess að sækja sigurmarkið og því þurfti að grípa til vítakeppni. Á síðustu leiktíð áttust þessi lið einmitt við í 8-liða úrslitum Borgunarbikarsins en þar fóru Selfyssingar áfram eftir vítaspyrnukeppni. Sagan virtist vera að endurtaka sig hér í Eyjum, í dag. Guðmunda Brynja Óladóttir átti fyrsta vítið en hún klikkaði. Það kom ekki að sök því að Dagný Brynjarsdóttir, Donna Kay Henry og loks María Rós Arngrímsdóttir skoruðu úr sínum vítum. Sagan endurtók sig og Eyjakonur sitja eftir með sárt ennið.Vítakeppnin: ÍBV - Selfoss 1-3 0-0 - Guðmunda Brynja Óladóttir, Selfossi (Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir varði) 0-0 - Sabrína Lind Adolfsdóttir, ÍBV (Chante Sandiford varði) 0-1 - Dagný Brynjarsdóttir, Selfossi (mark) 1-1 - Cloe Lacasse, ÍBV (mark) 1-2 - Donna Kay Henry, Selfossi (mark) 1-2 - Sigríður Lára Garðarsdóttir, ÍBV (yfir markið) 1-2 - Magdalena Anna Reimus, Selfossi (yfir markið) 1-2 - Díana Dögg Magnúsdóttir, ÍBV (yfir markið) 1-3 - María Rós Arngrímsdóttir, Selfossi (mark)Gunnar Borgþórsson: Vorum að gefast upp á hliðarlínunni „Ég er gríðarlega hamingjusamur. Liðsheildin skóp þennan sigur og við gáfumst ekki upp,“ sagði Gunnar Borgþórsson, þjálfari Selfyssinga, eftir ævintýralegan sigur í vítakeppni á Eyjakonum í 8-liða úrslitum Borgunarbikarsins. „Við vorum alveg að gefast upp á hliðarlínunni og sáum ekki fram á að þetta væri að fara að gerast. Stelpurnar gáfust ekki upp og eiga þetta skilið.“ Leikmenn Selfoss áttu nokkur mjög góð færi en Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir stóð vaktina vel í marki ÍBV. „Bryndís var klárlega maður leiksins í dag, það var ómögulegt, nánast, að koma boltanum framhjá henni.“ Bæði lið gerðu mistök í varnarleik sínum þegar þau gáfu vítaspyrnur. „Er það ekki alltaf þannig, með þessi mörk sem eru skoruð. Það er einhver sem gerir smá mistök. Þetta var bara ótrúlega skemmtilegur leikur. Hann var jafn og kvennaknattspyrnunni til framdráttar, alveg klárlega.“ Stundum þarf að neyða stelpur á punktinn í aðstæðum sem þessum en Gunnar sagði það ekki hafa verið vandamál. „Nei það var ekki þannig, þær voru spurðar og við vorum búnir að ræða þetta. Þær taka ábyrgðina alveg," sagði Gunnar. Selfyssingar unnu ÍBV í 8-liða úrslitunum í fyrra á sama hátt, í vítaspyrnukeppni, var sigurinn því sætari af þeim sökum? „Nei, nei, það var allt annar leikur. Þetta hefði verið jafnsætt, sama hvort þetta væri ÍBV eða Fylkir, eða hvað sem er. Þetta er alltaf jafn sætt að vinna svona og jafn sárt að tapa væntanlega,“ sagði Gunnar að lokum sem virkaði gríðarlega glaður.Ian Jeffs: Stelpurnar gáfu allt „Þetta er svekkjandi, að tapa í vító. Það er aldrei gaman,“ sagði Ian Jeffs, þjálfari meistaraflokks kvenna hjá ÍBV, eftir tap gegn Selfyssingum í vítaspyrnukeppni í dag. „Mér fannst stelpurnar gefa allt í þetta, ég gat ekki beðið um meira en þetta. Þetta er eins og að kaupa happadrættismiða í vító, en þær unnu í dag og við töpuðum, það er bara þannig.“ Leikmenn ÍBV spiluðu þó gríðarlega vel í leiknum og fengu nokkur færi til þess að klára leikinn. „Mér fannst þetta góður leikur og er mjög ánægður með hvernig við spiluðum í dag. Bæði í venjulegum leiktíma og í framlengingunni. Það gekk vel og „game-planið“ gekk upp. Ég er ánægður með allt nema að tapa,“ sagði Ian Jeffs léttur í lund. Kristín Erna Sigurlásdóttir virtist hafa tryggt ÍBV farseðilinn í undanúrslitin þegar hún skoraði í autt markið í seinni hálfleik framlengingarinnar. Markið var síðar dæmt af vegna rangstöðu. „Ég tala yfirleitt aldrei um dómana fyrr en ég er búinn að sjá atvikið aftur en ég veit ekki hvort þetta var rangstæða eða ekki. Ég skoða þetta og það er enn meira svekkjandi ef þetta var ekki rangstæða,“ sagði Ian en hann bætti síðan við að hann stjórnaði ekki dómgæslunni í leikjunum og svona væri þetta bara. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Sjá meira
Selfyssingar sigruðu Eyjastúlkur í 8-liða úrslitum Borgunarbikars kvenna eftir vítaspyrnukeppni í Vestmannaeyjum í kvöld. Í fyrra lauk leik liðanna einnig i vítaspyrnukeppni þar sem Selfyssingar fóru áfram. Eftir venjulegan leiktíma var enn markalaust í leiknum en liðin skoruðu sitthvort markið úr vítaspyrnum í framlengingunni. Í vítakeppninni skoruðu leikmenn Selfoss úr þremur af sínum fimm spyrnum en Cloe Lacasse var eina af þeim fjórum sem tóku víti hjá Eyjastelpum, sem mann netmöskvana. Ekkert var um forföll leikmanna í dag eða síðustu daga, því spiluðu bæði lið sínum sterkustu leikmönnum. Fyrirfram mátti búast við hörkuleik, enda jöfn lið hér á ferð. Liðin mættust á Selfossi fyrr á tímabilinu en þá sigruðu Selfyssingar með marki á 90. mínútu. Í fyrri hálfleiknum sáust ekki mikið af glæsilegum tilburðum. Cloe Lacasse tókst þó í eitt skiptið að prjóna sig í gegnum alla vörn Selfyssinga en tókst ekki að koma boltanum í markið. Þegar um tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleik fékk varnarmaður Selfyssinga boltann í höndina innan teigs. Dómarinn, Pétur Guðmundsson, lét þó eins og hann hafi ekki séð atvikið og dæmdi því ekki vítaspyrnu. Það virtust allir á vellinum sjá þetta, en þó ekki dómaratríóið. Í seinni hálfleik komu færin á færibandi. Strax á 46. mínútu átti Dagný Brynjarsdóttir, hættulegasti leikmaður Selfyssinga, færi sem hún nýtti ekki. Hættulegasti leikmaður ÍBV átti einnig dauðafæri nokkrum sinnum en Shaneka Gordon náði ekki að skora. Þegar um hálftími var eftir af leiknum hófst stórleikur Bryndísar Láru Hrafnkelsdóttur, hún varði hvert dauðafærið á fætur öðru. Donna Kay Henry var komin í frábært færi en Bryndísi tókst að slá boltann í slána. Tíu mínútum seinna varði Bryndís frábærlega í tvígang, fyrst skot Evu Lindar Elíasdóttur og síðan frákastið frá Guðmundu Brynju Óladóttur. Strax eftir færið komst Cloe Lacasse ein í gegn en tók skotið of snemma og framhjá fór boltinn. Á 93. mínútu venjulegs leiktíma fékk Dagný Brynjarsdóttir enn eitt dauðafærið, þá tókst Bryndísi enn og aftur að loka markinu frábærlega. Framlenging var því niðurstaðan í þessum fjöruga, markalausa leik. Þegar fyrri hálfleikur framlengingarinnar var hálfnaður fékk Shaneka Gordon sendingu inn fyrir vörn Selfoss, hún var á undan Chante Sandiford í marki Selfyssinga. Chante keyrði Shaneku í jörðina og vítaspyrna dæmd. Cloe Lacasse var öryggið uppmálað á punktinum og Eyjakonur í frábærri stöðu. Eyjakonur voru nálægt því að klára leikinn rétt eftir að seinni hálfleikur framlengingarinnar hófst. Þá skoraði Kristín Erna Sigurlásdóttir mark, sem dæmt var af vegna rangstöðu. Þá hafði Shaneka Gordon lagt boltann á Kristínu sem skoraði í autt markið. Ég hef séð upptöku af atvikinu og þar sést að Kristín er ekki rangstæð, sem gerir þetta enn grátlegra fyrir ÍBV. Á 118. mínútu var Magdalena Anna Reimus felld í vítateig ÍBV, dómarinn dæmdi réttilega víti. Eyjastúlkur báðu um rangstöðu á Magdalenu þegar hún fékk boltann inn fyrir, en ekkert var dæmt. Guðmunda Brynja Óladóttir skoraði úr vítinu en Bryndís Lára var ótrúlega nálægt því að verja boltann. Lítill sem enginn tími var eftir fyrir liðin til þess að sækja sigurmarkið og því þurfti að grípa til vítakeppni. Á síðustu leiktíð áttust þessi lið einmitt við í 8-liða úrslitum Borgunarbikarsins en þar fóru Selfyssingar áfram eftir vítaspyrnukeppni. Sagan virtist vera að endurtaka sig hér í Eyjum, í dag. Guðmunda Brynja Óladóttir átti fyrsta vítið en hún klikkaði. Það kom ekki að sök því að Dagný Brynjarsdóttir, Donna Kay Henry og loks María Rós Arngrímsdóttir skoruðu úr sínum vítum. Sagan endurtók sig og Eyjakonur sitja eftir með sárt ennið.Vítakeppnin: ÍBV - Selfoss 1-3 0-0 - Guðmunda Brynja Óladóttir, Selfossi (Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir varði) 0-0 - Sabrína Lind Adolfsdóttir, ÍBV (Chante Sandiford varði) 0-1 - Dagný Brynjarsdóttir, Selfossi (mark) 1-1 - Cloe Lacasse, ÍBV (mark) 1-2 - Donna Kay Henry, Selfossi (mark) 1-2 - Sigríður Lára Garðarsdóttir, ÍBV (yfir markið) 1-2 - Magdalena Anna Reimus, Selfossi (yfir markið) 1-2 - Díana Dögg Magnúsdóttir, ÍBV (yfir markið) 1-3 - María Rós Arngrímsdóttir, Selfossi (mark)Gunnar Borgþórsson: Vorum að gefast upp á hliðarlínunni „Ég er gríðarlega hamingjusamur. Liðsheildin skóp þennan sigur og við gáfumst ekki upp,“ sagði Gunnar Borgþórsson, þjálfari Selfyssinga, eftir ævintýralegan sigur í vítakeppni á Eyjakonum í 8-liða úrslitum Borgunarbikarsins. „Við vorum alveg að gefast upp á hliðarlínunni og sáum ekki fram á að þetta væri að fara að gerast. Stelpurnar gáfust ekki upp og eiga þetta skilið.“ Leikmenn Selfoss áttu nokkur mjög góð færi en Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir stóð vaktina vel í marki ÍBV. „Bryndís var klárlega maður leiksins í dag, það var ómögulegt, nánast, að koma boltanum framhjá henni.“ Bæði lið gerðu mistök í varnarleik sínum þegar þau gáfu vítaspyrnur. „Er það ekki alltaf þannig, með þessi mörk sem eru skoruð. Það er einhver sem gerir smá mistök. Þetta var bara ótrúlega skemmtilegur leikur. Hann var jafn og kvennaknattspyrnunni til framdráttar, alveg klárlega.“ Stundum þarf að neyða stelpur á punktinn í aðstæðum sem þessum en Gunnar sagði það ekki hafa verið vandamál. „Nei það var ekki þannig, þær voru spurðar og við vorum búnir að ræða þetta. Þær taka ábyrgðina alveg," sagði Gunnar. Selfyssingar unnu ÍBV í 8-liða úrslitunum í fyrra á sama hátt, í vítaspyrnukeppni, var sigurinn því sætari af þeim sökum? „Nei, nei, það var allt annar leikur. Þetta hefði verið jafnsætt, sama hvort þetta væri ÍBV eða Fylkir, eða hvað sem er. Þetta er alltaf jafn sætt að vinna svona og jafn sárt að tapa væntanlega,“ sagði Gunnar að lokum sem virkaði gríðarlega glaður.Ian Jeffs: Stelpurnar gáfu allt „Þetta er svekkjandi, að tapa í vító. Það er aldrei gaman,“ sagði Ian Jeffs, þjálfari meistaraflokks kvenna hjá ÍBV, eftir tap gegn Selfyssingum í vítaspyrnukeppni í dag. „Mér fannst stelpurnar gefa allt í þetta, ég gat ekki beðið um meira en þetta. Þetta er eins og að kaupa happadrættismiða í vító, en þær unnu í dag og við töpuðum, það er bara þannig.“ Leikmenn ÍBV spiluðu þó gríðarlega vel í leiknum og fengu nokkur færi til þess að klára leikinn. „Mér fannst þetta góður leikur og er mjög ánægður með hvernig við spiluðum í dag. Bæði í venjulegum leiktíma og í framlengingunni. Það gekk vel og „game-planið“ gekk upp. Ég er ánægður með allt nema að tapa,“ sagði Ian Jeffs léttur í lund. Kristín Erna Sigurlásdóttir virtist hafa tryggt ÍBV farseðilinn í undanúrslitin þegar hún skoraði í autt markið í seinni hálfleik framlengingarinnar. Markið var síðar dæmt af vegna rangstöðu. „Ég tala yfirleitt aldrei um dómana fyrr en ég er búinn að sjá atvikið aftur en ég veit ekki hvort þetta var rangstæða eða ekki. Ég skoða þetta og það er enn meira svekkjandi ef þetta var ekki rangstæða,“ sagði Ian en hann bætti síðan við að hann stjórnaði ekki dómgæslunni í leikjunum og svona væri þetta bara.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Sjá meira