Sjáðu Nissan GT-R fljúga útaf í Pikes Peak Finnur Thorlacius skrifar 3. júlí 2015 15:56 Í klifurkeppninni í Pikes Peak í Colorado verða ávallt einhverjir útafakstrar, misbanvænir þó, en klifið er upp snarbratt fjall og víða þurfa menn ekki að kemba hærurnar ef þeir fara útaf. Ökumaður þessa aflmikla Nissan GT-R bíls var þó heppinn að þetta gerðist á þessum stað brautarinnar. Ökumaður bílsins var Randy Pobst sem er atvinnukappakstursmaður og þykir afar hæfur bílstjóri. Hann réð þó ekki við þessa beygju enda á dágóðum hraða þegar hann kemur inní hana. Pobst sagðist hafa mislesið beygjuna og að hún hafi verið sleipari en hann átti von á. Pobst varð ekki fyrir neinum meiðslum við þennan útafakstur, þótt furðuslegt megi virðast. Bílar video Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent
Í klifurkeppninni í Pikes Peak í Colorado verða ávallt einhverjir útafakstrar, misbanvænir þó, en klifið er upp snarbratt fjall og víða þurfa menn ekki að kemba hærurnar ef þeir fara útaf. Ökumaður þessa aflmikla Nissan GT-R bíls var þó heppinn að þetta gerðist á þessum stað brautarinnar. Ökumaður bílsins var Randy Pobst sem er atvinnukappakstursmaður og þykir afar hæfur bílstjóri. Hann réð þó ekki við þessa beygju enda á dágóðum hraða þegar hann kemur inní hana. Pobst sagðist hafa mislesið beygjuna og að hún hafi verið sleipari en hann átti von á. Pobst varð ekki fyrir neinum meiðslum við þennan útafakstur, þótt furðuslegt megi virðast.
Bílar video Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent