98 laxar komnir úr Elliðaánum Karl Lúðvíksson skrifar 5. júlí 2015 16:12 Rennt í Sjávarfossinn á seinni vaktinni í dag Mynd: KL Það er fínn gangur í veiðinni í Elliðaánum og helgin hefur sýnt að það er greinilega góður skriður á laxagöngunum. Í dag er Reykjavíkurdagur í Elliðaánum en þá veiða starfsmenn sem hefur verið bent á á hverju sviði fyrir framúrskarandi framlag í sínu starfi af öðrum starfsmönnum. Um 300 ábendingar bárust svo erfitt hefur verið að draga úr þeim fjölda. Veiðin í dag var virkilega góð en alls veiddust 10 laxar í morgun og fleiri sluppu. Sjávarfossinn var á tímabili kraumandi af laxi eins og þekkist vel á góðu ári í ánni svo þeir sem áttu Fossinn í morgun voru flestir snöggir að ná kvótanum. Heildarveiðin í ánni er 98 laxar þegar morgunvaktinni í dag lauk og það er nokkuð ljóst miðað við frábærar aðstæður að áin á eftir að detta í 100 laxa í dag og líklega, haldi veiðin sama dampi, fara yfir 100 laxa múrinn. Nokkrir rígvænir laxar hafa bæði veiðst og sést í ánni. Til að mynda veiddi sá góðkunni veiðimaður og leiðsögumaður Ásgeir Heiðar 90 sm lax í Ullarfossi og annar ekki minni hefur sést við Árbæjarstíflu. Ásgeir var við veiðar ásamt Marinó Guðmundssyni og náðu þeir félagar 6 löxum á land nokkuð auðveldlega en fáir þekkja Elliðárnar jafn vel og Ásgeir. "Ég var svo heppinn að plata hann með mér á stöng og hann sýndi mér staði í ánni sem mér hefði aldrei dottið í hug að veiða" sagði Marínó Guðmundsson um veiðifélagann. "Hann er fæddur veiðimaður - og góður kennari - hann hefur bæði verið gæd hjá mér og svo við saman að veiða nokkrum sinnum. Toppurinn að vera með svona mönnum" bætti hann við. Mest lesið Fer Jökla yfir 1000 laxa í sumar? Veiði Ný vötn í Veiðikortinu Veiði Áframhald á kuldatíð seinkar veiðivon á norðurlandi Veiði Stórurriði sleit sig lausann við Elliðavatn í gærkvöldi Veiði Gengið með Langá og Haukadalsá Veiði Eystri Rangá aflahæst laxveiðiánna Veiði Þingvallaurriðinn gefur sig ekki án fyrirhafnar Veiði 75 ára afmæli SVFR Veiði Síðasta rjúpnahelgin framundan Veiði Húseyjakvísl gaf vel þrátt fyrir erfið skilyrði Veiði
Það er fínn gangur í veiðinni í Elliðaánum og helgin hefur sýnt að það er greinilega góður skriður á laxagöngunum. Í dag er Reykjavíkurdagur í Elliðaánum en þá veiða starfsmenn sem hefur verið bent á á hverju sviði fyrir framúrskarandi framlag í sínu starfi af öðrum starfsmönnum. Um 300 ábendingar bárust svo erfitt hefur verið að draga úr þeim fjölda. Veiðin í dag var virkilega góð en alls veiddust 10 laxar í morgun og fleiri sluppu. Sjávarfossinn var á tímabili kraumandi af laxi eins og þekkist vel á góðu ári í ánni svo þeir sem áttu Fossinn í morgun voru flestir snöggir að ná kvótanum. Heildarveiðin í ánni er 98 laxar þegar morgunvaktinni í dag lauk og það er nokkuð ljóst miðað við frábærar aðstæður að áin á eftir að detta í 100 laxa í dag og líklega, haldi veiðin sama dampi, fara yfir 100 laxa múrinn. Nokkrir rígvænir laxar hafa bæði veiðst og sést í ánni. Til að mynda veiddi sá góðkunni veiðimaður og leiðsögumaður Ásgeir Heiðar 90 sm lax í Ullarfossi og annar ekki minni hefur sést við Árbæjarstíflu. Ásgeir var við veiðar ásamt Marinó Guðmundssyni og náðu þeir félagar 6 löxum á land nokkuð auðveldlega en fáir þekkja Elliðárnar jafn vel og Ásgeir. "Ég var svo heppinn að plata hann með mér á stöng og hann sýndi mér staði í ánni sem mér hefði aldrei dottið í hug að veiða" sagði Marínó Guðmundsson um veiðifélagann. "Hann er fæddur veiðimaður - og góður kennari - hann hefur bæði verið gæd hjá mér og svo við saman að veiða nokkrum sinnum. Toppurinn að vera með svona mönnum" bætti hann við.
Mest lesið Fer Jökla yfir 1000 laxa í sumar? Veiði Ný vötn í Veiðikortinu Veiði Áframhald á kuldatíð seinkar veiðivon á norðurlandi Veiði Stórurriði sleit sig lausann við Elliðavatn í gærkvöldi Veiði Gengið með Langá og Haukadalsá Veiði Eystri Rangá aflahæst laxveiðiánna Veiði Þingvallaurriðinn gefur sig ekki án fyrirhafnar Veiði 75 ára afmæli SVFR Veiði Síðasta rjúpnahelgin framundan Veiði Húseyjakvísl gaf vel þrátt fyrir erfið skilyrði Veiði