Nýr forstjóri Honda vill spennandi bíla Finnur Thorlacius skrifar 6. júlí 2015 13:33 Honda Civic Type R á bílasýningunni í Genf. Mörgum hefur fundist bílar Honda verða sífellt minna spennandi, enda hefur Honda á síðustu árum lagt höfuðáherslu á magnsölu bíla sinna. Það mun breytast með nýjum forstjóra, hinum 56 ára verkfræðingi, Takahiro Hachigo. Hann hefur tjáð sig um það að hjá Honda verði nú lögð áhersla á að búa til bíla sem vekja tilfinningar og uppfylla drauma kaupenda. Bílaáhugamenn um allan heim fagna því, ekki síst í ljósi þess að Honda var frægt fyrir að smíða afar spennandi bíla fyrir ekki svo mörgum árum, en hreinlega hætti því. Tilkoma nýs Honda Civic Type R er gott dæmi um þessa sveiflu nú og von er á fleiri athygliverðum bílum á næstunni. Bílar Honda eiga líka að verða meiri heimsbílar, sem henta kaupendum á öllum mörkuðum, ekki bara í Japan og Bandaríkjunum. Hachigo hefur unnið fyrir Honda í Evrópu, Bandaríkjunum og Kína og segist þekkja vel til þarfa kaupenda þar og ætli að uppfylla þeirra þarfir. Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Innlent
Mörgum hefur fundist bílar Honda verða sífellt minna spennandi, enda hefur Honda á síðustu árum lagt höfuðáherslu á magnsölu bíla sinna. Það mun breytast með nýjum forstjóra, hinum 56 ára verkfræðingi, Takahiro Hachigo. Hann hefur tjáð sig um það að hjá Honda verði nú lögð áhersla á að búa til bíla sem vekja tilfinningar og uppfylla drauma kaupenda. Bílaáhugamenn um allan heim fagna því, ekki síst í ljósi þess að Honda var frægt fyrir að smíða afar spennandi bíla fyrir ekki svo mörgum árum, en hreinlega hætti því. Tilkoma nýs Honda Civic Type R er gott dæmi um þessa sveiflu nú og von er á fleiri athygliverðum bílum á næstunni. Bílar Honda eiga líka að verða meiri heimsbílar, sem henta kaupendum á öllum mörkuðum, ekki bara í Japan og Bandaríkjunum. Hachigo hefur unnið fyrir Honda í Evrópu, Bandaríkjunum og Kína og segist þekkja vel til þarfa kaupenda þar og ætli að uppfylla þeirra þarfir.
Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Innlent