Kanalausir Haukar á næsta tímabili: Spennandi tilhugsun Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 6. júlí 2015 22:08 Þeir leikmenn sem skrifuðu undir í dag. Pálína er lengst til hægri og Jóhanna önnur frá hægri. Vísir/Andri Marinó Pálína Gunnlaugsdóttir segir að hún hafi heillast af þeirri hugmynd að byggja upp lið á íslenskum leikmönnum í Domino's-deild kvenna. Pálína samdi í dag við sitt gamla félag, Hauka, til næstu tveggja ára. Jóhanna Björk Sveinsdóttir samdi við félagið til eins árs en hún er einnig að koma aftur í Hafnarfjörðinn eftir stutta dvöl hjá Breiðabliki. „Það var tímabært að koma aftur heim,“ segir Pálína sem fór frá Haukum árið 2008. Ári áður hafði Helena Sverrisdóttir haldið til Bandaríkjanna í nám en hún er kominn aftur í Hauka sem kunnugt er. „Við spiluðum saman upp alla yngri flokkana en ég hef ekki spilað með henni síðan hún fór út. Við erum aðeins þroskaðri í dag og betri í körfubolta,“ segir hún. „Haukar eru með gott lið - fullt af ungum og efnilegum leikmönnum og svo baráttujaxla líka. Haukar hafa gefið út að vera ekki með erlendan leikmann og það finnst mér spennandi tilhugsun. Ég hef aldrei unnið neitt nema með erlendum leikmanni og væri gaman að byggja upp lið á íslenskum leikmönnum og vinna einn stóran titil.“ Helena segir að það sé stefnan að spila án bandarísks leikmanns þó svo að það gæti breyst. „Við teljum að við getum náð langt með þessar stelpur og ég trúi ekki öðru en að það gangi eftir að klára tímabilið með þessum leikmönnum sem eru í liðinu í dag,“ segir Helena. „Við höldum þessu opnu um áramótin og skoðum stöðuna þá. En við viljum prófa þetta og af hverju ætti það ekki að ganga?“ Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Pálína og Jóhanna Björk semja við Hauka Haukar halda áfram að styrkja sig fyrir komandi átök í Domino's-deild kvenna. 6. júlí 2015 20:26 Mest lesið Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Íslendingapartý í Katowice Körfubolti „Ég er ekki Hitler“ Fótbolti Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Fleiri fréttir Bein útsending: Íslensku stuðningsmennirnir hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Sjá meira
Pálína Gunnlaugsdóttir segir að hún hafi heillast af þeirri hugmynd að byggja upp lið á íslenskum leikmönnum í Domino's-deild kvenna. Pálína samdi í dag við sitt gamla félag, Hauka, til næstu tveggja ára. Jóhanna Björk Sveinsdóttir samdi við félagið til eins árs en hún er einnig að koma aftur í Hafnarfjörðinn eftir stutta dvöl hjá Breiðabliki. „Það var tímabært að koma aftur heim,“ segir Pálína sem fór frá Haukum árið 2008. Ári áður hafði Helena Sverrisdóttir haldið til Bandaríkjanna í nám en hún er kominn aftur í Hauka sem kunnugt er. „Við spiluðum saman upp alla yngri flokkana en ég hef ekki spilað með henni síðan hún fór út. Við erum aðeins þroskaðri í dag og betri í körfubolta,“ segir hún. „Haukar eru með gott lið - fullt af ungum og efnilegum leikmönnum og svo baráttujaxla líka. Haukar hafa gefið út að vera ekki með erlendan leikmann og það finnst mér spennandi tilhugsun. Ég hef aldrei unnið neitt nema með erlendum leikmanni og væri gaman að byggja upp lið á íslenskum leikmönnum og vinna einn stóran titil.“ Helena segir að það sé stefnan að spila án bandarísks leikmanns þó svo að það gæti breyst. „Við teljum að við getum náð langt með þessar stelpur og ég trúi ekki öðru en að það gangi eftir að klára tímabilið með þessum leikmönnum sem eru í liðinu í dag,“ segir Helena. „Við höldum þessu opnu um áramótin og skoðum stöðuna þá. En við viljum prófa þetta og af hverju ætti það ekki að ganga?“
Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Pálína og Jóhanna Björk semja við Hauka Haukar halda áfram að styrkja sig fyrir komandi átök í Domino's-deild kvenna. 6. júlí 2015 20:26 Mest lesið Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Íslendingapartý í Katowice Körfubolti „Ég er ekki Hitler“ Fótbolti Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Fleiri fréttir Bein útsending: Íslensku stuðningsmennirnir hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Sjá meira
Pálína og Jóhanna Björk semja við Hauka Haukar halda áfram að styrkja sig fyrir komandi átök í Domino's-deild kvenna. 6. júlí 2015 20:26