Mastercard vill kortleggja viðskiptahætti bíleigenda Finnur Thorlacius skrifar 7. júlí 2015 15:00 Vill safna upplýsingum fyrir tryggingafélög og auglýsingafyrirtæki. Það tekur ekki margar innkaupaferðir eða heimsóknir á söluvefi til að hægt sé að kortleggja áhugasvið og kaupgetu hvers og eins, svo lengi sem einhver tekur þessi gögn saman. Það er einmitt það sem Mastercard hefur áhuga á að gera um bíleigendur. Þessar upplýsingar hyggst Mastercard safna fyrir aðila eins og tryggingafélög og fyrirtæki sem starfa á auglýsingamarkaði. Ekki hljómar þetta ýkja huggulega og er enn eitt dæmið um að „stóri bróðir“ veit allt um okkur og vill vita aðeins meira. Mastercard svarar gagnrýnisröddunum með því að mun ódýrara sé að safna gögnum á þennan hátt en með könnunum og úthringingum. Með þennan ásetning að leiðarljósi hefur Mastercard sótt um einkaleyfi í Bandaríkjunum á tæknilausn sem gerir slíkar rannsóknir mögulegar. Það var vefurinn Free Patents Online sem vakið hefur athygli á þessari umsókn Mastercard og er greinilega ekki hrifið af áætlunum þess. Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Það tekur ekki margar innkaupaferðir eða heimsóknir á söluvefi til að hægt sé að kortleggja áhugasvið og kaupgetu hvers og eins, svo lengi sem einhver tekur þessi gögn saman. Það er einmitt það sem Mastercard hefur áhuga á að gera um bíleigendur. Þessar upplýsingar hyggst Mastercard safna fyrir aðila eins og tryggingafélög og fyrirtæki sem starfa á auglýsingamarkaði. Ekki hljómar þetta ýkja huggulega og er enn eitt dæmið um að „stóri bróðir“ veit allt um okkur og vill vita aðeins meira. Mastercard svarar gagnrýnisröddunum með því að mun ódýrara sé að safna gögnum á þennan hátt en með könnunum og úthringingum. Með þennan ásetning að leiðarljósi hefur Mastercard sótt um einkaleyfi í Bandaríkjunum á tæknilausn sem gerir slíkar rannsóknir mögulegar. Það var vefurinn Free Patents Online sem vakið hefur athygli á þessari umsókn Mastercard og er greinilega ekki hrifið af áætlunum þess.
Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira