Ný og ódýrari rafmagnsdrifrás frá Bosch Finnur Thorlacius skrifar 8. júlí 2015 09:00 Nýjar rafhlöður Bosch gætu gerbreytt landslaginu í notkun rafmagns fyrir bíla. Þýski rafmagnstækjaframleiðandinn Bosch og japanski samstarfsaðili þess GS Yuasa Corp. eru á góðri leið að smíða lithium ion rafhlöður sem kosta aðeins helminginn af rafhlöðum nútímans fyrir bíla en innihalda tvöfalda orku þeirra. Þessi nýja tækni gæti gerbreytt landslaginu í notkun rafmagns fyrir bíla segir forstjóri Bosch. Fyrirtækin tvö hyggjast hefja sölu á þessum nýja rafbúnaði árið 2020 og eru þau á góðum rekspeli að hrinda því í framkvæmd. Búist er við því að um 15% bíla verði með rafbúnaði í drifrás sinni árið 2020 og því er eftir miklu að slægjast hjá Bosch og GS Yuasa. Helsti munurinn á þessum búnaði og þeim rafbúnaði sem notaður er í dag er sá að hann notast við 48 volta spennu, en ekki 220. Þessi búnaður frá Bosch mun fara í ónefndan bíl þekkts evrópsks bílaframleiðanda í ár og því ætti fljótlega að koma reynsla á þessa nýju tækni. Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent
Þýski rafmagnstækjaframleiðandinn Bosch og japanski samstarfsaðili þess GS Yuasa Corp. eru á góðri leið að smíða lithium ion rafhlöður sem kosta aðeins helminginn af rafhlöðum nútímans fyrir bíla en innihalda tvöfalda orku þeirra. Þessi nýja tækni gæti gerbreytt landslaginu í notkun rafmagns fyrir bíla segir forstjóri Bosch. Fyrirtækin tvö hyggjast hefja sölu á þessum nýja rafbúnaði árið 2020 og eru þau á góðum rekspeli að hrinda því í framkvæmd. Búist er við því að um 15% bíla verði með rafbúnaði í drifrás sinni árið 2020 og því er eftir miklu að slægjast hjá Bosch og GS Yuasa. Helsti munurinn á þessum búnaði og þeim rafbúnaði sem notaður er í dag er sá að hann notast við 48 volta spennu, en ekki 220. Þessi búnaður frá Bosch mun fara í ónefndan bíl þekkts evrópsks bílaframleiðanda í ár og því ætti fljótlega að koma reynsla á þessa nýju tækni.
Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent