Gríðarleg fjölgun ferðamanna á þessu ári Heimir Már Pétursson skrifar 7. júlí 2015 19:04 Gríðarleg fjölgun hefur orðið á ferðamönnum til landsins það sem af er árinu en rúmlega hálf milljón ferðamanna kom til Íslands á fyrstu sex mánuðum ársins. Gæði, umhverfisvitund, fagmennska og langtímahugsun eru lykillinn að velgengni Íslendinga í framtíðinni að mati ferðamamálastjóra. Fjölgun erlendra ferðamanna hefur nánast verið ævintýraleg á undanförnum árum og hvert metið slegið á fætur öðru. Hótelin rísa upp eins og gorkúlur; eitt það nýjasta var opnað við Höfðatorg í síðasta mánuði og er með þeim stærstu, ef ekki stærsta hótel landsins. Það lítur út fyrir að einn eitt metið verði slegið í ár því 27 þúsund fleiri ferðamenn komu hingað til lands í síðasta mánuði en í júní í fyrra sem er fjölgun upp á rúm 24 prósent. Og á fyrstu mánuðum ársins komu 517 þúsund ferðamenn hingað sem er fjölgun upp á tæp 29 prósent. Ólöf Ýr Atladóttir ferðamálastjóri segir að frá árinu 2010 hafi ferðamönnum fjölgað árlega um tveggja stafa tölu. „Og svona mikill vöxtur á skömmum tíma hefur auðvitað í för með sér vaxtaverki sem þarf að takast á við,“ segir Ólöf. Atvinnugreinin hafi orðið fullveðja á skömmum tíma og nú þurfi að takast á við stefnumótun og eftirfylgni sem og skipulag bæja og byggða. Það þurfi líka að skipuleggja hvernig Íslendingar vilji að vöxturinn verði til framtíðar. „Við þurfum að huga að langtímahugsun sem hefur kannski ekki verið einkenni Íslendinga í gegnum tíðina. Horfa til þess hvernig við viljum vera á næstu áratugum í raun og veru og hvaða áhrif við viljum að ferðaþjónustan hafi á samfélagið okkar,“ segir Ólöf.Fyrirhugað hótel Icelandair verður undir merkjum Canopy.Nýtt alþjóðahótel rís við HverfisgötuIcelandair Hotels stendur í stórræðum þessa dagana eins og margir aðrir í hótel og veitingarekstri og byggir nýtt hótel milli Hverfisgötu og Laugavegar sem verður opnað í mars á næsta ári. Hildur Ómarsdóttir forstöðumaður sölu og markaðssviðs hótelanna tekur undir að þessari miklu fjölgun ferðamanna fylgi vaxtaverkir. „Já henni fylgja vaxtaverkir annars vegar og tækifæri hins vegar. Við sjáum tækifæri í því að auka fjölbreytileikann og flóruna í þeirri þjónustu sem er í boði á Íslandi. Tækifæri í atvinnusköpun fyrir þá sem hér starfa,“ segir Hildur. Fjölgunin hér sé um 20 prósent á ári en yfirleitt um 4 prósent í öðrum löndum. Samt komi lítill hluti ferðamanna heimsins til Íslands. „Við vorum og erum enn eftir sem áður lítill áfangastaður og eigum langt í land með að koma okkur vel á kortið á alþjóðavísu. Þetta er stór kippur í ár og kannski undanfarin ár. En við þurfum að halda mjög vel á spöðunum og vanda til verka til að fara ekki framúr okkur og fara ekki illa með það sem við eigum og þykir vænt um,“ segir Hildur. Nýja hótelið verður það fyrsta í heiminum undir nýju vörumerki, Canopy, Hilton hótelkeðjunnar þar sem eldri hús á reitnum fá að halda sér í götumyndinni. En ferðamálastjóri segir ferðaþjónustufyrirtæki hafa aukið bæði gæða- og umhverfisvitund sína á undanförnum árum. „Vegna þess að mínu mati og margra fleirri eru gæðin, umhverfisvitundin, fagmennskan og langtímahugsunin lykillinn að áframhaldandi velgengni Íslendinga og Íslands sem áfangastaðar ferðamanna,“ segir Ólöf Ýr Atladóttir. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Erlent Fleiri fréttir Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Sjá meira
Gríðarleg fjölgun hefur orðið á ferðamönnum til landsins það sem af er árinu en rúmlega hálf milljón ferðamanna kom til Íslands á fyrstu sex mánuðum ársins. Gæði, umhverfisvitund, fagmennska og langtímahugsun eru lykillinn að velgengni Íslendinga í framtíðinni að mati ferðamamálastjóra. Fjölgun erlendra ferðamanna hefur nánast verið ævintýraleg á undanförnum árum og hvert metið slegið á fætur öðru. Hótelin rísa upp eins og gorkúlur; eitt það nýjasta var opnað við Höfðatorg í síðasta mánuði og er með þeim stærstu, ef ekki stærsta hótel landsins. Það lítur út fyrir að einn eitt metið verði slegið í ár því 27 þúsund fleiri ferðamenn komu hingað til lands í síðasta mánuði en í júní í fyrra sem er fjölgun upp á rúm 24 prósent. Og á fyrstu mánuðum ársins komu 517 þúsund ferðamenn hingað sem er fjölgun upp á tæp 29 prósent. Ólöf Ýr Atladóttir ferðamálastjóri segir að frá árinu 2010 hafi ferðamönnum fjölgað árlega um tveggja stafa tölu. „Og svona mikill vöxtur á skömmum tíma hefur auðvitað í för með sér vaxtaverki sem þarf að takast á við,“ segir Ólöf. Atvinnugreinin hafi orðið fullveðja á skömmum tíma og nú þurfi að takast á við stefnumótun og eftirfylgni sem og skipulag bæja og byggða. Það þurfi líka að skipuleggja hvernig Íslendingar vilji að vöxturinn verði til framtíðar. „Við þurfum að huga að langtímahugsun sem hefur kannski ekki verið einkenni Íslendinga í gegnum tíðina. Horfa til þess hvernig við viljum vera á næstu áratugum í raun og veru og hvaða áhrif við viljum að ferðaþjónustan hafi á samfélagið okkar,“ segir Ólöf.Fyrirhugað hótel Icelandair verður undir merkjum Canopy.Nýtt alþjóðahótel rís við HverfisgötuIcelandair Hotels stendur í stórræðum þessa dagana eins og margir aðrir í hótel og veitingarekstri og byggir nýtt hótel milli Hverfisgötu og Laugavegar sem verður opnað í mars á næsta ári. Hildur Ómarsdóttir forstöðumaður sölu og markaðssviðs hótelanna tekur undir að þessari miklu fjölgun ferðamanna fylgi vaxtaverkir. „Já henni fylgja vaxtaverkir annars vegar og tækifæri hins vegar. Við sjáum tækifæri í því að auka fjölbreytileikann og flóruna í þeirri þjónustu sem er í boði á Íslandi. Tækifæri í atvinnusköpun fyrir þá sem hér starfa,“ segir Hildur. Fjölgunin hér sé um 20 prósent á ári en yfirleitt um 4 prósent í öðrum löndum. Samt komi lítill hluti ferðamanna heimsins til Íslands. „Við vorum og erum enn eftir sem áður lítill áfangastaður og eigum langt í land með að koma okkur vel á kortið á alþjóðavísu. Þetta er stór kippur í ár og kannski undanfarin ár. En við þurfum að halda mjög vel á spöðunum og vanda til verka til að fara ekki framúr okkur og fara ekki illa með það sem við eigum og þykir vænt um,“ segir Hildur. Nýja hótelið verður það fyrsta í heiminum undir nýju vörumerki, Canopy, Hilton hótelkeðjunnar þar sem eldri hús á reitnum fá að halda sér í götumyndinni. En ferðamálastjóri segir ferðaþjónustufyrirtæki hafa aukið bæði gæða- og umhverfisvitund sína á undanförnum árum. „Vegna þess að mínu mati og margra fleirri eru gæðin, umhverfisvitundin, fagmennskan og langtímahugsunin lykillinn að áframhaldandi velgengni Íslendinga og Íslands sem áfangastaðar ferðamanna,“ segir Ólöf Ýr Atladóttir.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Erlent Fleiri fréttir Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Sjá meira