Innlent

Sigmundur Davíð fundar með forvígismönnum ESB

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson vísir/valli
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, mun eiga fundi með forvígismönnum Evrópusambandsins í Brussel síðar í dag og á morgun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu,

Forsætisráðherra mun eiga fundi með Jean-Claude Juncker, forseta framkvæmdastjórnar ESB, og Donald Tusk, forseta leiðtogará ðs sambandsins. Á fundunum verða samskipti Íslands og Evrópusambandsins rædd, meðal annars framkvæmd EES-samningsins og möguleikar á auknu samstarfi á öðrum sviðum.

Einnig verða efnahagsmál og norðurslóðir til umræðu, sem og staða mála í Evrópu sem er mjög í deiglunni nú um stundir. Þá mun forsætisráðherra kynna sér starfsemi Eftirlitsstofnunar EFTA.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×