Fram fær heimili | Alltaf verið gestir á okkar heimavelli Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 30. júní 2015 13:30 Mynd/Samsett Fram mun á fimmtudaginn spila sinn fyrsta heimaleik á Íslandsmóti í meistaraflokki karla í Úlfarsárdal þegar liðið tekur á móti HK í 1. deild karla. Fram hefur árum saman spilað á Laugardalsvelli en undanfarin ár hefur staðið til að flytja félagið úr Safamýrinni upp í Úlfarsárdal. Hrunið setti hins vegar strik í reikninginn og framkvæmdir hafa tafist. „Okkur hefur vantað að vera á heimavelli og fá að gera fínt í kringum okkur. Ómar Stefánsson hjá Reykjavíkurborg hefur reynst okkur frábærlega og nú er þetta allt að gera sig,“ sagði Sverrir í samtali við Vísi í dag. „Auðvitað er ýmislegt sem má setja út á í aðstöðunni svona í upphafi en þetta er mjög flott mál fyrir okkur. Það er frábært fyrir okkur að fá að komast loksins upp eftir og fá fólkið í hverfinu með okkur. Við höfum fundið fyrir miklum áhuga og vilja frá því.“ Til stendur að reisa stærri íþróttamannvirki á næstu árum og stúku við völlinn sem stenst allar kröfur fyrir árið 2019. Sverrir segir að tíminn verði að leiða í ljós hvort þær áætlanir standist. „Það er allt seinni tíma mál og Reykjavíkurborg er með sína aðkomu að því öllu saman. Ég veit alla vega ekki betur en að við séum fluttir upp eftir til frambúðar og munum framvegis spila okkar leiki þar, þó svo að það sé aldrei hægt að fullyrða neitt um framtíðina.“ Ljóst er að Fram þyrfti undanþágu til að spila á vellinum komist félagið aftur upp í efstu deild áður en stúkan rís. En félög hafa áður fengið undanþágur frá leyfiskerfi séu áætlanir um að reisa fullnægjandi aðstöðu. Sverrir segir að þrátt fyrir seinagang síðastliðinna ára beri að hrósa Reykjavíkurborg fyrir það sem vel er gert. „Menn gera eins vel og þeir geta og þeir sem starfa fyrir borgina hafa alltaf reynst okkur frábærlega,“ sagði Sverrir sem vonast eftir því að stuðningsmannahópur félagsins breikki nú þegar félagið er með nýtt hverfi á bak við sig. „Það er gríðarlegur fjöldi að æfa þarna og við höfum orðið varir við gríðarlega mikla stemningu í hverfinu, bæði hjá iðkendum og foreldrum. Það er frábær tilfinning enda höfum við aldrei átt okkar eigin heimavöll - við höfum alltaf verið gestir þar sem við spilum. Við erum því mjög spenntir fyrir öllu saman.“ Íslenski boltinn Tengdar fréttir Styttist í fyrsta deildarleik Fram í Úlfarsárdalnum Meistaraflokkur Fram leikur sinn fyrsta leik á Íslandsmóti á framtíðarsvæði félagsins í Úlfarsárdal á fimmtudaginn þegar HK kemur í heimsókn. 30. júní 2015 10:30 Mest lesið Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn „Við máttum ekki gefast upp“ Körfubolti Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Körfubolti Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti „Við elskum að spila hérna“ Fótbolti Fleiri fréttir Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Sjá meira
Fram mun á fimmtudaginn spila sinn fyrsta heimaleik á Íslandsmóti í meistaraflokki karla í Úlfarsárdal þegar liðið tekur á móti HK í 1. deild karla. Fram hefur árum saman spilað á Laugardalsvelli en undanfarin ár hefur staðið til að flytja félagið úr Safamýrinni upp í Úlfarsárdal. Hrunið setti hins vegar strik í reikninginn og framkvæmdir hafa tafist. „Okkur hefur vantað að vera á heimavelli og fá að gera fínt í kringum okkur. Ómar Stefánsson hjá Reykjavíkurborg hefur reynst okkur frábærlega og nú er þetta allt að gera sig,“ sagði Sverrir í samtali við Vísi í dag. „Auðvitað er ýmislegt sem má setja út á í aðstöðunni svona í upphafi en þetta er mjög flott mál fyrir okkur. Það er frábært fyrir okkur að fá að komast loksins upp eftir og fá fólkið í hverfinu með okkur. Við höfum fundið fyrir miklum áhuga og vilja frá því.“ Til stendur að reisa stærri íþróttamannvirki á næstu árum og stúku við völlinn sem stenst allar kröfur fyrir árið 2019. Sverrir segir að tíminn verði að leiða í ljós hvort þær áætlanir standist. „Það er allt seinni tíma mál og Reykjavíkurborg er með sína aðkomu að því öllu saman. Ég veit alla vega ekki betur en að við séum fluttir upp eftir til frambúðar og munum framvegis spila okkar leiki þar, þó svo að það sé aldrei hægt að fullyrða neitt um framtíðina.“ Ljóst er að Fram þyrfti undanþágu til að spila á vellinum komist félagið aftur upp í efstu deild áður en stúkan rís. En félög hafa áður fengið undanþágur frá leyfiskerfi séu áætlanir um að reisa fullnægjandi aðstöðu. Sverrir segir að þrátt fyrir seinagang síðastliðinna ára beri að hrósa Reykjavíkurborg fyrir það sem vel er gert. „Menn gera eins vel og þeir geta og þeir sem starfa fyrir borgina hafa alltaf reynst okkur frábærlega,“ sagði Sverrir sem vonast eftir því að stuðningsmannahópur félagsins breikki nú þegar félagið er með nýtt hverfi á bak við sig. „Það er gríðarlegur fjöldi að æfa þarna og við höfum orðið varir við gríðarlega mikla stemningu í hverfinu, bæði hjá iðkendum og foreldrum. Það er frábær tilfinning enda höfum við aldrei átt okkar eigin heimavöll - við höfum alltaf verið gestir þar sem við spilum. Við erum því mjög spenntir fyrir öllu saman.“
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Styttist í fyrsta deildarleik Fram í Úlfarsárdalnum Meistaraflokkur Fram leikur sinn fyrsta leik á Íslandsmóti á framtíðarsvæði félagsins í Úlfarsárdal á fimmtudaginn þegar HK kemur í heimsókn. 30. júní 2015 10:30 Mest lesið Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn „Við máttum ekki gefast upp“ Körfubolti Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Körfubolti Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti „Við elskum að spila hérna“ Fótbolti Fleiri fréttir Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Sjá meira
Styttist í fyrsta deildarleik Fram í Úlfarsárdalnum Meistaraflokkur Fram leikur sinn fyrsta leik á Íslandsmóti á framtíðarsvæði félagsins í Úlfarsárdal á fimmtudaginn þegar HK kemur í heimsókn. 30. júní 2015 10:30
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn