Fram fær heimili | Alltaf verið gestir á okkar heimavelli Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 30. júní 2015 13:30 Mynd/Samsett Fram mun á fimmtudaginn spila sinn fyrsta heimaleik á Íslandsmóti í meistaraflokki karla í Úlfarsárdal þegar liðið tekur á móti HK í 1. deild karla. Fram hefur árum saman spilað á Laugardalsvelli en undanfarin ár hefur staðið til að flytja félagið úr Safamýrinni upp í Úlfarsárdal. Hrunið setti hins vegar strik í reikninginn og framkvæmdir hafa tafist. „Okkur hefur vantað að vera á heimavelli og fá að gera fínt í kringum okkur. Ómar Stefánsson hjá Reykjavíkurborg hefur reynst okkur frábærlega og nú er þetta allt að gera sig,“ sagði Sverrir í samtali við Vísi í dag. „Auðvitað er ýmislegt sem má setja út á í aðstöðunni svona í upphafi en þetta er mjög flott mál fyrir okkur. Það er frábært fyrir okkur að fá að komast loksins upp eftir og fá fólkið í hverfinu með okkur. Við höfum fundið fyrir miklum áhuga og vilja frá því.“ Til stendur að reisa stærri íþróttamannvirki á næstu árum og stúku við völlinn sem stenst allar kröfur fyrir árið 2019. Sverrir segir að tíminn verði að leiða í ljós hvort þær áætlanir standist. „Það er allt seinni tíma mál og Reykjavíkurborg er með sína aðkomu að því öllu saman. Ég veit alla vega ekki betur en að við séum fluttir upp eftir til frambúðar og munum framvegis spila okkar leiki þar, þó svo að það sé aldrei hægt að fullyrða neitt um framtíðina.“ Ljóst er að Fram þyrfti undanþágu til að spila á vellinum komist félagið aftur upp í efstu deild áður en stúkan rís. En félög hafa áður fengið undanþágur frá leyfiskerfi séu áætlanir um að reisa fullnægjandi aðstöðu. Sverrir segir að þrátt fyrir seinagang síðastliðinna ára beri að hrósa Reykjavíkurborg fyrir það sem vel er gert. „Menn gera eins vel og þeir geta og þeir sem starfa fyrir borgina hafa alltaf reynst okkur frábærlega,“ sagði Sverrir sem vonast eftir því að stuðningsmannahópur félagsins breikki nú þegar félagið er með nýtt hverfi á bak við sig. „Það er gríðarlegur fjöldi að æfa þarna og við höfum orðið varir við gríðarlega mikla stemningu í hverfinu, bæði hjá iðkendum og foreldrum. Það er frábær tilfinning enda höfum við aldrei átt okkar eigin heimavöll - við höfum alltaf verið gestir þar sem við spilum. Við erum því mjög spenntir fyrir öllu saman.“ Íslenski boltinn Tengdar fréttir Styttist í fyrsta deildarleik Fram í Úlfarsárdalnum Meistaraflokkur Fram leikur sinn fyrsta leik á Íslandsmóti á framtíðarsvæði félagsins í Úlfarsárdal á fimmtudaginn þegar HK kemur í heimsókn. 30. júní 2015 10:30 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Sjá meira
Fram mun á fimmtudaginn spila sinn fyrsta heimaleik á Íslandsmóti í meistaraflokki karla í Úlfarsárdal þegar liðið tekur á móti HK í 1. deild karla. Fram hefur árum saman spilað á Laugardalsvelli en undanfarin ár hefur staðið til að flytja félagið úr Safamýrinni upp í Úlfarsárdal. Hrunið setti hins vegar strik í reikninginn og framkvæmdir hafa tafist. „Okkur hefur vantað að vera á heimavelli og fá að gera fínt í kringum okkur. Ómar Stefánsson hjá Reykjavíkurborg hefur reynst okkur frábærlega og nú er þetta allt að gera sig,“ sagði Sverrir í samtali við Vísi í dag. „Auðvitað er ýmislegt sem má setja út á í aðstöðunni svona í upphafi en þetta er mjög flott mál fyrir okkur. Það er frábært fyrir okkur að fá að komast loksins upp eftir og fá fólkið í hverfinu með okkur. Við höfum fundið fyrir miklum áhuga og vilja frá því.“ Til stendur að reisa stærri íþróttamannvirki á næstu árum og stúku við völlinn sem stenst allar kröfur fyrir árið 2019. Sverrir segir að tíminn verði að leiða í ljós hvort þær áætlanir standist. „Það er allt seinni tíma mál og Reykjavíkurborg er með sína aðkomu að því öllu saman. Ég veit alla vega ekki betur en að við séum fluttir upp eftir til frambúðar og munum framvegis spila okkar leiki þar, þó svo að það sé aldrei hægt að fullyrða neitt um framtíðina.“ Ljóst er að Fram þyrfti undanþágu til að spila á vellinum komist félagið aftur upp í efstu deild áður en stúkan rís. En félög hafa áður fengið undanþágur frá leyfiskerfi séu áætlanir um að reisa fullnægjandi aðstöðu. Sverrir segir að þrátt fyrir seinagang síðastliðinna ára beri að hrósa Reykjavíkurborg fyrir það sem vel er gert. „Menn gera eins vel og þeir geta og þeir sem starfa fyrir borgina hafa alltaf reynst okkur frábærlega,“ sagði Sverrir sem vonast eftir því að stuðningsmannahópur félagsins breikki nú þegar félagið er með nýtt hverfi á bak við sig. „Það er gríðarlegur fjöldi að æfa þarna og við höfum orðið varir við gríðarlega mikla stemningu í hverfinu, bæði hjá iðkendum og foreldrum. Það er frábær tilfinning enda höfum við aldrei átt okkar eigin heimavöll - við höfum alltaf verið gestir þar sem við spilum. Við erum því mjög spenntir fyrir öllu saman.“
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Styttist í fyrsta deildarleik Fram í Úlfarsárdalnum Meistaraflokkur Fram leikur sinn fyrsta leik á Íslandsmóti á framtíðarsvæði félagsins í Úlfarsárdal á fimmtudaginn þegar HK kemur í heimsókn. 30. júní 2015 10:30 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Sjá meira
Styttist í fyrsta deildarleik Fram í Úlfarsárdalnum Meistaraflokkur Fram leikur sinn fyrsta leik á Íslandsmóti á framtíðarsvæði félagsins í Úlfarsárdal á fimmtudaginn þegar HK kemur í heimsókn. 30. júní 2015 10:30