Bandarísku ungstirnin í forystu á US Open - Tiger Woods náði nýjum lægðum og er úr leik 20. júní 2015 06:51 Pútterinn var heitur hjá Spieth á öðrum hring. Getty Toppbaráttan á US Open sem fram fer á Chambers Bay vellinum er gríðarlega spennandi en margir af bestu kylfingum heims eru ofarlega á skortöflunni eftir 36 holur. Það þarf engan að undra að tvær stærstu stjörnur bandarísks golfs deili efsta sætinu en það gera þeir Jordan Spieth og Patrick Reed. Þeir eru á fimm höggum undir pari en Branded Grace og Dustin Johnson koma næstir á eftir þeim á fjórum höggum undir pari. Johnson náði mest tveggja högga forystu á öðrum hring en hann endaði hringinn með tveimur skollum. Sigurvegari síðasta árs, Martin Kaymer, náði ekki niðurskurðinum í titilvörninni en hann endaði á sex höggum yfir pari, tveimur höggum verri en besti kylfingur heims, Rory Mcilroy, sem rétt náði í gegn um niðurskurðinn á fjórum höggum yfir pari.Tiger Woods var samur við sig og lék illa á öðrum hring, fékk átta skolla og tvo fugla og endaði hringinn á 76 höggum eða sex yfir pari. Hann lék því hringina tvo á samtals 16 höggum yfir pari en Woods hefur aldrei leikið jafn illa yfir 36 holur á atvinnumannaferlinum. 20 kylfingar eru á innan við fimm höggum frá efsta sætinu og því ættu næstu tveir hringir að verða spennandi en Chambers Bay völlurinn hefur reynst bestu kylfingum heims mjög erfiður hingað til. Golf Mest lesið „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Sport Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti „Frammistaðan var góð“ Enski boltinn Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Toppbaráttan á US Open sem fram fer á Chambers Bay vellinum er gríðarlega spennandi en margir af bestu kylfingum heims eru ofarlega á skortöflunni eftir 36 holur. Það þarf engan að undra að tvær stærstu stjörnur bandarísks golfs deili efsta sætinu en það gera þeir Jordan Spieth og Patrick Reed. Þeir eru á fimm höggum undir pari en Branded Grace og Dustin Johnson koma næstir á eftir þeim á fjórum höggum undir pari. Johnson náði mest tveggja högga forystu á öðrum hring en hann endaði hringinn með tveimur skollum. Sigurvegari síðasta árs, Martin Kaymer, náði ekki niðurskurðinum í titilvörninni en hann endaði á sex höggum yfir pari, tveimur höggum verri en besti kylfingur heims, Rory Mcilroy, sem rétt náði í gegn um niðurskurðinn á fjórum höggum yfir pari.Tiger Woods var samur við sig og lék illa á öðrum hring, fékk átta skolla og tvo fugla og endaði hringinn á 76 höggum eða sex yfir pari. Hann lék því hringina tvo á samtals 16 höggum yfir pari en Woods hefur aldrei leikið jafn illa yfir 36 holur á atvinnumannaferlinum. 20 kylfingar eru á innan við fimm höggum frá efsta sætinu og því ættu næstu tveir hringir að verða spennandi en Chambers Bay völlurinn hefur reynst bestu kylfingum heims mjög erfiður hingað til.
Golf Mest lesið „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Sport Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti „Frammistaðan var góð“ Enski boltinn Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira