Gunnar Bender með nýjan veiðiþátt Karl Lúðvíksson skrifar 20. júní 2015 20:05 Steingrímur og Gunnar munda myndavélina í sumar í nýjum veiðiþáttum Mynd:KL Stangveiðifrömuðurinn Gunnar Bender stjórnar nýjum og ferskum veiðiþáttum á sjónvarpsstöðinni Hringbraut í sumar en þar hefur hann margreyndan kvikmyndatökumann með sér á bak við linsuna, Steingrím Jón Þórðarson. Gunnar Bender er þjóðkunnur á þessu sviði sportveiði, en um langt árabil hefur hann skrifað um stangveiði um allt land, jafnt fyrir blöð og bækur og þá hefur hann á seinni árum verið ötull framleiðandi sjónvarpsþátta um þetta mikla áhugamál sitt. Í þáttunum verður víða komið við eins og efni standa náttúrlega til; fylgst verður með opnunardeginum í Norðurá í fyrsta þætti þar sem kóngarnir Bubbi Morthens og Bó Halldórs munduðu stangir sínar af fádæma kúnst - og þá er heldur ekki útlokað að landsmenn fái að fylgjast með sjálfum forsætisráðherra landsmanna kippa í línuna á árbakkanum. Áhersla þáttanna verður á fjölbreytni og fagmennsku en þeir eiga að miðla öllu því helsta sem er að gerast og gerjast í þessari einni vinsælustu útivist landsmanna. Steingrímur Jón Þórðarson, myndatökumaður þáttanna á að baki áratugareynslu við upptöku sjónvarpsþátta, en hann vann fjórtán ár samfellt við hlið Jóns Ársæls Þórðarsonar í þættinum Sjálfstætt fólk á Stöð 2. Þættirnir, sem bera heitið Við árbakkann, verða frumsýndir klukkan 20.00 á fimmtudagskvöldum í sumar og byrjar fyrsti þátturinn 2. júlí. Stangveiði Mest lesið Verður að gæda við Rio Grande til vors Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Veiðivötn búin að rjúfa 10.000 fiska múrinn Veiði 144 laxar komnir úr Svalbarðsá Veiði Eystri Rangá komin í 2.050 laxa Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði Víðidalsá komin í 25 laxa og áinn í góðu vatni Veiði 314 laxar komnir úr Stóru Laxá Veiði Skýrsla Veiðimála- stofnunar um Laxá í Dölum er komin út. Veiði Fyrsta Opna hús vetrarins hjá SVFR Veiði
Stangveiðifrömuðurinn Gunnar Bender stjórnar nýjum og ferskum veiðiþáttum á sjónvarpsstöðinni Hringbraut í sumar en þar hefur hann margreyndan kvikmyndatökumann með sér á bak við linsuna, Steingrím Jón Þórðarson. Gunnar Bender er þjóðkunnur á þessu sviði sportveiði, en um langt árabil hefur hann skrifað um stangveiði um allt land, jafnt fyrir blöð og bækur og þá hefur hann á seinni árum verið ötull framleiðandi sjónvarpsþátta um þetta mikla áhugamál sitt. Í þáttunum verður víða komið við eins og efni standa náttúrlega til; fylgst verður með opnunardeginum í Norðurá í fyrsta þætti þar sem kóngarnir Bubbi Morthens og Bó Halldórs munduðu stangir sínar af fádæma kúnst - og þá er heldur ekki útlokað að landsmenn fái að fylgjast með sjálfum forsætisráðherra landsmanna kippa í línuna á árbakkanum. Áhersla þáttanna verður á fjölbreytni og fagmennsku en þeir eiga að miðla öllu því helsta sem er að gerast og gerjast í þessari einni vinsælustu útivist landsmanna. Steingrímur Jón Þórðarson, myndatökumaður þáttanna á að baki áratugareynslu við upptöku sjónvarpsþátta, en hann vann fjórtán ár samfellt við hlið Jóns Ársæls Þórðarsonar í þættinum Sjálfstætt fólk á Stöð 2. Þættirnir, sem bera heitið Við árbakkann, verða frumsýndir klukkan 20.00 á fimmtudagskvöldum í sumar og byrjar fyrsti þátturinn 2. júlí.
Stangveiði Mest lesið Verður að gæda við Rio Grande til vors Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Veiðivötn búin að rjúfa 10.000 fiska múrinn Veiði 144 laxar komnir úr Svalbarðsá Veiði Eystri Rangá komin í 2.050 laxa Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði Víðidalsá komin í 25 laxa og áinn í góðu vatni Veiði 314 laxar komnir úr Stóru Laxá Veiði Skýrsla Veiðimála- stofnunar um Laxá í Dölum er komin út. Veiði Fyrsta Opna hús vetrarins hjá SVFR Veiði