Góð bílasala í Evrópu í ár Finnur Thorlacius skrifar 22. júní 2015 09:30 Nýr bíll fær breska bílnumeraplötu. Sala bíla í Evrópu hefur verið með ágætum það sem af er liðið ári og aukningin 7% frá fyrra ári þegar fyrstu fimm mánuðir ársins eru taldir. Hinsvegar eru teikn á lofti um að um sé að hægjast þar sem aukingin í maí var aðeins 0,8%. Þessi aukning er sú minnsta í álfunni síðan í nóvember árið 2013. Nokkrir bílaframleiðendur tilkynnt um minni sölu í maí ár frá fyrra ári, þar á meðal Volkswagen, Ford og Opel/Vauxhall. Söluhæstu einstöku bílgerðirnar voru sem oft áður Volkswagen Golf, Ford Fiesta og Renault Clio, en sala á þeim öllum minnkaði á milli ára í maí. Sú breyting hefur einnig orðið í ár að færri bílar með dísilvélum seljast nú, en þess fleiri bensínbílar, rafmagnsbílar og bílar með tvíorkuaflrás. Það er greiningarfyrirtækið JATO Dynamics sem safnar saman gögnum um bílasölu í Evrópu. Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent
Sala bíla í Evrópu hefur verið með ágætum það sem af er liðið ári og aukningin 7% frá fyrra ári þegar fyrstu fimm mánuðir ársins eru taldir. Hinsvegar eru teikn á lofti um að um sé að hægjast þar sem aukingin í maí var aðeins 0,8%. Þessi aukning er sú minnsta í álfunni síðan í nóvember árið 2013. Nokkrir bílaframleiðendur tilkynnt um minni sölu í maí ár frá fyrra ári, þar á meðal Volkswagen, Ford og Opel/Vauxhall. Söluhæstu einstöku bílgerðirnar voru sem oft áður Volkswagen Golf, Ford Fiesta og Renault Clio, en sala á þeim öllum minnkaði á milli ára í maí. Sú breyting hefur einnig orðið í ár að færri bílar með dísilvélum seljast nú, en þess fleiri bensínbílar, rafmagnsbílar og bílar með tvíorkuaflrás. Það er greiningarfyrirtækið JATO Dynamics sem safnar saman gögnum um bílasölu í Evrópu.
Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent