Segir línuveiðar pyntingar á fiskum Jakob Bjarnar skrifar 22. júní 2015 13:51 Árni Stefán við pyntingartólin; þessum önglum er ætlað í kjaft fiskanna þar sem þeir mega svo engjast. Dýravinurinn og lögfræðingurinn Árni Stefán Árnason segir línuveiðar pyntingar á fiskum. Hann segist ekki geta alhæft fyrir alla dýravini en hann segir að margir þeirra vilji fordæma slíkar veiðar. Sársaukaskyn fiska sé vissulega fyrir hendi. Þetta viðhorf er líklega ekki til vinsælda fallið í veiðimannasamfélaginu Íslandi en Árni vitnaði í sjálfa Biblíuna þegar hann skrifaði athugasemd við frétt Vísis þess efnis að Salmann Tamimi væri að moka upp þorskinum á sjóstöng. „Guð sagði: Sjá, ég gef ykkur alls konar sáðberandi jurtir á allri jörðinni og alls konar tré, sem bera ávöxtu með sæði í. Það sé ykkur til fæðu.“ Og bætti svo við: „Línuveiðar eru pyntingar í sinni tærustu mynd.“Umræðan að dýpka Árni Stefán hefur viðrað svipuð sjónarmið áður en hann vill ekki gera mikið úr því að hann hafi í kjölfarið mátt sæta aðkasti fiski- og veiðimanna. Hann lítur frekar til þess að þarna sé verið að opna fyrir nýja nálgun: „Já, en ég fæ miklu meiri meðbyr enda hef ég reynt að dýpka umræðuna á Íslandi, umræða sem krefst þess að við tengjum nýtingu okkar á dýrum við siðferði okkar.“ Væntanlega liggur það fyrir að ekki er þægilegt að láta draga sig fram og til baka með öngul í kjaftinum en það hefur ekki þótt neitt tiltökumál. Eru til einhverjar rannsóknir á sársaukaskyni fiska, sem þetta styðst við?Sársaukaskyn fiska er vissulega til staðar Árni Stefán segir svo vera og hann bendir til dæmis á grein The Guardian í því sambandi. Þar er til að mynda vitnað til rannsókna Victoria Braithwaite, sem er prófessor í veiðum og líffræði við Pennsylvania State University. Hún hefur rannsakað þetta öðrum mönnum fremur og í bók hennar „Do Fish Feel Pain?“ segir að sársaukaskyn fiska sé vissulega til staðar og aukinheldur þetta að fiskar eru miklu greindari en talið hefur verið. „Sjá líka nýja verðuga lesningu, hvar Frans páfi minnir manninn á skyldur hans við dýr. #69 og 83. Engin fjölmiðill hefur tekið þetta upp á Íslandi, þó kemst páfi oft í fréttir,“ segir Árni Stefán og veltir því fyrir sér hvers vegna þetta er ekki til umfjöllunar á Íslandi. Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Fleiri fréttir Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum Sjá meira
Dýravinurinn og lögfræðingurinn Árni Stefán Árnason segir línuveiðar pyntingar á fiskum. Hann segist ekki geta alhæft fyrir alla dýravini en hann segir að margir þeirra vilji fordæma slíkar veiðar. Sársaukaskyn fiska sé vissulega fyrir hendi. Þetta viðhorf er líklega ekki til vinsælda fallið í veiðimannasamfélaginu Íslandi en Árni vitnaði í sjálfa Biblíuna þegar hann skrifaði athugasemd við frétt Vísis þess efnis að Salmann Tamimi væri að moka upp þorskinum á sjóstöng. „Guð sagði: Sjá, ég gef ykkur alls konar sáðberandi jurtir á allri jörðinni og alls konar tré, sem bera ávöxtu með sæði í. Það sé ykkur til fæðu.“ Og bætti svo við: „Línuveiðar eru pyntingar í sinni tærustu mynd.“Umræðan að dýpka Árni Stefán hefur viðrað svipuð sjónarmið áður en hann vill ekki gera mikið úr því að hann hafi í kjölfarið mátt sæta aðkasti fiski- og veiðimanna. Hann lítur frekar til þess að þarna sé verið að opna fyrir nýja nálgun: „Já, en ég fæ miklu meiri meðbyr enda hef ég reynt að dýpka umræðuna á Íslandi, umræða sem krefst þess að við tengjum nýtingu okkar á dýrum við siðferði okkar.“ Væntanlega liggur það fyrir að ekki er þægilegt að láta draga sig fram og til baka með öngul í kjaftinum en það hefur ekki þótt neitt tiltökumál. Eru til einhverjar rannsóknir á sársaukaskyni fiska, sem þetta styðst við?Sársaukaskyn fiska er vissulega til staðar Árni Stefán segir svo vera og hann bendir til dæmis á grein The Guardian í því sambandi. Þar er til að mynda vitnað til rannsókna Victoria Braithwaite, sem er prófessor í veiðum og líffræði við Pennsylvania State University. Hún hefur rannsakað þetta öðrum mönnum fremur og í bók hennar „Do Fish Feel Pain?“ segir að sársaukaskyn fiska sé vissulega til staðar og aukinheldur þetta að fiskar eru miklu greindari en talið hefur verið. „Sjá líka nýja verðuga lesningu, hvar Frans páfi minnir manninn á skyldur hans við dýr. #69 og 83. Engin fjölmiðill hefur tekið þetta upp á Íslandi, þó kemst páfi oft í fréttir,“ segir Árni Stefán og veltir því fyrir sér hvers vegna þetta er ekki til umfjöllunar á Íslandi.
Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Fleiri fréttir Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum Sjá meira