Liðstjórar liðanna sem keppa í hjólreiðakeppninni hittust í Bílaumboðinu Öskju í gær. Þar voru keppnisgögn afhent og farið var yfir allt sem viðkemur næringu, hjólabúnaði og skipulagi keppninnar. Stefán Guðmundsson læknir og þríþrautarmeistari var á staðnum til að gefa góð ráð sem og einnig Gunnar Svanbergsson sjúkraþjálfari og hjólari.
Bílaumboðið Askja er einn af styrktaraðilum keppninnar og verður með Mercedes-Benz brautarbíla sem fylgja munu keppendum á leið þeirra kringum landið. Þá verður Askja einnig með hjólreiðalið í keppninni en fjömörg lið eru skráð til keppni og má búast við mjög spennandi móti. Alls verða hjólaðir 1.358 kólómetrar í keppninni.
Stöð 2 Sport verður með beina útsendingu frá keppninni samfellt í 48 klukkustundir og verður það lengsta beina útsending í íslensku sjónvarpi.
