Arnarvatnsheiðin kemur vel undan vetri Karl Lúðvíksson skrifar 23. júní 2015 12:00 Hilmar Högnason með rígvænar bleikjur af Arnarvatnsheiði Heiðarvötnin eru eitt af öðru að verða fær veiðimönnum en víða er ennþá mikill snjór við vötnin. Arnarvatnsheiðin er gott dæmi um þetta en veiðimenn sem eiga leið uppá heiðina eru minntir á að aka ekki utanvegar því jarðvegurinn er mjög laus og blautur eftir veturinn. Ekki er akstursfært að öllum vötnum ennþá og þau vötn sem ófært er að verða því líklega bara hvíld þangað til vegurinn verður í lagi. Þrátt fyrir þessar aðstæður eru veiðimenn farnir að týnast upp á heiðina og það er óhætt að segja að veiðin er góð og bleikjan sérstaklega væn. Hilmar Högnason og veiðifélagar hans voru upp á Arnarvatnsheiðinni og það er óhætt að segja að þeim hafi gengið vel en bæði veiddist vel og fiskarnir rígvænir. Eins og sést á meðfylgjandi mynd eru stærstu bleikjurnar um 4-6 pund, stuttar og hnausþykkar eins og fjallableikjur verða gjarnan. Fiskurinn kemur því vel undan vetri og þrátt fyrir að sumarið sé seinna á ferðinni virðist það ekki hafa nein áhrif á tökugleðina. Við hvetjum veiðimenn til að deila með okkur veiðisögum og veiðimyndum í sumar. Sendið okkur póst á kalli@365.is Stangveiði Mest lesið Verður að gæda við Rio Grande til vors Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Veiðivötn búin að rjúfa 10.000 fiska múrinn Veiði 144 laxar komnir úr Svalbarðsá Veiði Eystri Rangá komin í 2.050 laxa Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði Víðidalsá komin í 25 laxa og áinn í góðu vatni Veiði 314 laxar komnir úr Stóru Laxá Veiði Skýrsla Veiðimála- stofnunar um Laxá í Dölum er komin út. Veiði Fyrsta Opna hús vetrarins hjá SVFR Veiði
Heiðarvötnin eru eitt af öðru að verða fær veiðimönnum en víða er ennþá mikill snjór við vötnin. Arnarvatnsheiðin er gott dæmi um þetta en veiðimenn sem eiga leið uppá heiðina eru minntir á að aka ekki utanvegar því jarðvegurinn er mjög laus og blautur eftir veturinn. Ekki er akstursfært að öllum vötnum ennþá og þau vötn sem ófært er að verða því líklega bara hvíld þangað til vegurinn verður í lagi. Þrátt fyrir þessar aðstæður eru veiðimenn farnir að týnast upp á heiðina og það er óhætt að segja að veiðin er góð og bleikjan sérstaklega væn. Hilmar Högnason og veiðifélagar hans voru upp á Arnarvatnsheiðinni og það er óhætt að segja að þeim hafi gengið vel en bæði veiddist vel og fiskarnir rígvænir. Eins og sést á meðfylgjandi mynd eru stærstu bleikjurnar um 4-6 pund, stuttar og hnausþykkar eins og fjallableikjur verða gjarnan. Fiskurinn kemur því vel undan vetri og þrátt fyrir að sumarið sé seinna á ferðinni virðist það ekki hafa nein áhrif á tökugleðina. Við hvetjum veiðimenn til að deila með okkur veiðisögum og veiðimyndum í sumar. Sendið okkur póst á kalli@365.is
Stangveiði Mest lesið Verður að gæda við Rio Grande til vors Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Veiðivötn búin að rjúfa 10.000 fiska múrinn Veiði 144 laxar komnir úr Svalbarðsá Veiði Eystri Rangá komin í 2.050 laxa Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði Víðidalsá komin í 25 laxa og áinn í góðu vatni Veiði 314 laxar komnir úr Stóru Laxá Veiði Skýrsla Veiðimála- stofnunar um Laxá í Dölum er komin út. Veiði Fyrsta Opna hús vetrarins hjá SVFR Veiði