Land Rover Defender númer 2.000.000 handsmíðaður Finnur Thorlacius skrifar 23. júní 2015 16:36 Bílar koma og fara en sumar bílgerðir hafa lifað lengur en aðrar og það á sannarlega við Land Rover Defender jeppann. Hann hefur verið smíðaður samfellt í 67 ár en nú er komið að lokunum. Svo vel vill til að við enda smíði hans eru eintökin orðin rétt um tvær milljónir talsins og sá sem var númer 2.000.000 var byggður á annan hátt en hinir. Þeir Land Rover menn kölluðu saman 33 þekkta einstaklinga sem þekkja Defender af góðu ásamt nokkrum Land Rover sérfræðingum til að smíða þennan tímamótabíl. Bíllinn var settur saman í höndunum og þeir sem tóku þátt í smíðinni réðu því hvernig hann liti út og hvernig hann væri búinn. Þessi bíll verður síðan til sýnis á Goodwood bílasýningunni um næstu helgi og verður síðan í kjölfarið boðinn upp af Bonham uppboðshúsinu og afraksturinn gefinn til góðgerðarmála. Bílar video Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent
Bílar koma og fara en sumar bílgerðir hafa lifað lengur en aðrar og það á sannarlega við Land Rover Defender jeppann. Hann hefur verið smíðaður samfellt í 67 ár en nú er komið að lokunum. Svo vel vill til að við enda smíði hans eru eintökin orðin rétt um tvær milljónir talsins og sá sem var númer 2.000.000 var byggður á annan hátt en hinir. Þeir Land Rover menn kölluðu saman 33 þekkta einstaklinga sem þekkja Defender af góðu ásamt nokkrum Land Rover sérfræðingum til að smíða þennan tímamótabíl. Bíllinn var settur saman í höndunum og þeir sem tóku þátt í smíðinni réðu því hvernig hann liti út og hvernig hann væri búinn. Þessi bíll verður síðan til sýnis á Goodwood bílasýningunni um næstu helgi og verður síðan í kjölfarið boðinn upp af Bonham uppboðshúsinu og afraksturinn gefinn til góðgerðarmála.
Bílar video Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent