Formaður knattspyrnudeildar Selfoss: Verst hjá KSÍ að setja dómarann í þessa aðstöðu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. júní 2015 11:16 Þjálfarar Selfoss létu skömmum rigna yfir dómaratríóið í hálfleik. vísir/valli „Við erum afar ósátt með þetta,“ sagði Óskar Sigurðsson, formaður knattspyrnudeildar Selfoss, í samtali við Vísi nú rétt í þessu, aðspurður um dómgæsluna í toppslag Breiðabliks og Selfoss í Pepsi-deild kvenna í gær. Fanndís Friðriksdóttir skoraði eina mark leiksins úr umdeildri vítaspyrnu sem hún fiskaði sjálf.Sjá einnig: Sjáðu vítið sem réði úrslitum | Dómarinn uppalinn Bliki. Óánægja Selfyssinga snýr ekki einungis að dómnum sjálfum heldur þeirri staðreynd að dómari leiksins, hinn 21 árs gamli Helgi Mikael Jónasson, spilaði með Breiðabliki í yngri flokkunum. Óskar segir að honum hafi ekki verið gerður neinn greiði með að vera settur á þennan leik. „Það er verst hjá KSÍ að setja dómarann í þessa stöðu þannig að það sé hægt að efast um það sem hann gerir,“ sagði Óskar. „Við förum ekki í að skoða bakgrunn dómara fyrir alla leiki en það er KSÍ að setja ekki dómarana sína í þessa aðstöðu. Þetta er afskaplega óheppilegt og maður var undrandi þegar maður sá þessi tengsl. „Svo var þetta auðvitað aldrei víti,“ sagði Óskar ennfremur og bætti því við að fyrst Helgi hefði dæmt víti á annað borð hefði hann átt að reka Summer Williams, varnarmann Selfoss, af velli því hún var aftasti varnarmaður. Gula spjaldið sem hann gaf Williams hafi því verið eins konar málamyndadómur. „Manni fannst eins og hann hefði séð að sér um leið og hann var búinn að benda á vítapunktinn,“ sagði Óskar sem segir Selfyssinga bratta þrátt fyrir allt. „Það þýðir ekki að vera reiður lengi heldur þarf bara að reima á sig skóna fyrir næsta leik. Svona gerist í fótboltanum, leikmenn og dómrarar gera mistök, en maður vildi að KSÍ myndi huga að þessum þætti þannig að svona aðstæður komi ekki upp aftur.“ Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Sjáðu vítið sem réði úrslitum í leik Breiðabliks og Selfoss | Uppalinn Bliki dæmdi leikinn Breiðablik náði fjögurra stiga forskoti á toppi Pepsi-deildar kvenna með 1-0 sigri á Selfossi á Kópavogsvelli í gær. 24. júní 2015 10:42 Selfoss getur hirt toppsætið af Breiðabliki í stórslagnum í kvöld Breiðablik og Selfoss mætast í stórleik 7. umferðar Pepsi-deildar kvenna í kvöld. Með sigri kemst Selfoss á topp deildarinnar í fyrsta sinn en Breiðablik getur styrkt stöðu sína með því að ná í stigin þrjú. 23. júní 2015 08:45 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Breiðablik - Selfoss 1-0 | Blikar í kjörstöðu eftir sigur í toppslagnum Breiðablik náði fjögurra stiga forskoti á toppi Pepsi-deildar kvenna með 1-0 sigri á Selfossi í toppslag á Kópavogsvelli í kvöld. 23. júní 2015 22:00 Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Sjá meira
„Við erum afar ósátt með þetta,“ sagði Óskar Sigurðsson, formaður knattspyrnudeildar Selfoss, í samtali við Vísi nú rétt í þessu, aðspurður um dómgæsluna í toppslag Breiðabliks og Selfoss í Pepsi-deild kvenna í gær. Fanndís Friðriksdóttir skoraði eina mark leiksins úr umdeildri vítaspyrnu sem hún fiskaði sjálf.Sjá einnig: Sjáðu vítið sem réði úrslitum | Dómarinn uppalinn Bliki. Óánægja Selfyssinga snýr ekki einungis að dómnum sjálfum heldur þeirri staðreynd að dómari leiksins, hinn 21 árs gamli Helgi Mikael Jónasson, spilaði með Breiðabliki í yngri flokkunum. Óskar segir að honum hafi ekki verið gerður neinn greiði með að vera settur á þennan leik. „Það er verst hjá KSÍ að setja dómarann í þessa stöðu þannig að það sé hægt að efast um það sem hann gerir,“ sagði Óskar. „Við förum ekki í að skoða bakgrunn dómara fyrir alla leiki en það er KSÍ að setja ekki dómarana sína í þessa aðstöðu. Þetta er afskaplega óheppilegt og maður var undrandi þegar maður sá þessi tengsl. „Svo var þetta auðvitað aldrei víti,“ sagði Óskar ennfremur og bætti því við að fyrst Helgi hefði dæmt víti á annað borð hefði hann átt að reka Summer Williams, varnarmann Selfoss, af velli því hún var aftasti varnarmaður. Gula spjaldið sem hann gaf Williams hafi því verið eins konar málamyndadómur. „Manni fannst eins og hann hefði séð að sér um leið og hann var búinn að benda á vítapunktinn,“ sagði Óskar sem segir Selfyssinga bratta þrátt fyrir allt. „Það þýðir ekki að vera reiður lengi heldur þarf bara að reima á sig skóna fyrir næsta leik. Svona gerist í fótboltanum, leikmenn og dómrarar gera mistök, en maður vildi að KSÍ myndi huga að þessum þætti þannig að svona aðstæður komi ekki upp aftur.“
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Sjáðu vítið sem réði úrslitum í leik Breiðabliks og Selfoss | Uppalinn Bliki dæmdi leikinn Breiðablik náði fjögurra stiga forskoti á toppi Pepsi-deildar kvenna með 1-0 sigri á Selfossi á Kópavogsvelli í gær. 24. júní 2015 10:42 Selfoss getur hirt toppsætið af Breiðabliki í stórslagnum í kvöld Breiðablik og Selfoss mætast í stórleik 7. umferðar Pepsi-deildar kvenna í kvöld. Með sigri kemst Selfoss á topp deildarinnar í fyrsta sinn en Breiðablik getur styrkt stöðu sína með því að ná í stigin þrjú. 23. júní 2015 08:45 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Breiðablik - Selfoss 1-0 | Blikar í kjörstöðu eftir sigur í toppslagnum Breiðablik náði fjögurra stiga forskoti á toppi Pepsi-deildar kvenna með 1-0 sigri á Selfossi í toppslag á Kópavogsvelli í kvöld. 23. júní 2015 22:00 Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Sjá meira
Sjáðu vítið sem réði úrslitum í leik Breiðabliks og Selfoss | Uppalinn Bliki dæmdi leikinn Breiðablik náði fjögurra stiga forskoti á toppi Pepsi-deildar kvenna með 1-0 sigri á Selfossi á Kópavogsvelli í gær. 24. júní 2015 10:42
Selfoss getur hirt toppsætið af Breiðabliki í stórslagnum í kvöld Breiðablik og Selfoss mætast í stórleik 7. umferðar Pepsi-deildar kvenna í kvöld. Með sigri kemst Selfoss á topp deildarinnar í fyrsta sinn en Breiðablik getur styrkt stöðu sína með því að ná í stigin þrjú. 23. júní 2015 08:45
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Breiðablik - Selfoss 1-0 | Blikar í kjörstöðu eftir sigur í toppslagnum Breiðablik náði fjögurra stiga forskoti á toppi Pepsi-deildar kvenna með 1-0 sigri á Selfossi í toppslag á Kópavogsvelli í kvöld. 23. júní 2015 22:00