Það er eins og það sé búið að slökkva á vatninu Karl Lúðvíksson skrifar 24. júní 2015 14:00 Flottir vorfiskar úr Elliðavatni sem veiddust í byrjun maí. Mynd: KL Elliðavatn kom sterkt inn í vor og dæmi eru um veiðimenn sem voru með allt að 15 fiska eftir daginn. Það var góður gangur í vatninu alveg frá opnun hjá vel flestum, í það minnsta hjá þeim sem þekkja vatnið vel, en eftir 20. maí er eins og það hafi verið slökkt á vatninu. Á þessum árstíma á að vera fiskur að vaka um allt og veiðin á að vera með besta móti en staðan er bara ekki þannig. Vatnið hefur hlýnað vel síðustu daga og þeir sem vita hvar uppstretturnar úr Heiðmörk koma upp sitja um þá bletti eins og ormar á gulli því bæði bleikjan og urriðinn koma oft í stórum torfum að þessum stöðum og á veiðist gjarnan mjög vel. En þetta hefur bara ekki gerst ennþá þrátt fyrir að öll skilyrði séu fyrir hendi. Það er góð vatnsstaða í vatninu, suma dagana mikið klak á púpu, vindáttir hafa verið hagstæðar og veðrið heilt yfir ágætt en samt er ekkert að gerast. Hvað þessu veldur eru ekki einu sinni reyndustu menn við vatnið með á hreinu en engin þeirra sem Veiðivísir ræddi við í dag var með eina skýringu á höndum. Vatnið virðist ekki ofsetið því meðalþyngdin í vor var mun betri en síðustu ár og fiskurinn oft troðinn af kuðung og síli. Þegar leið á vorið fór að sjást meiri púpa í honum og um miðjan maí var fiskurinn oft troðinn af púpu og vatnið oft á tíðum kraumaði af uppítöku. það er vonandi að Elliðavatn detti í sinn rétta takt aftur því þarna stíga margir sín fyrstu spor í fluguveiði og það er yfirleitt skemmtilegra þegar staðið er lengi við veiðivatn að hafa alla vega smá möguleika á að fá töku. Stangveiði Mest lesið Laxinn mættur í fleiri ár Veiði Opnuðu Laxá með 550 urriðum Veiði Vatnsdalsá opnaði í morgun Veiði Veiðin komin í gang á heiðunum Veiði Bleikjan loksins mætt í þjóðgarðinn Veiði Fluguhnýtingarkeppni í tilefni 75 ára afmælis Veiðimannsins Veiði Slæm umgengni við veiðivötn á Arnarvatnsheiði Veiði Erfið skilyrði í ánum fyrir austan Veiði Góð veiði á silungasvæðinu í Vatnsdal Veiði Laxinn mættur í Langá og Grímsá Veiði
Elliðavatn kom sterkt inn í vor og dæmi eru um veiðimenn sem voru með allt að 15 fiska eftir daginn. Það var góður gangur í vatninu alveg frá opnun hjá vel flestum, í það minnsta hjá þeim sem þekkja vatnið vel, en eftir 20. maí er eins og það hafi verið slökkt á vatninu. Á þessum árstíma á að vera fiskur að vaka um allt og veiðin á að vera með besta móti en staðan er bara ekki þannig. Vatnið hefur hlýnað vel síðustu daga og þeir sem vita hvar uppstretturnar úr Heiðmörk koma upp sitja um þá bletti eins og ormar á gulli því bæði bleikjan og urriðinn koma oft í stórum torfum að þessum stöðum og á veiðist gjarnan mjög vel. En þetta hefur bara ekki gerst ennþá þrátt fyrir að öll skilyrði séu fyrir hendi. Það er góð vatnsstaða í vatninu, suma dagana mikið klak á púpu, vindáttir hafa verið hagstæðar og veðrið heilt yfir ágætt en samt er ekkert að gerast. Hvað þessu veldur eru ekki einu sinni reyndustu menn við vatnið með á hreinu en engin þeirra sem Veiðivísir ræddi við í dag var með eina skýringu á höndum. Vatnið virðist ekki ofsetið því meðalþyngdin í vor var mun betri en síðustu ár og fiskurinn oft troðinn af kuðung og síli. Þegar leið á vorið fór að sjást meiri púpa í honum og um miðjan maí var fiskurinn oft troðinn af púpu og vatnið oft á tíðum kraumaði af uppítöku. það er vonandi að Elliðavatn detti í sinn rétta takt aftur því þarna stíga margir sín fyrstu spor í fluguveiði og það er yfirleitt skemmtilegra þegar staðið er lengi við veiðivatn að hafa alla vega smá möguleika á að fá töku.
Stangveiði Mest lesið Laxinn mættur í fleiri ár Veiði Opnuðu Laxá með 550 urriðum Veiði Vatnsdalsá opnaði í morgun Veiði Veiðin komin í gang á heiðunum Veiði Bleikjan loksins mætt í þjóðgarðinn Veiði Fluguhnýtingarkeppni í tilefni 75 ára afmælis Veiðimannsins Veiði Slæm umgengni við veiðivötn á Arnarvatnsheiði Veiði Erfið skilyrði í ánum fyrir austan Veiði Góð veiði á silungasvæðinu í Vatnsdal Veiði Laxinn mættur í Langá og Grímsá Veiði